104 - Big Gay Al's Big Gay Boat Ride [Breytt 09.06.01] Lýsing:
Þegar Stan lærir að hundurinn hans sem heitir Sparky er samkynhneigður, tapar hann viljanum til að spila í stóra heimaleiknum í rúgbý, þangað til Big Gay Al bjargar málunum.

Persónur í þessum þætti:
Kyle Brofslovski, Stanley Marsh, Kenny McCormick, Eric Theodore Cartman, hundurinn Sparky, Pip, Chef, Tokin, Jimbo Curnz, Ned Grublanski, Clyde, Mr. Garrison, Mr Hat, Bebe, Jesus Christ, Carl (launmorðingi), Big Gay Al, The Mayor, Officer Barbrady, Mrs Cartman, Butters, Ike Moisha Brofslovski.

Hvernig Kenny deyr:
Bolti skýst í hann, síðan togar krakki frá Middle Park af honum hendurnar, síðan lendir annar krakki á honum þannig að hausinn skýst af.

Dulin atriði:
Þegar þeir eru á leiðinni út úr skólabílnum, sýnist sæti bílstjórans vera tómt.
Hús veðmangarans er lítið að utan en stórt að innan.
Ég er að spá í af hverju enginn í Middle Park tekur eftir stóru sprengjunni í lukkudýrinu (Ég held að þeir hafi farið til Middle Parks til að setja sprengjuna).
Þegar þeir sýna áhorfendurna í fyrsta skiptið, sést að sumir eru nákvæmlega eins. Sem dæmi eru Bebe og Butters.
Geimverur eru líka meðal áhorfenda.
Þegar diskóið byrjar í húsi Big Gay Als, er dálítið skrítið að sjá höfrung dansa.

Uppáhaldsatriðið mitt:
Þegar Mr Garrison lætur Stan fá betri einkunn en Cartman og þangað til allir fara úr kennslustund.