Ég er löghlýðinn borgari, að ég held. Ég ræni ekki eða ruppla, svindla ekki eða stel.
Hef verið með hreint sakavottorð síðan við vorum fyrst hrædd með því að ef það “óhreinkaðist” fengjum við ekki draumastörfin.

En nú er ég ekki svo viss um að ég hafi lengur hreint sakavottorð þar sem ég náðist keyra of hratt. Eða öllu heldur 27 km/klst yfir löglegum hraða. Atferlið náðist á mynd á gatnamótum núna í kvöld.

Ég var ekki að flýta mér, ég hefði alveg náð grænu þó að ég hefði farið hægar en hvers vegna gerði ég þetta?

Sem betur fer þá varð enginn fyrir neinu óhappi en ég hugsa núna, þegar ég bíð 27.000 króna sektarinnar, af hverju hægði ég ekki bara á mér?

Hvernig ætli fólki, sem er valdur að slysi, líði?

Ætli það fái ekki alveg sömu tilfinninguna nema í meira magni? Hvers vegna hægði ég ekki bara á mér?

Bílinn og kraftur hans eru alveg vanmetin fyrirbæri. Við viljum bara komast á milli staða og það er allt í lagi að keyra aðeins hraðar en takmörk eru fyrir því þá komst við fyrr á leiðarenda.
Ég vanmet ekki lengur kraft bílsins og mér líður beinlínis illa yfir þessu. Það er ekki vani hjá mér að keyra of hratt og þess vegna er þetta mér enn ráðgáta.

Hvers vegna hægði ég ekki bara á mér?
Have a nice day