Call of the Simpsons Handrit: John Swartzwelder
Leikstjóri: Wesley Archer

Gestaleikarar: Engin

Taflan: I will not draw naked ladies in class

Um:

Þetta byrjar allt á því þegar Homer verður dáldið öfundsjúkur útí Flanders því hann var að fá sér nýjan Húsbíl með öllu. Homer ríkur úta Húsbílasölu og biður um stærsta og dýrasta húsbílinn, en það endar á því að hann fær sér gamla druslu. Fjölskyldan ætlar í útilegu á druslunni og þau villast aðeins og enda á klettabrún. Öll komastþau útúr druslunni áður en hún dettur niður og springur. Fjölskyldan byrjar að búa sig undir nóttina. Homer, Bart og Maggie fara að leita af hjálp meðan Marge og Lisa byggja skýli, en Maggie týnist fljótt. Skógarbirnir taka hana Maggie að sér. Bart og Homer detta útí á og falla niður foss. Bart byrjar að kvarta undan hungri og fara þeir feðgar að leita sér að fæðu. Svo kemur Homer auga á býflugnabú og veður í það og fullt af býflugum fara uppí hann og stinga, þannig hann getur varla talað, allavega ekki skýrt. Hann hleypur í hræðslu sinni oní fen þar sem einhver myndatökumaður er að mynda fiðrildi og heldur myndatökumaðurinn að Homer sé Stórfótur. Myndatökumaðurinn nær nokkrum myndskotum af honum og svo hleypur hann í burtu með sjóðheita frétt. Daginn eftir er allt fréttalið landsins þarna og er Marge tekin í mörg viðtöl því fólk heldur að hún sé í ástarsambandi með Stórfóti. Svo næst Stórfótur (Homer) og er hann tekin í nokkrar rannsóknir áður en hann fær að fara heim.

Sófinn: Öll hlaupa þau að sófanum og setjast, ekkert annað gerist

Tókuði eftir:

… að Albert Brooks talar fyrir Cowboy Bob, húsbílasölumaðurinn

<a href=“mailto:raggi1337@hotmail.com”>RaggiS</a