Sælt verið gott fólk. Það var víst ekki hægt að gera korka í áhugamálinu Stjórnmál svo ég ákvað bara að henda þessu hér.

Eins og flestir vita þá er hallinn á ríkissjóð mjög mikill og það er alltaf verið að tala um að skera niður hér og þar og hækka skatta hér og þar.

Svona fyrir okkur einfeldlingana. Hvar mynduð þið skera niður ef þið væruð við völd?

Ég myndi persónulega skera niður hjá;
Aðskilja Kirkjuna frá Ríkinu.
Fækka þingmönnum úr 63 niður í 15.
Flatan niðurskurð á launum ráðherra embættum og öðrum. útgjöldum sem koma að ríkinu, þá sérstaklega áfengiskaup utanríkisráðuneytisins.
Skera niður kvikmyndaskólann.
Taka burt listamannalaun.

Lögleiða;
Vændi.
Maríjúana.
Spilavítarekstur.
Afglæpa dóp.

Hækka;
Sjómannaafslátt(Þessir menn eru hetjur)

Ég geri mér fulla grein um að málið er ekki jafn einfalt og að strika einhverjar tölur útaf blaði. Þetta er bara meira svona til að hafa gaman af. Eruð þið með einhverjar fleiri hugmyndir? :)