Þýskaland <img src="http://www.simnet.is/bjornbr/em/thy.gif“></img> 1 - 1 <img src=”http://www.simnet.is/bjornbr/em/hol.gif"></img> Holland

Leikurinn byrjaði frekar rólega, Hollendingar meira með boltann. Þjóðverjar skoruðu þó eftir hálftíma. Kom markið úr aukaspyrnu framarlega á vinstri vængnum. Boltinn beygði fram hjá öllum mönnunum og markverðinum, van der Sar, og beint inn við fjærstöngina. Hollendingum var brugðið en þegar nær dró leikslokum hertu þeir róðurinn og fóru sóknirnar að þyngjast. 35 ára afmælisbarnið Oliver Kahn varði vel, en á endanum náði Holland í gegn. Þegar 10 mínútur voru eftir sendi Andy van der Meyde boltann fyrir og Ruud van Nistelrooy náði að skora úr þröngu færi, með varnarmann í bakinu og markvörðinn með markið næstum lokað. Nistelrooy hafði eiginlega ekkert sést í leiknum en þetta mark sýnir að hann er enginn aukvisi ;) Lokatölur 1-1.

Þýski miðvörðurinn Hamann og Rudi Voeller, þjálfarinn, voru dálítið svekktir yfir úrslitunum. “Mér finnst við hafa átt að vinna. Við vorum að spila betur og vorum dálítið óheppnir.” Sagði Hamann. Oliver Kahn sagði liðið hafa spilað mjög vel en erfitt hafi verið að halda aftur af áköfum Hollendingum í 90 mínútur.

Maður leiksins: <img src="http://www.simnet.is/bjornbr/em/thy.gif"></img> Michael Ballack


Tékkland <img src="http://www.simnet.is/bjornbr/em/tek.gif“></img> 2 - 1 <img src=”http://www.simnet.is/bjornbr/em/lat.gif"></img> Lettland

Það kom mörgum á óvart þegar Lettar skoruðu á lokamínútu fyrri hálfleiks, en Milan Baros missti boltann í sókn Tékka og fengu þeir á sig skyndisókn í kjölfarið sem þeir réðu ekki við. Andrejs Prohorenkovs hljóp upp völlinn eftir frábæra sendingu og gaf fyrir, þar sem Maris Verkapovskis stóð óvaldaður og skoraði örugglega úr markteig. Tékkar, sem langflestir höfðu spáð sigri, sóttu mikið í seinni hálfleik og skoruðu að lokum tvö mörk. Milan Baros skoraði örugglega úr vítateig og svo kom Heinz tékkum yfir þegar 5 mínútur voru eftir. Tékkar áttu sigurinn skilinn, þeir voru 64% með boltann, skutu 28 sinnum í átt að marki og 8 sinnum á það og fengu 13 hornspyrnur. Lettar skutu hins vegar aðeins 2 sinnum á markið og fengu bara 3 hornspyrnur. Hins vegar er alltaf gaman að sjá litlu löndin stríða þeim stærri ;)

Maður leiksins: <img src="http://www.simnet.is/bjornbr/em/tek.gif"></img> Milan Baroš