The Springfield Files The Springfield Files

Handrit: Reid Harrison
Leikstjóri: Steven Dean Moore

Taflan: The truth is not out there
Sófinn: Þau koma öll fljúgandi inn í stofuna með eldflaugar á bakinu og lenda í sófanum. Maggie kemur aðeins seinna með minni stjórn á eldflaugunum, tekur nokkra aukahringi og lendir svo í fanginu á Marge.

Gestaleikarar:
Gillian Anderson sem Dana Scully.
David Duchovny sem Fox Mulder.
Leonard Nimoy sem hann sjálfur.

Leonard Nimoy hefur þáttinn með því að kynna söguna frá samskiptum Homer's við geimverur. Sagan hefst þannig að Homer er að vanda, hjá Moe að kveldi til. Hann hefur fengið sér nokkra bjóra, og ákveður að labba heim. Á leið sinni sér hann inní skóg einum, sér hann sköllótta glóandi veru með mjög stór augu, sem segir honum að hræðast ekki. Homer verður skíthræddur, hleypur heim og segir fjölskyldunni að hann hafi séð geimveru, en vegna drykkju sinnar trúir honum engin. Homer kemst svo í fjölmiðlana með sögu sína, en þá mæta FBI útsendararnir Mulder & Scully á svæðið. Þau gera ýmsar prófanir á honum, en árangur er enginn. Því þarf Homer að sanna málstað sinn sjálfur, en fær þó Bart til að hjálpa sér. Þeir fara útí skóg með upptökuvél, með það að takmakri að ná myndum af geimverunni. Þeir finna þessa svokölluðu geimveru, og allir bæjarbúar koma til að sjá hana. Þá útskýrir Smithers að geimveran sé engin geimvera, heldur Mr. Burns. Hann sé í læknismeðferð vegna allrar geislunarinnar sem hann hefur hlotið innan veggja kjarnorkuversins.

Tókuði eftir…
…að Fox Mulder er í bikiní sundfötum á mynd sinni í FBI skilríki sínu?
…míkrafóninum efst þegar Leonard Nimoy flýr útí bíl sinn?