611 - Child Abduction is not funny Mannræningja tekst næstum því að ræna Tweek og hafa foreldrarnir áhyggjur og vilja aukið öryggi fyrir börnin sín. Auknar fréttir um mannrán valda þeim enn frekari áhyggjum og er ákveðið að byggja vegg í kringum bæinn og er eigandi City Wok fenginn til þess. Honum gengur ekki svo vel þar sem Mongólar eru þarna stutt hjá. Komast síðan bæjarbúar að því að flest mannrán eru framin af foreldrunum sjálfum og byrja þá allir að óttast um börnin og ákveða síðan allir foreldrarnir að senda börnin burt úr bænum vegna öryggis þeirra.

Persónur í þessum þætti:
Tweak Tweek, Tom, Mrs Tweek, Mr Tweek, Eric Theodore Cartman, Stanley Marsh, Kyle Brofslovski, Miðasölugaur, Johnson, Liane Cartman, Sharon Marsh, Randy Marsh, Shelley Marsh, Mr Williams, Tokin Williams, Sheila Brofslovski, Ike Brofslovski, Gerald Brofslovski, Mayor McDaniels, Johnson, Jimbo Kern, Ned Grublanski, Tom (Pabbi Craigs), Mamma Craigs, Mamma Clydes, Faðir Clydes, Ms Williams, Linda Studge, Chris Studge, Twan Ju Kim, Chris, Timmy, Bebe Stevens, Ms Stevens, Counselor Mackey, Wendy Testaburger, Butters Studge, Ms Testaburger, Móðir Mackeys, Faðir Mackeys.

Athugasemdir varðandi þáttinn:
Í fréttinni eftir hafnaboltaleikinn, þá kallar fréttamðurinn hægra megin þann sem er til vinstri Chris og fréttamaðurinn til vinstri kallar hinn Tom. Síðar í fréttinni kallar fréttamaðurinn hægra megin þann sem er til vinstri Tom.

Dulin atriði:
Þegar foreldrarnir koma með börnunum í skólann, þá sést ekkert í foreldra Timmys.

Uppáhaldsatriðið mitt:
Þegar Mongólarnir reyna að brjóta vegginn.