612 – A Ladder to Heaven Strákarnir eru dregnir út í happdrætti nammibúðar og mega þá fá eins mikið sælgæti og þeir geta tekið á 5 mínútum en því miður hafa þeir ekki miðann sem þarf til að innleysa vinninginn. Þeir rifja síðan upp að Kenny hafði vinningsmiðann og reyna að finna hann. Komast þeir að því að Kenny er í krukku. Ákveða þeir síðan að brjótast inn um nóttina, ná í krukkuna og hella úr henni. Þeir halda að það sé bara kakóduft í henni og blandar Eric því í mjólk og drekkur. Síðan byrjar hann að upplifa minningar Kennys. Morguninn eftir fatta þeir upp á því að byggja stiga til himins til að ná í miðann. Foreldrarnir verða sorgmæddir af gleði við að þeir sakni Kenny svo mikið en vita ekki um hinn raunverulega tilgang strákanna. Sigabyggingin nær athygli íbúa um allan heim og er þetta orðið að keppni á milli Bandaríkjanna og Japans um að ná fyrst upp til himins.

Persónur í þessum þætti:
Stanley Marsh, Eric Theodore Cartman, Kyle Brofslovski, Stuart McCormick, Ms McCormick, Randy Marsh, Sharon Marsh, Jimbo Kern, Sheila Brofslovski, Gerald Brofslovski, Ned Grublanski, Marietta Kitchin, Carrie Ayers, Steve Stegman, Herbert Garrison, Mr. Hat, Mayor McDaniels, Johnson, Alan Jackson, Liane Cartman,

Dulin atriði:
Þegar Eric Cartman upplifir minninguna þar sem Kenny fær miðann, þá koma seinustu orðin í hverri setningu ekki sem bergmál, heldur segja persónurnar þau með munninum.

Uppáhaldsatriðið mitt:
Seinasta atriðið.