Cannabis - Ekki svo slæmt eftir allt? Þar sem ég tel þetta málefni vera mjög mikilvægt, þá vill ég halda sem mesti umræðu um þetta hér og mögulega er hægt. Þó svo að margir eru orðnir hundleiðir á þessu, þá á þetta allveg jafn mikin rétt á sér eins og aðrar umræður, þó svo að einn sé orðin leiðari á því en hinn.


Cannabis

Hvar stendur cannabis í okkar samfélagi? Hér á Íslandi?
Útum allan heim? Útaf hverju er horft á þetta öðruvísi í öðrum löndum en hér? Erum við að gera rétt? Eða erum við að gera rangt?

Þetta eru nokkrar spurningar sem hægt er að spurja sjálfan sig að þegar það er talað um cannabis. Að samfélagið okkar skuli horfa svona illum augum á eithvað frá nátturunar hendi. Ekki að það sé allt gott frá nátturuni, en þegar það er búið að marg sýna fram á gildið í þessari plöntu, þá ættum við ekki að gera það.
Að við skulum lifa á árinu 2009 og við erum svona miklir ,,Hipocrits" eða hvað hrænsnarar? Það er allveg með ólíkindum.
Að nánast annað hvert barn er gefið rídalín til að róa það niður?
Líður fólki betur að vita, að sprautufíklarnir út á götu sprauta sig með sama efni og ég gef barninu mínu. Bara svo það þegji og verði þægt. Það eru svo margir kvillar í samfélginu hjá okkar að það er ekki einu sinni fyndið og ég gæti verið allan dag um að tala um rétt og rangt.

En málið er Cannabis sem ég vill tala um núna.

Saga Cannabis

Hefur einhver spáð í útaf hverju þetta var bannað í fyrsta lagi?

Fyndið að hugsa um að cannabis var bannað í upphafi útaf pólitískum ástæðum, peningahagsmunum og klíkuskap. Það voru engar vísindalegar staðreyndir gegn því að þetta væri slæmt eða þetti leiddi í slæma hluti. Bannið stendur en og ástæðurnar í dag eru nánast enþá þær sömu. Við ættum nú að þekkja þetta.
Þetta byrjaði allt í bandaríkjunum árið 1937 með Harry anslinger og The marijuaba tax act árið 1937.
Harry Anslinger var maðurinn sem fékkst við að handasama sölumenn og neytendur áfengis á árunum 1920-1933. Þegar bannið gegn áfengi var afnumið árið 1933 í miðri efnahagskreppu, þá sá hann fram á það að þúsundir lögreglumanna mundu tapa vinnuni, einfaldlega það var ekkert fyrir þá að gera annað en að stöðva áfengis notkun og neyslu.
Harry var með allt á hreinu og kom í veg fyrir að þetta mundi fara á þennan veg með því að setja upp The Federal Bereau of Narcotics árið 1932. Þetta var svarið hans við því að þúsundir lögreglumanna mundu ekki tapa vinnuni, þarna fengu þeir eithvað annað til að kljást við.
Það vildi líka svo skemmtilega til að Anslinger var persónulegur vinur Hearts dagblaðskóngsins og Dupont Nælon/gerfiefnaframleiðandanum.
En hefur það eithvað me cannabis að gera? Nælon og gerfiefnin sem voru ný af nálini tóku síðar yfir hamtrefjarnar as in Cannabis sem höfðu verið ríkjandi uppistaða í reipum, vefiðnaðarvörum ofl. Einnig var ný tækni sem var að koma fram sem gat búið til pappírskvoðu úr hamptrejum í stórum skala. Ekki er það nú gott fyrir Hearts sem átti stór ítök í skógarvinnslu as in pappírsvinnslu.

Hampappír er og var bæði betri að gæðum og ódýrari í framleisðu en trjákvoðupappír og ekki sé talað um umhverfisvænni. Þó að slíkt væri ekkert vitað á þessum árum.
Þessir ákveðnu aðilar vildu hampiðnaðin feigan. Bæði Anslinger og hearts skrifuru oftækisfullar áróðursgreinar í dagblöð Hearts gegn Marijuna sem var upprunalega mexicanskt slanguryrði yfir cannabis sem hljómaði ógnvekjandi fyrir fáfróðum hvítingjum. Að sögn þeirra var Marijuna notað af negrum til að tæla hvítar konur til samræðis við sig og ekki var litið fallegum augum á það á þessum tíma. Eftirfarandi eru bókfærðar tilvitnanir í Anslinger þegar hann talaði fyrir þingmannanefnd öldungadeildarinnar árið 1937:

