Topp 10 uppáhalds Futurama þættir mínir. Blessaðir kæru hugarar, mér leiddist alveg ótrúlega mikið og hafði ekkert að gera og fannst mér þess vegna tilvalið að skrifa mína fyrstu grein hérna á /teiknimyndir. Ég ákvað að skrifa um topp tíu uppáhalds Futurama þætti mína, ég fór yfir alla þættina vandlega og komst loks að niðurstöðu með listann minn (aftur tek ég það fram að mér leiddist og hafði ekkert að gera). Þetta er listin eins og hann er akkúrat á þessu augnabliki, hann er alltaf að breytast. Held það séu engir spoilerar, ef það eru þá eru þeir fáir og litlir a.m.k. Ég biðst afsökunar á enskuslettum og villum ef það eru einhverjar.
Njótið vel!


10. Sæti. Anthology of interest I
Í þessum þætti sýnir prófessor Farnsworth, planet express crew-inu nýja uppfinningu sem hann kallar “The What-if machine” sem virkar þannig að maður beinir að henni What-if spurningu (eða “hvað-ef” á íslensku) og vélin sýnir manni hvað hefði gerst.
Bender fær að vita hvernig lífið hefði orðið ef hann væri 500 feta hár, Leela sér hvernig hún væri ef hún væri aðeins hvatvísari og Fry fær að vita hvað hefði gerst ef hann hefði aldrei ferðast til ársins 3000.
Mér finnst þetta alveg magnaður þáttur, þetta er einn af þessum sem maður verður ekki leiður á sama hvað maður horfir á hann oft. Hreint yndislega fyndinn þáttur.

9. Sæti. Fry and the Slurm factory
Fry fréttir af leik sem er í gangi hjá Slurm fyrirtækinu, sá sem finnur “the golden cap” í slurm drykknum sínum fær ókeypis skoðunarferð um verksmiðjuna þeirra og fær að djamma með slurm lukkudýrinu, Slurms McKenzie. Fry svindlar með uppfinningu prófessorsins og vinnur ferð fyrir sig og vinnufélaga sína til verksmiðjunar sem framleiðir uppáhalds drykkinn hans, Slurm. Í verksmiðjunni er ekki allt sem sýnist og þau komast loks að hræðilega ógeðfelldu leyndarmáli.
Þessi þáttur er klassík, algjör snilld. Jafnfyndin í hvert einasta skipti sem ég horfi á hann.

8. Sæti. Roswell that ends well
Planet express gengið er að fylgjast með loftsteinasprengingu (eða einhverju slíku) og Fry notar örbylgjuofninn á meðan til að poppa og einhvern veginn blandast saman krafturinn frá sprengingunni og örbylgjuofninum og sendir þau öll aftur til fortíðarinnar, nánar tiltekið til ársins 1947. Bender og Zoidberg eru handsamaðir af hernum, Fry hittir afa sinn þegar hann var ungur, á meðan reyna prófessorinn og Leela að finna leið fyrir þau heim aftur.
Þessi þáttur er æðislegur, sérstaklega allir Zoidberg kaflar því hann hefur sjaldan verið fyndnari.

7. Sæti. The Why of Fry
Fry finnst hann einskis nýtur og ömurlegur, þegar hann er að ganga eitt kvöld með Nibbler þá talar gæludýrið við hann og tekur Fry með sér til heimaplánetu sinnar þar sem Nibbler of hinir Nibblonionarnir (dýr af sömu tegund og Nibbler) skýra út fyrir Fry að hann sé mikilvægasta manneskjan í öllum heiminum og hann einn geti bjargað heiminum frá tortímingu illu heilanna. Í þessum þætti fáum við líka að vita hvað gerðist raunverulega þann 31. desember 1999 þegar Fry frosnaði.
Algjörlega dásamlegur þáttur. Með rosalegu plotti og twisti og ég veit ekki hverju. Maður þreytist aldrei á að horfa á heilana reyna að eyða heiminum og Fry að stoppa þá á scooter puff Jr. Farartækinu.

6. Sæti. Time keeps on slippin
Prófessorinn verður ævareiður þegar Harlem Globtrotters koma til fólksins í New New York og skora á fólkið í körfubolta og gera lítið úr þeim. Prófessorinn tekur áskorun þeirra og notar stökkbreyttu ofurmenn sína sem hann bjó til, til þess að keppa á móti þeim. En í miðjum leik byrja skrítnir hlutir að gerast. Tímin byrjar bara að hoppa fram og prófessorinn og Globetrotterarnir ákveða að vinna saman til að stoppa þetta því ef þeir geta það ekki þá mun heimurinn á endanum eyða sjálfum sér.
Þessi þáttur er svo frábær á svo marga vegu. Bender er æðislegur í honum að reyna að gerast Globetrotter, Globetrotterarnir eru svo sannarlega sniðugir og endirinn er sérstaklega æðislegur líka … góðir tímar.

