Kæru Hugarar.

Nú vil ég biðja um aðstoð ykkar við lítið verkefni sem ég er að vinna að í frítíma mínum. Þannig er mál með vexti að ég ákvað um daginn að taka aftur upp þráðinn þar sem ég skildi við hann við byggingu spunaheims sem ég var áður að skapa. Þegar ég settist niður áðan og ætlaði að leika mér aðeins við að hripa nokkrar hugmyndir niður á blað um sögu heimsins og einkenni þjóðanna þá datt mér í hug að þið gætuð hugsanlega aðstoðað mig.
Það sem ég vil í raun og veru biðja ykkur um er að segja mér hvað það er sem þið viljið vita um heima og þjóðir og sögu í heiminum þegar þið eruð fyrst að kynnast honum. Hvaða spurningar viljið þið fá svör við?
T.d. Viljið þið vita hver byggingarstíll helstu borganna er? Hver vinsælasti fatastíll meðal þjóða er? Osfrv.
Hverjar eru spurningarnar sem þið viljið fá svör við til að skilja heim sem best?
Nú bið ég ykkur bara að varpa fram nokkrum spurningum fyrir mig til að reyna að svara. Ég get ímyndað mér að þetta geti hjálpað mér mikið við að koma fullkomnari mynd af heiminum niður á blað.
Takk fyrir aðstoðina
“I'm not young enough to know everything”