Annoyed Grunt Handrit: Ian Maxtone-Graham
Leikstjóri: Bob Anderson

Taflan: I DID NOT WIN THE / NOBEL FART PRIZE

Gestaleikarar: Marcia Wallace sem Edna/Mrs. Krabappel og Frank Welker
sem búgarðsdýrin

Tókstu eftir: Bíll Simpsonana var á flogi yfir
búðinni

Um: Hómer sér mynd/þátt þar
sem maður labbar á fólk með hanska, lemur það
utan undir og segir “ég skora þig á einvígi”
Í myndinni verða allir hræddir og enginn tekur áskoruninni.
Hómer byrjar á þessu og notar þetta við hvert
tækifæri þangað til að einn maður tekur áskoruninni.
Maðurinn kemur heim til Hómers daginn eftir og ætlast til að
þeir berjist þá. Hómer verður skíthræddur
og Simpson fjölskyldan lætur sig hverfa. Þau keyra út
á land og þá man Hómer eftir búgarði sem
pabbi hans átti. Þau fara þangað og búgarðurinn
er algjört hreysi. Þau setjast að og reyna að laga þetta
eftir beztu getu. Hómer er ekki mjög góður bóndi
og skilur ekkert afhverju uppskeran er svona léleg. Hann fær Carl
til að gefa sér smá plútónium. Hann lætur
það á akurinn og daginn eftir er komið fullt af tómötum.
Bart býtur í einn og þá er tóbak inní
tómötunum. Hómer ákveður að kalla þá
“Tómacco” snilldar nafn. Allir vilja kaupa Tómakkó
og líður ekki að löngu þar til að stórfyrirtæki
vill kaupa hana fyrir margar milljarða ísl. kr. Dýrin verða
líka háð þessum ófögnuði og berjast
um hann. Hómer neitar boðinu og segist ekki vilja selja. Þegar
hann kemur svo heim eru öll dýrin búin að klára
tómakkóið og bara ein eftir. Hann tekur þessa einu og
ætlar að selja hana, en þá kemur “Mindy” held
ég, og grípur plöntuna. Hún stekkur uppí þyrluna
og er frekar glöð en það komst ein háð kind með
og þyrlan var svo þung að hún klessti niður og allir
í henni létust. Hómer ákveður að fara bara
heim og takast á við vandann. Ofurstinn skýtur hann í
magann og þannig endar þátturinn eiginlega.


Kv,
Hrannar M.