Stælar eða Stælar eða venjuleg, réttanleg tjáning?
Mig langar að koma þessu efni í grein þar sem ég hef tekið svo extremely mikið eftir þessu og fundist þetta mjög áberandi. Ég vil fá sem flest komment með eða á móti þessari grein (hún er frekar hlutlæg en ég ætla að reyna að vera sem minnst yfirborðskenndur), jæja her I go.

Ég hef skrifað á huga líklega frá því í 8.bekk. Þá bæði verið að skoða þræði og greinar (minna verið í því nýlega, meira verið að skrifa sjálfur).

Það sem ég hef tekið eftir alveg rosalega miklar stælar frá stórum hluta notenda þessara síðu! En ég ætla núna að stoppa við og útskýra hvað ég meina með stælar. Það eru þau tilfelli sem að “þráðshöfundur” (veit ekkert hvað ég á að kalla þetta, þann sem skrifar þráðinn) skrifar eitthvað og skrifin hans eru strax skotin niður eða gert lítið úr þeim og ég myndi eiginlega kalla þetta tuð og niðurrif sem að eru mest áberandi.

Þegar gert er lítið úr viðkomandi er þegar að þú kemur fram með athugasemd og það er gerð tilraun til að láta það líta út sem tómt kjaftæði eða eitthvað heimskulegt (eitthvað sem viðkomandi notanda finnst asnalegt) sem það er að segja.
Skýrasta dæmið er eflaust þegar strákur póstaði á huga að hann væri í alvarlegum sjálfsmorðhugleiðingum (þetta kom í blöðunum og ég las þennan þráð) þar var hann tjáði hann hugurum það að hann væri að pæla í að drepa sig þar var svo lítið (með stóru L-i) gert úr stráknum ég ætla ekki að reyna að lýsa því. Hann féll fyrir eigin hendi stuttu siðar. Það er bara common sense þegar fólk er í slæmu geðrænu ástandi og andlegt jafnvægi þeirra er jafnviðkvæmt og hrátt egg þá er nokkuð augljóst að allar niðrandi athugasemdir gera ástandi miklu verra!

Það þarf ekki að vera huga að kenna með beinum hætti og að minnsta kosti (augljóslega) ekki bara huga að kenna en það er alveg klárt þetta hefur ekki gert hans ástand skárra, eins og strákurinn hefur upphaflega augljóslega vonast til. Vissulega er stór partur af huga-notendum mjög ungir (ég held án gríns að flestir hér séu í unglingadeild grunnskóla, eða amk. mjög margir) en það er ekkert sem segjir að unglingar séu í eðli sínu stælóttir (þetta er ekki impoliteness-syndrome sem þeir ráða ekki við), þroskaleysi er engin afsökun! Það eru til fullt af mjög kurteisum 5 ára krökkum…

En það var eiginlega bara gert grín að þessum þunglynda strák eða hann rifinn niður á annan hátt þegar hann var að reyna opna tilfinningar og leita hjálpar með því að spyrja fjöldann ráða og/eða leita sér nokkurs konar huggunar).
Annað dæmi er t.d þegar ég var að skrifa að mér þætti einhver hegðun spes já notenda og þá fekk ég random komment “andlitið á þér er spes”!

Síðan ef maður gerir fólk kjaftstopp með einhverjum rökum, inniheldur örfáar stafsetningavillur eða skrifar eitthvað sem því þykir ekki spennandi þá er maður kallaður troll. Maður er basicly þá gaur sem hefur gaman að því að búa til vesen.
Þessi dæmi sem ég var að taka eru eins og dropi í hafið (eða dropi í nokkur höf) af þessum leiðindum sem virðist vera mikið um á huga.

Ég var að hugsa meðal annars af hverju það er enginn report takki. Sérstaklega í ljósi þess að ef einelti væri í gangi hér, sem ég útiloka ekki að sé miðað við hegðun notenda almennt.

Þessar athugasemdir eru yfirleitt ekki grín. Það eru engir broskallar, engin greinarmerki eða neitt notuð til að gefa í skyn að þetta sé grín eða kaldhæðni ef því er að skipta.
Auðvitað er málfrelsi fyrir öllu og að segja að eitthvað lag sé ömurlegt á t.d. /tonlist er ekki beint leiðindi en mér finnst að hugastjórnendur megi jafnvel taka á þeim sem eru í því að segja hvað skrifin þeirra séu ömurleg og gera stöðugt lítið úr huga-notendum.
Það yrði þá einfaldlega að gera skýran mun á málefnalegri gagngrýni og vísvitandi tuði. Það er hægara sagt en gert en mér finnst það megi mögulega herða aðgerðir gagnvart „semi-bullies“ eða „full blown bullies“.

Ég sé samt mikinn mun á t.d. /tilvera og /heimspeki;heimspekin er t.d. skárri en margir aðrir þræðir og það virðist einnig fara framhjá einhverjum hugurum að það er til dálkur sem heitir „nöldur“ ;)
Hvað finnst ykkur? Mega hugarar almennt bæta sína hegðun allverulega eða finnst ykkur almennt engin leiðindi vera og þessi grein sé bara eintómt tuð og algjört kjaftæði? :P
Ég vil endilega fá sem flest svör :)