HM - EM Spurningakeppni 2 ‘07 (20. jan - 2. feb) Þá er komið að HM í handbolta gott fólk. Nú er um að gera að senda inn efni og reyna að auka virkni áhugamálsins. Við fáum ekki mörg tækifæri til að blómstra hér á HM-EM, en þegar tækifæri gefst þá verðum við að grípa það.

Ég geri mér grein fyrir því að handbolti er ekki íþrótt sem hefur náð sérstökum vinsældum á þessu áhugamáli, en í tilefni HM í handbolta finnst mér það skylda mín, sem Íslendingur, að reyna á kunnáttu ykkar í handaboltanum á meðan á mótinu stendur. Látið reyna, gerið ykkar besta. Munið, hvert stig skiptir máli þar sem að stigatafla á Trivia kubbnum sýnir niðurstöður ykkar í þeim keppnum sem fram fara hér. Menn eða mýs? Tími til að sýna það.

Keppnin að þessu sinni mun alfarið snúast um HM í Handbolta. Skipulagið breytist aðeins, en í stað þess að hver spurning gefi mismunandi mörg stig, gefa nú öll rétt svör 1 stig hvort og því 10 stig í pottinum.

Svör við spurningum skulu sendast í skilaboðum til mín, TheGreatOne. Vinsamlegast skýrið skilaboðin ,,Spurningakeppni" eða eitthvað álíka.

HM - EM Spurningakeppni 2 ‘07 (19. jan - 2. feb)

1. Hvað heitir núverandi þjálfari Íslenska landsliðsins í handknattleik?

2. Hver er besti árangar íslendinga í HM í handbolta og hvenær náðum við honum?

3. Hvaða íslenski handknattleiksmaður hefur leikið flesta leiki með landsliðinu frá upphafi?

4. Frá hvaða landi var sá sem setti upp fyrsta reglusettið fyrir handknattleik og hvenær gerði hann það?

5. Hverjir sigruðu heimsmeistaramótið í handknattleik árið 2003 og hvað er athyglisvert við sigurvegarana?

6. Hvaða land hefur oftast borið sigur úr býtum í lokakeppni HM í handknattleik?

7. Hvað er athyglisvert við Túnis og Egyptaland, hvað HM í handknattleik varðar?

8. Hvaða frægi einstaklingur innan handknattleiks-samfélagsins er hér ruglaður: braacab afll

9. Hver er leikmaðurinn á þessu skjáskoti?

10. Hver er leikmaðurinn á þessu skjáskoti?

10 stig alls.