Enn á sama máli. Ætla mér nú að skrifa um grein af göldrum sem er iðkuð í þeim heimi sem ég minnist á í “Poroklen” að neðan.

Í útlegð á eyju langt til norð-austurs býr ættbálkur nokkur. Þeir eru afkomendur þeirra sem eitt sinn voru nefndir vefarar, því að ekki nokkur maður gat hugsað sér að spinna flík sem var gæðameiri en það sem vefari gat búið til.

Útlegð þeirra var sökum galdrakukls. Margir vefarar fóru að binda yfirnáttúrulega krafta í vefnað sinn og það þótti mönnum sem ekki gátu svo gert óhugnalegt. Afleiðingarnar voru útlegðin, þar sem vefararnir og allt þeirra hyski sigldu norð austur til þeirrar eyju er í dag heitir Thrath.

Þar gáfu þeir hættulegar galdraleiðir upp á bátinn og tileinkuðu sér árum saman fullkomnun vefnaðsins. Frá þeim spratt falleg þjóð, sem hafði yndi af því að fegra heiminn með söng og tónverkum, þá sérstaklega strengjahljómum, sem svipuðu til vefnaðsins. Þeir sóttust eftir leyndardómum alheimsins með heimspeki, stjörnufræði og guðfræði en aldrei í gegnum töfra.

En það var þeim óvitað að Fritti, guð loftanna sá til þeirra og harmaði hvernig þeim hafði verið refsað fyrir eitthvað sem hefði getað orðið fallegt. Vegir Fritti eru skringilegir, enda gaf hann þeim þá einu gjöf sem þeir vildu lítið með hafa… hann kenndi þeim hvernig þeir skyldu getað töfrað á ný í gegnum strengina og hljóminn.

Leyndarmál alheimsins opnuðust fyrir þeim, því að þeir gátu rýnt í gegnum tíma og rúm, krafta og veruleika, eins og þeir myndu rýna í fatnað. Heimurinn, varð fyrir þeim einn stór, hljómandi vefur

Frá þeim spruttu tvær kvíslar af þeim sem kunnu galdra. Vefararnir, sem notuðust við það gamla, vefnaðinn og bardarnir, þeir sem notuðust við söng og hljóm.

Í dag ferðast vefararnir um öll heimsins horn, rýnandi í hið óhugsanlega og yfirnáttúrulega. Þeir notast við vefnað sinn úr hinum ýmsustu efnum, notandi hann sem eins konar tákn um hæfileika sína, einbeitingarvald. Á meðan nota bardarnir krafta sína til þess að snerta í mönnum hjörtu, færandi þeim unað og ánægju, frið og visku í gegnum fagran söng eða slætti.

En þó eru þeir vefarar og bardar sem nota ekki gjafir Fritti til góðverka. Hljómurinn getur einnig fært ótta og hatur, bræði og stríð á meðan vefararnir kunna þau ógurlegu leyndarmál um hvernig skal breyta raunveruleikanum, menn drepnir án erfiðist, klipptir í burtu eins og þræðir úr vefnaði.

Það er þess vegna sem að það hatur og ótti sem áður bendlaðist við vefarana hefur snúið aftur. Sá vinalegi ættbálkur sem var fyrir stuttu hógvært samfélag er ekki til og er Thrath nú talinn einn hættulegasti staður í veröldinni.

Hví ferðast á stað þar sem rammgöldróttir menn geta útmáð þér og látið líta út sem þú hafir aldrei verið til?

——————

Afsakið ef þetta hljómar furðulega.

Þetta er ein af átta galdrakvíslum sem fylgir heiminum.

Þessir kauðar eru lauslega byggðir á Theurgists úr Ultima 8 og LOOM heiminum.
Spurningar, komment? Gimme!
EvE Online: Karon Wodens