ókei… ég er með eitt ógeðslega leiðinlegt vandamál!

ég downloadaði svona 50 lögum inná nýja itunes-ið mitt fyrir mjög stuttu… allt lög sem að ég dýrka og ég hlustaði á hvert svona 20x í svona 5 daga…

síðan setti ég nokkra geisladiska inná itunes-ið (sé ekki hvernig það ætti að breyta neinu)

síðan tengi ég ipodinn við og set öll lögin inná ipodinn og allt voða fínt

síðan aftengi ég ipodinn og öll 50 lögin sem að ég var búin að downloada spilast ekki á itunes-inu!!!
það kemur ekki svona upphrópunarmerki við hliðiná,, ef ég klikka á lögin, þá bara kemur apple merkið í efsta gluggann og ekkert gerist :( líka þegar ég ýti á næsta lag, þá bara skippast yfir á lögin sem að eru tekin af geisladiskunum :''(

en síðan fann ég lausn… að tengja ipodinn við itunes og hafa hann bara í og spila lög af ipodnum á itunes-inu… og þetta virkaði vel… þangað til núna! öll lögin sem að voru á ipodnum upphaflega spilast ágætlega en lögin sem að ég downloadaði í nýja itunes-ið virka ekki… aftur!

þau eru ennþá til í file-unum sem að ég save-aði þau á og ég get spilað þau í windows music player, bara ekki í itunes-inu.

þannig að ég tek ipodinn úr sambandi og viti menn… ipodinn virkar ekki!!!! ég á svona ipod nano video, og skjárinn er bara hvítur… það slokknar af og til á honum en síðan kveikist bara aftur á því (alveg óútskýranlegt)

ég er búin að reyna að restarta honum, en það virkar ekki :/

þannig að núna er ég í algerri dilemmu, skíthrædd um að vera búin að missa um yfir 500 lög af ipodnum mínum og hvernig ég á að fá itunes til að spila hin 50 geðveiku lögin mín…


þannig að… kæri hugari, leynist hjálp í þér fyrir unga tónlistarfrík sem veit ekkert hvað hún á að gera til að fá músikina sína aftur? :)
Lastu Þetta?..