103 - Volcano Lýsing:
Dularfull skepna sem heitir Scuzzlebut ógnar veiðihelgi strákanna með Jimbo og Ned.

Persónur í þessum þætti:
Eric Theodore Cartman, Mrs Cartman, Kenny McCormick, Stanley Marsh, Kyle Brofslovski, Ned Grublanski, Jimbo Curnz, Randy Marsh, Chef, The Mayor, Johnson (fyrrverandi starfsmaður bæjarstjórans, var rekinn í þessum þætti), Ted (tók við af johnson), Mr. Garrison, Mr Hat, Scuzzlebut, Patrick Duffy.

Athugasemdir:
Scuzzlebut þurfti ekki að flytja þá yfir; kvikan hefði ekki brætt þá.

Hvernig Kenny deyr:
Skoti er óvart skotið úr byssu Neds og hittir Kenny.

Dulin atriði:
Þegar Randy Marsh er að hringja eftir að hann uppgötvaði að litla nálin var að hreyfast, þá rýkur úr fjallinu, ætti snjórinn ekki að vera bráðnaður?
Hann ætti allavega að vera bráðnaður þegar Stan, Kyle, Kenny, Eric, Jimbo Curnz og Ned eru að elda kvöldmat vegna þess að það er nótt og það var bjartur dagur þegar Randy uppgötvaði reykinn.
Þegar Kenny, Ned og Jimbo Curnz eru að róa í land, er málmstöngin sem hélt sprengjunni ekki þar.
orðtakið “duck and cover” var notað í Seinni Heimstyrjöldinni þegar sprengjuregn var á leiðinni.
Þegar bæjarstjórinn er að útskýra hættuna, þá hefur Officer Barbrady rauðan kross undir skildinum sínum, þegar hann sýnir myndbandið, þá hefur hann það ekki.
Hvíti bakgrunnurinn á Rauða Kross skjöldunum sem fólkið heldur á birtist ekki fyrr en eldfjallið hefur gosið.
Sumir segja að það var villa þegar slysaskot skýst óvart úr byssu Neds vegna þess að Ned gat ekki skotið Scuzzlebut þegar hann kom að honum. Ég held að hann hafi verið að nota aðra byssu en þá.

Uppáhaldsatriðið mitt:
Öll atriði þar sem sagt er “It's coming right for us” og skotið á dýr.