“There are 100,000 total marijuana smokers in the US, and most are Negroes, Hispanics, Filipinos, and entertainers. Their Satanic music, jazz, and swing, result from marijuana use. This marijuana causes white women to seek sexual relations with Negroes, entertainers, and any others.” “…the primary reason to outlaw marijuana is its effect on the degenerate races (=úrkynjuðu kynþættirnir).” “Marijuana is an addictive drug which produces in its users insanity, criminality, and death.” “You smoke a joint and you're likely to kill your brother.”
“Marijuana is the most violence-causing drug in the history of mankind.”[/




Anslinger fór einnig útum allt um bandaríkjin og predikaði þennan boðskap. Það er því söguleg staðreynd að rassima var beitt sem aðalvopnið til að siga fáfróðum almenningi gegn neytendum cannabis í upphafi ofsókna gegn þeim. Og það er enn í gangi í dag og það virðist ekkert ætla að linna. Lögreglan eyðir tugum milljóna í að eltast við þetta efni og við erum að borga þetta.
Frekar vill ég að lögreglan eltist við eithvað verðugt og það er nóg að gera fyrir lögreglumenn heldur en þessar nornaveiðar sem eru í gangi.


Cannabislyf í m.a. tínktúruformi var vel þekkt lyf meðal lækna fram undir þennan tíma en læknum var gert æ erfiðara að ávísa því á sjúklinga sína með skriffinsku sem var komið á í kringum þessi lyf með fyrrnefndum Marijuana Tax Act lögum 1937.
Svo fór að lokum að cannabis var tekið af lyfjaskrá 1941. Amerísku læknasamtökin reyndu að malda í móinn en var hótað og þeir þaggaðir niður.
Cannabislyfin féllu smám saman í gleymsku og tenging cannabis við hina hræðilegu grýlu Marijuana uppdagaðist ekki meðal allmennings fyrr en áratugum seinna.

Í dag eru lyfjafyrirtækin stór Þrándur í götu fyrir rannsóknum á kannabisefnum til lækninga. Þrátt fyrir að THC (tetrahydrocannabinol) hafi verið einangrað og sett á markað sem syntetískt (tilbúið) lyf undir nöfnunum Marinol og Nabilone þá hefur það gefist fremur illa miðað við kannabisefni í heildarsamsetningu sinni.
Vegna þess hve flókin samsetning hinna fjölmörgu cannabínóíða er (þeir eru 64) hefur reynst ógerlegt að einangra þá og raða þeim saman í réttum hlutföllum og þar með að líkja eftir plöntunni.
Efnafræðin er reyndar enn flóknari en þetta og erfið fyrir sérfræðinga hvað þá leikmenn að skilja.
En hér komum við að mikilvæga punktinum í samhenginu sem er að samkvæmt amerískum lögum er bannað að taka sér einkaleyfi (patent) á óerfðabreyttri jurt. Þess vegna eru lyfjafyrirtækin andvíg því að fjármagna slíkar rannsóknir því lítil hagnaðarvon er þar í sjónmáli fyrir þau.
Og ef þú, almenningur, getur sjálfur ræktað nokkra njóla úti í glugga og þannig ódýrt og fyrirhafnarlítið framleitt sjálfur besta fáanlega og öruggasta lyf (núll skráð dauðsföll í sögunni!) við hinum ýmsu meinum, eins og betur er að sannast með hverjum deginum…það þýðir að lyfjaauðhringirnir eru að tapa stórum peningum.
Já, ég meina STÓRUM peningum! Neikvæð ímynd af neyslu kannabis er því afar áríðandi mál fyrir þá.
Medical marijuana hreyfinguna má líta á sem mótspyrnu almennings gegn alræði lyfjafyrirtækjanna. Annað hliðstætt dæmi eru hin áhrifamiklu samtök í Bandaríkjunum, Partnership For a Drug-Freee America. Þeir hafa tvær meginuppsprettur fjármögnunar sem eru áfengisframleiðendur og tóbaksframleiðendur og þeir hafa gríðarlegra hagsmuna að gæta í að undirstrika og leggja áherslu á skilin milli löglegra vímuefna annarsvegar og ólöglegra vímuefna hinsvegar.
Og ólöglegu efnin eru þá vitaskuld mun verri en þau löglegu.

Að fólk skuli ekki sjá hrænsnina í þessu öllu saman, mér finnst það allveg frábært.


Ímynd Cannabis

Þegar það er talað um cannabis við einhvern aðila sem veit ekkert um cannabis og hefur aldrei komið nálægt, þá sérðu fáfræðina sem er í gangi. Ef ég mundi stíga fram og segja ég reykti cannabis. Ég mundi missa miklan trúgverðuleika, fullt af fólki mundi missa traust á mér, ég yrði nokkurn vegin dæmdur ofan í jörðu, einfaldlega útaf ég hef reykt cannabis.

