609 - Free Hat Eftir hrein vonbrigði með bíóferð strákanna á Empire Strikes Back, þá ætla þeir að stofna félag sem er á móti breytingum á klassískum kvikmyndum. Nokkuð margir koma á fyrsta fund félagsins vegna misskilnings á auglýsingunni og fær því nýja félagið tvö markmið, koma í veg fyrir að leikstjórar breyta klassískum kvikmyndum og frelsa Hat, barnamorðingjann, úr fangelsi. Félagið fær samt þá athygli sem það þarf því að George Lucas og Steven Spielberg koma fram í sjónvarpsþætti ásamt strákunum. Í þættinum minnir Kyle George Lucas og Steven Spielberg á að breyta Raiders of the Lost Ark en fyrst að sú staða er komin upp, þá neyðast strákarnir til að beita harðari aðferðum til að stoppa þá.

Persónur í þessum þætti:
Miðasali, Stanley Marsh, Kyle Brofslovski, Eric Theodore Cartman, Tweak Tweek, Mr. Tweek, Skeeter, Ranger Bob, Ted Kippel, Steven Spielberg, George Lucas, Wendy Testaburger, Matt Stone, Trey Parker, Coppola, Hat McCullough.

Athugasemdir varðandi þáttinn:
Á eintakinu af Raiders of the lost ark sem fannst heima hjá George Lucas, þá stendur að þetta sé upprunalega útgáfan. Raiders of the Lost Ark kom út 1981 en ekki 1982 eins og stendur á eintakinu sem strákarnir fundu.

Dulin atriði:
Hjá George Lucas, þá má finna myndbönd sem heita “First Day of School”, “First Day of School Digitally Enhanced”, “Wedding Video” og “Wedding Video Digitally Enhanced”. Síðan er líka hægt að sjá myndböndin “Kids First Swimming Lesson” og “Kids First Swimming Lesson w/Digitally Enhanced Weather”.

Uppáhaldsatriðið mitt:
Auglýsingin um endurútgáfu fyrsta þáttarins af South Park og síðan líka þegar þeir herma eftir Raiders of the Lost Ark.