Ókei, rakst á frétt á mbl.is… Ekkert það merkileg frétt í sjálfu sér en lokaorðin fannst mér frekar spes:


Orkuveita Húsavíkur leitaði nú í vikunni að heitu vatni á hafnarsvæðinu á Húsavík, og fann það án þess að bora þyrfti eftir því eins og algengast er. Að sögn Hreins Hjartarsonar veitustjóra var tilgangur leitarinnar m.a. að athuga hvort hægt væri að ná í snjóbræðsluvatn fyrir nýju stórskipahöfnina við Bökugarð. Heitur lækur fannst á 4 metra dýpi og eru vísbendingar um að hægt sé að dæla talsverðu magni af vatni úr honum.

„Það voru munnmæli um það að heitur lækur hefði runnið út í sjó þar sem Kísilskemman stendur og var grafið niður við horn hennar eftir leiðsögn eldri starfsmanna á bæjarskrifstofunni" sagði Hreinn.

Þegar grafan var komin niður á um fjögurra metra dýpi kom í ljós mikið af volgu vatni sem síðar reyndist vera 33°C heitt. Hreinn segir það heppilegt hitastig til að nota í snjóbræðslukerfi, heilsuböð eða jafnvel krókódílaeldi en við dæluprófun var dælt ríflega 40 lítrum á sekúndu og vísbendingar um að hægt sé að dæla miklu meira magni úr þessari neðanjarðará.



Er virkilega krókódílaeldi á Húsavík eða… Er þetta useless fact?