Finnst engum þetta óréttlát? Allar þessar staðreyndir? Allt sem við getum fengið að vita um þetta er beint fyrir framan nefið á okkur? Og við horfum á þetta en svona eins og við gerum?


Upplýsingar um Cannabis


Fólk þarf ekki að leita langt til að afla sér upplýsinga um cannabis. Fólk þarf ekkert endilega að fara reykja cannabis á morgun og þetta breytir lífi ykkar.
Alls ekki, ég er bara tala um hvað það er hægt að nota plöntuna í svo margt, það er læknisskyni, pappírsvinnslu, orkugjafa og plastefni það er hægt að nota þetta í allt og virkilega hagstætt.

Nýting á Cannabis


Við Íslenska þjóðin eigum að taka þessari plöntu með opnum örmum og kreista allt úr henni eins og allt annað í þessu yndislega kapitalisma samfélagi hjá okkur.
Ríkisstjórnin á einfaldlega að taka þetta inn til sín og sjá um þessa plöntu, allt sem tengist henni og öll vinnsla. Það gæti orðið til FULLT af vinnum í kringum þetta.
Tala nú ekki um aðal málið að með þessu þá er íslenska ríkisstjórnin að taka helstu peninga uppsprettu sem hefur verið í ,,undirheiminum" í langan tíma.
Í staðin fyrir að vera eltast við þetta og ná aldrei öllu, þá á íslenska ríkið að traðka þeim útaf markaðnum.
Og ef fólk heldur að þessi markaður sé ekkert stór, þá think again.

Við erum að tala um gífurlegar upphæðir sem er búið að brenna með öllum þessum lögregluböstum upp á síðkastið. Við erum að tala langt yfir milljarð sem þeir hafa hent útum gluggan, ég hefði allveg sætt mig við að þetta hefði farið upp í skuldirnar hjá þessum íslensku víkingum okkar.
Svo tala ég nú ekki um allur peningurin sem kostar að halda lögregluni starfandi á þessum tíma meðan á þessu stendur.
Það eru tugi milljóna sem við erum að borga með skattframlögum okkar.
Allavegana veit ég að það er hægt að nýta peningin mun betur en þetta.


Notkun Cannabis

Maður hefur oft heyrt sögur um þegar fólk prufaði gras í fyrsta skiptið og það upplifði allveg það versta sem það hefur gert og þetta væri bara það versta sem til var.
Auðvitað verður líkamin á þér hissa þegar hann fær einhver efni í sig sem hann er aldrei vanur á fá, heilin á þér veit ekkert hvernig hann á að bregðast við þessum efnum sem eru að koma í líkaman á fólki.
Fólk sem lendir í slæmri reynslu við fyrsta skipti prufa þetta oftast ekki aftur og er það bara þeirra mál, en þeir sem tala um að það sé réttlátt að þetta sé bannað er notturlega út í hött.
Sumir koma verr út úr þessu en aðrir, við erum eins mörg og við erum öðruvísi.
Þetta er rosalega persónubundið og fólk á að skilja það. Það sýnir bara fáfræðina og vitleysuna sem er enn í þessu, sem er allveg ótrúlegt. Við erum greindari en þetta.

Þegar fólk talar líka um sögur þegar frændi minn einar lenti í rosalega slæmri neyslu. Eru það rökin ykkar fyrir því að þetta eigi að vera bannað? Þetta er allt persónubundið, sumir eiga í meiri erfileikum með að höndla cannabis, aðrir áfengi og aðrir eithvað annað, það getur verið allt milli himins og jarðar.
Svo þegar Einar frændi fór í meðferð, þá hafa fullt af hlutum verið partur af því, ekki bara cannabis.

Hlutur sem hefur alltaf verið baggi í cannabis neyslu allavegana hér á landi, að þeir sem reykja cannabis verða óssjálfsrátt félagslegaheftir, einfaldlega útaf fordómunum sem liggja í því að koma in public skakkur eða sýna á sér andlitið í því ástandi sem sumir fara í. Það eru samt ekkert allir sem gera þetta og margir sem láta þetta ekkert trufla sig.
En eins og ég segji, þá gera sumir þetta einfaldlega útaf við erum búin að gera þetta að vandamáli, ef við mutum berjast gegn því að fólk mundi ekki fá kaffið sitt, þá gætum við séð svipuð áhrif. Ef allir þyrftu nú að drekka kaffið sitt í felum, þetta yrði alltaf gert í launasetri.
Það er hægt að nefna fullt af ástæðum fyrir því að það er ekkert endilega cannabis sjálft sem gerir vandan.