5. Sæti. The Farnsworth Parabox
Prófessorinn skapar kassa sem hann segir að sé stórhættulegur og bannar öllum að líta í kassann. Hann lætur Leelu gæta hans yfir nóttina því það á að eyða honum daginn eftir. En Leela freistast til að líta í kassann, hún sogast inní hann og finnur þar aðra vídd þar sem allt er eins og í hennar vídd, og þó ekki. Bender er gulllitaður, Zoidberg er blár og Amy notar ekki sama naglalakk og í hinni víddinni! Allir hittast og vingast við sjálfan sig en aðstæðurnar flækjast mjög þegar Zoidbergarnir tveir ákveða að þeir hljóti ekki næga virðingu og stela kassanum sem getur flutt alla aftur heim.
Frábær þáttur og líklega sá sem ég hef horft oftast á af öllum. Hann er alltaf jafn skemmtilegur.

4. Sæti. The sting
Leela verður reið þegar prófessorinn segir að þau séu ekki nógu góð til að fara í missionið sem drap síðasta “crew-ið” hans og dregur Fry og Bender með sér til að afsanna það. Verkefni þeirra er að fara og ná í hunang sem risastórar og banvænar býflugur framleiða. Þeim tekst þetta og Leela tekur með sér litla býflugna drottningu, en hún er ekki eins meinlaus og hún virðist og býflugan stingur Fry til bana. Sektarkennd hellist yfir Leelu og hún byrjar síðan smátt og smátt að halda að hún sé að missa vitið og sér Fry í draumum sínum og byrjar að halda að hann sé lifandi.
Þetta er ótrúlega frábær þáttur, virkilega ruglingslegur og dularfullur. Endirinn er svakalegur.

3. Sæti. Jurassic Bark
Fry les í blaðinu að fornleifafræðingar hafi endurreist gamalt pizzahús frá 20 öldinni. Þeir Bender fara þangað og sjá að þetta er Panucci's Pizza, staðurinn sem Fry vann á áður en hann frystist. Fry rekur líka augun í steingerfðan gamla hundinn sinn, Seymor og heimtar að fá gæludýrið sitt aftur í hendurnar. Síðan á milli þess sem gerist sjáum við flashbacks sem sýna okkur sambandið milli Fry's og Seymor's.
Ótrúlega góður þáttur og endirinn sorglegur. Ef þú fílar hann ekki þá ertu eitthvað skrítin/n!

2. Sæti. The devils hands are idle playthings
Fry, sem er gjörsamlega ástfangin af Leelu eins og flestir vita, semur við robot devil og þeir skipta á höndum (Fry fær s.s. hendur robot devils) til þess að heilla hana með því að spila á Holophoner (hljóðfæri sem sýnir manni myndir af því sem maður spilar) því Leela hefur sagt að hún heillist að tónlistarmönnum. Fry slær brátt í gegn með þessar nýju hendur og er beðinn um að semja óperu, hann ákveður að semja um Leelu. Á meðan er robot devil, sem er ekki jafn ánægður með handaskiptin og Fry, að reyna að fá Fry til að skipta aftur án árangurs. Svo hann finnur uppá rosalega illu plotti til að fá hendurnar sínar aftur …
Allra síðasti Futurama þátturinn (nema það komi fleiri) og næstbesti að mínu mati. Tónlistin er æðisleg og allar persónur, stórar sem smáar sjást aftur (þó að sumar segi ekki neitt …). Frábær þáttur

1. Sæti. The Luck of the Fryrish.
Þegar Fry finnst hann verða rosalega óheppinn og ekkert takast upp hjá honum, þá man hann skyndilega eftir lukkugrip sem hann átti áður en hann kom til framtíðarinnar. Sjö laufa smári, sem hann fann einn dag þegar hann var að spila körfubolta með eldri bróður sínum, Yancy. Hann fer með Leelu og Bender að rústum heimilis síns þar sem hann faldi smárann en kemst að því að hann er horfinn. Honum grunar sterklega að Yancy bróðir hans hafi tekið hann og reiðist mjög út í hann. Á milli þess sem þetta gerist sjáum við flashbacks sem sýna samband Fry's og bróður hans og sjáum hvað gerðist hjá Yancy eftir að Fry hvarf.
Uppáhalds þátturinn minn, algjörlega sá besti. Frábær. Stórkostlegur. Meistaraverk. Engin þáttur hjá neinni teiknimyndaseríu toppar þennan að mínu mati. Yndislegur þáttur.

Jæja, þá er þetta búið hjá mér. Vona að þið hafið notið lestursins. Þakka fyrir mig.

Bless?
I'm a winner, I'm a sinner. Do you want my autograph?