Mörgum finnst Behind the laughter vera einn af síðustu frábæru Simpsons þáttunum en mér finnst hann vera hræðileg sóun á góðri hugmynd.

Hugmyndin sjálf er frábær, hafa svona “behind the scenes” þátt um Simpsons eins og þetta séu ekki teiknimyndapersónur heldur leikarar sem gefa svo viðtöl og allt.

Vandamálið er Simpsons þátturinn virðist ekki eiga að vera leikin þáttur heldur raunveruleika sjónvarp. Leikararnir eru fólk úr Springfield að leika sjálfan sig, Simpsons fjölskyldan er bara Simpsons fjölskyldan, Chef Wiggum er Chef Wiggum og Apu er Apu. Þetta er sannað endanlega þegar við sjáum Hómer í sjúkraþjálfun eftir að hafa reynt að stökkva yfir Springfield gljúfrið á hjólabrettinu hans Barts.

Ég held að þátturinn hefði getað verið mun áhugaverðari hefði leikararnir bara verið að leika persónur. Þá gætum við séð þá gjörsamlega út úr karakter í viðtölum, ímyndið ykkur “Wiggum” orðheppinn og snjallan, “Krusty” án farða, “Snake” rakaðann, vel klipptan, kurteisan og sjarmerandi, “Flanders” án gleraugna og mottu með skeggbrodda komandi með klúr komment eða brandara eða þá “Mr Burns” sem indælan gamlan mann sem allir elska að vinna með. Við sæjum kannski Homer, Patti og Selmu æfa atriði, gera mistök og hlægja svo eins og þau væru bestu vinir off camera.

Þannig hefði ég viljað hafa þáttinn.