Svo er það líka þannig með marga aðila sem fara í meðferð og þeir vilja fá aðstoð.
Þegar fólk er í þeirri stöðu að fara biðja um hjálp við einhverrju þá reynir það oftast að fara auðveldu leiðinna að því. Hvort ætti sá aðili að segjast vera háður cannabis eða einhverju öðru þegar hann fær nánast sömu meðferð við?
Sá aðili hugsar, ég er allvegana að fá hjálp ekki satt?
Í staðin fyrir að fá orðið á sig að vera fíkill á einhverju öðru þá segjist ég vera háður cannabisi einfaldlega til að hlífa sjálfum mér.
Bara til að sleppa við fordómana í þessu, þó að mörgum finnst cannabis vera djöfullinn þá er það mun skárra en hin eiturlyfin í marga augum.

Vandin er ekki alltaf cannabis heldur er það útaf við gerum það að vandamáli.
Finnst ykkur það ekki furðulegt að þetta er eitt af fáum lyfjum sem hefur ekkert dauðsfall útaf neyslu?
Það hefur enginn i heiminum, en þann dag í dag, hefur engin dáið úr neyslu af cannabis.


Áhrif cannabis efna

Það er hægt að neyta cannabis efna á marga vegu, það eru til margar leiðir til að reykja það, sumar hættuminni en aðrar og ein aðferð sem er allveg skaðlaus fyrir þig, þó svo að þú fáir allan þennan reyk ofan í lungun á þér.

Ég held að margir eigi eftir að svara þessu, þá vill ég benda á http://en.wikipedia.org/wiki/Vaporizer

Svo er hægt að gæða sér á góðri köku og það er svolítið öðruvísi heldur en að reykja það, þar sem fólk verður ,,high“ í 3-6 tíma á meðan að venjulegur tími þegar reykt er um 1-2 tíma.
Áhrifin geta oft verið slæm og góð, það fer bara eftir persónuni, stað og tíma, það hefur nánast allt áhrif á hvernig þú átt eftir að verða freðin.
Sumir geta fengið þann slæma hlut sem kallast hvítan, þá verður aðilin mjög kraftlaus, litalaus og manni líður eiginlega bara ekkert vel, enda er þetta oftast nikótínshock utaf illa grilluðu tóbaki.

En reynslan fyrir suma getur allveg verið rosaleg fyrstu skiptin, að upplifa allar þessar tilfiningar sem maður hefur aldrei fundið áður og allt er aðeins öðruvísi en áður, eiginlega allt ,,skemmtilegra” í fyrstu.

En eins og ég hef marg oft sagt, þá er þetta ALLT persónubundið og það er eiginlega ekkert gefið í þessu.


Niðurstaða um Cannabis
Cannabis efnið á fullan rétt á því að vera jafn lögleitt og reykingar, áfengi ofl.
Við værum ekki að taka neina gífurlega áhættu á því að lögleiða þetta. Þar sem allar rökfærlsur gegn því eru út í hött. Við eigum að hafa rétt á því að velja, ef við erum ekki að skaða aðra meðan við erum að því, þá er ekkert rangt við þetta.

Það er minn réttur að búa á Íslandi og það er minn réttur til að velja, allavegana, þá á að vera þannig, það er bara ekki því miður þannig og það þarf að breytast. Ekki útaf því að ég græði eithvað persónulega að því, heldur útaf það er réttur allra til að velja og þann rétt eigum við að berjast fyrir.

Ef fólk höndlar ekki þessa hluti, þá á það bara vita betur, við eigum ekki að þurfa að þjást þó svo einhverjir aðrir gátu ekki höndlað þetta.

Þetta málefni á samt alltaf eftir að vera vafamál, þar sem fræðslan er svo rosalega lítil um þetta, það verður öruglega ekki allveg á næstuni þegar sameiginleg ákvörðun á eftir að verða tekin um þetta.


Lokaorð mín

Ég er ekki með þessari ræðu að kveikja í fólki til að fá það að reykja cannabisefni og ég hvet engan til að gera það, nema þú sjálfur takir ákvörðunina á því, aldrei láta þvinga þig í þá stöðu að gera eithvað þegar þú sjálfur ert ekki tilbúin í það.

Eina sem ég hvet fólk í að gera er að fræða sig aðeins um þetta, sjá hvað þetta býður upp á. Það er svo margt. Ekki bara í tengslum við vímu og annað, heldur hvað er hægt að gera við þessa plöntu, fólk á eftir að missa andlit nokkurn vegin þegar það fær staðreyndir um þetta.

Ég vona að ég fái almennileg svör við þessari grein sem hægt er að svara á almennilegum nótum.

Plús eitt að ég fékk smá bút af þessari grein um söguna af cannabis frá annari grein á netinu, sem ég man ekki allveg hvar var. Einfaldlega útaf því að ég hefði aldrei getað orðað þetta betur sjálfur.
thNdr notar facebot frá www.facebot.com