Þegar ég var lítil horfði ég oft á þætti sem fjölluðu um einhverskonar snjófólk. Það voru margar persónur en ég man mest eftir galdramanni, húsfreyju, bogamanni og svo voru krakkar. Ef það hjálpar þá var sýnt frá stráki í byrjun þáttarins. Hann er með snjókúlu inni hjá sér. Hann tekur hana upp, hristir hana og svo er súmað inn að kúlunni. Þá er eins og þú sért komin inn í eitthvað snjóland! Svo man ég eftir því að í einum þætti þegar galdramaðurinn var ekki heima náði húsfreyjan í sprotan hans og fór að nota hann til þess að gera öll verkin, svo endaði það með einhverjum ósköpum. Það var líka lítill strákur sem að leit svo upp til bogamannsins og vildi vera eins og hann, bað hann alltaf um að kenna sér á bogann. Maðurinn vildi samt ekki kenna honum fyrr en hann væri orðinn eldri. Mig minnir að þessi strákur hafi svo týnst inni í einhverjum helli í einum þætti...
Ég er búin að vera að leita af þessu út um allt en finn ekkert! Er orðin hrædd um að mig hafi verið að dreyma þetta allt saman!
Ég er samt svo viss um að hafa horft á þetta og verð mjög þakklát fyrir svar :)