Jæja hvað finnst ykkur?

Ég er alveg temmilega sáttur, við prufukeyrðum bardaga kerfið og það var ekki flóknara en 3.5 og það tók allt svipaðan tíma.

Ég er samt mest sáttur við það hvernig munurinn á fyrsta og annars stigs persónum er ekki jafn gígantískur og í 3.5. Ég man enþá eftir hvernig það var himin og Haf á fyrsta og öðru stigi, það var alveg ótrúlegt. Í 4th fá flestar persónur svokölluð “bread and butter” hæfileika hjá hverjum klassi og mest notuðu brögðin breytast ekki mikið milli levela. Hit points eru líka ekki í jafn miklu magni og í eldri kerfum, þó svo að persónur geti byrjað með allt að 31-38hp, þá fær hver klass í mestalagi 6 hp á hverju leveli(föst tala mismunandi eftir klössum). Ég tók líka eftir því að skaði hefur hækkað alveg allsvakalega og tveir spilarar eiga alveg sín á milli að geta rifið niður 30-50 hp í einu til tveimur umferðum á fyrsta leveli.

Þetta er öðruvísi og ber ekki sama keim og það d&d sem við höfum spilað seinustu 10-15 ár.

Sjálfur er ég ekki skilin við gamla góða 3.5, við eigum eftir að klára ein tvö campaign í því Bæði Savage Tides og PathFinder bæði góð verk að ég vil minna á.

Eftir að hafa spilað(Ekki skoðað) hvernig finnst ykkur þetta lýta út?