Sælt og blessað veri fólkið
Ég er temmilegur n00b í D&D heiminum en er í litlum hóp sem er búinn að vera að spila núna í vetur - ekki þó eins oft og við hefðum viljað en nóg til að ég er aðeins að læra inná þetta.
Núna hins vegar er ég í vanda því megnið af hópnum er úr bænum í sumar og mig vantar að æfa mig betur og komast betur inn í þetta allt saman. Er búin að vera að lesa playershandbook svolítið og glugga aðeins í monstermanualinn en ég er nú bara þannig gerð að learning by doing hentar mér talsvert betur.
Þá fór ég að velta fyrir mér hvort ekki væri hægt að æfa sig í gegn um einhvern af þessum tölvuleikjum sem byggðir hafa verið á svona kerfum en þetta er svoddan frumskógur að ég hef ekki hugmynd um hvaða leikur myndi henta best fyrir mig til að læra kerfin af.

Þá langaði mig að spyrja mér reyndari menn og konur hér inni hvort að einhver gæti bent mér á góðan leik til að æfa mig á?

Ég vil ekki fara út í að spila online því ég á börn og bara veit að ég myndi enda eins og mamman í “The guild” ef ég tæki þá leiðina og það er ekki efst á óskalistanum. Þannig að einhver leikur sem byggir á sömu (eða í öllu falli svipuðum) kerfum og D&D v 3.5 gerir og ég get slökkt á þegar börnin þurfa á mér að halda er það sem ég er að leita eftir.

Mér þætti ákaflega vænt um ef einhver gæti bent mér á eitthvað sniðugt.
Með hjartans þökk
Tzipporah