The Way We Was The Way We Was

Handrit: Al Jean, Mike Reiss, Sam Simon.
Leikstjóri: David Silverman

Taflan: “I will not get very far with / this attitude.”
Gestaleikarar: Jon Lovitz sem Artie Ziff og Mr. Seckofsky.

Sjónvarpið er bilað svo lítið er að gera í húsi Simpsons familíunnar. Marge nýtir þá tækifærið og segir Lisa og Bart söguna frá því hvernig hún og Homer kynntust. Farið er aftur til ársins 1974, þar sem Homer er slúbbert í skóla og Marge búddisti og femínisti. Homer verður hrifinn af Marge og reynir að komast sem næst henni með því að verða einkakennari hennar í frönsku. Marge verður brátt gagntekinn af Homer, en verður þó reið þegar hann viðurkennir að vera ekki frönskukennari, hann hafi einungis leikið kennara til að fá að vera með henni. Hún hafnar boði hans á lokaballið og fer með Artie Ziff, félaga hennar í nörda kappræðuklúbbnum. Artie reynist vera hræðilegur herra á ballinu, og þannig áttar Marge sig á að Homer er sá sem hún þráir.

Tókuði eftir..
…að á fötunni með kjúklingnum í stóð “Shakespeare's Fried Chicken”.
… að strákurinn sem situr hliðiná Marge í einum tímanum er með tölvuúr.
…Pink Floyd the Dark side of the Moon og Led Zeppelin plaggötunum í herbergi Homer's.

DrEvil