Skv. Skoðana könnuninni á forsíðunni finnst samtals 36% fólk (þessa stundina) nauðgun vera verri en morð, seriously? Ég veit alveg að nauðgun er “sálarmorð”, en morð er þegar einhver sviptir þig grundvallar rétti þínum, það að lifa. Ekki nóg með það þá er framið “sálarmorð” á öllum sem standa fórnarlambinu (og gerandanum) nær.

Fórnarlamb hræðilegra nauðgana geta oft lifað lífi sínu nokkuð eðlilega, gifst og orðið hamingjusöm, þó svo að þeim fylgir alltaf ákveðinn djöfull fortíðar. Hinsvegar ef einhver er myrtur þá getur hann ekki lifað sínu lífi. punktur.

Jafnvel þó nauðgun er skelfileg, þá finnst mér forgangsröðunin vera aðeins farin úr skorðum hjá sumum.

Bætt við 10. desember 2009 - 16:06
Svona í alvöru talað, hvað segiði við nauðgunarfórnarlamb sem er glatt að vera enn á lífi: “æjj greyið þú, nauðgarinn gat ekki einu sinni séð sóma sinn í að drepa þig” ?