Molinn - menningar- og tómstundamiðstöð fyrir fólk á aldrinum 16-25 ára

Hvað er molinn:
Tónleikaaðstaða
Listagallerí
Kaffihús
Aðstaða til þess að halda námskeið
Aðstaða fyrir klúbbastarfsemi af ýmsum toga
Staður til þess að tjilla

Árið 2005 samþykkti Kópavogsbær að byggja tómstundahús fyrir ungt fólk og var það svo opnað sumarið 2008. Árið 2005 “var gott að búa í kópavogi” og engar horfur á því að kreppa myndi skella á, var engu til sparað við innkaupin. Kópavogsbær var svo örlátur að kaupa glæsilegt hljóðkerfi til þess að halda tónleika, skjávarpa og dýrindis kaffihús.

Molinn er til fyrir ykkur! Ef þið hafið hugmyndir þá er Molinn tilvalinn. Hægt er að mæta með með dvd-myndir til að glápa á, prjóna, teikna, mála, halda tónleika, spjalla, spila, læra, setja upp listasýningu, ljósmyndasýningu, ljóðasýningu, stofna og halda úti klúbbum, spila fússball, dansa tangó, tefla, tjatta, hanga, sötra kaffi, borða epli, fara á ókeypis námskeið og, síðast en ekki síst, nýta sér þekkingu starfsmanna þegar kemur að menntun, atvinnumálum og fleiru sem fólk nennir ekki að kynna sér en þarf að vita allt þetta og meira til!

Við erum ykkur innan handar ef þið viljið koma einhverju í verk og/eða ef þið hafið ekkert að gera og langar bara ekki að hanga heima.

Hvaða starfsemi myndir þú vilja hafa til að líta við? Endilega komið með tillögur.

Kíktu við og leyfðu Molanum að sykra hjá þér tilveruna!


Kær kveðja, Molinn

www.molinn.is
www.myspace.com/molinn1 og á facebook