Jæja þá er eftirfarandi í boði á næsta Móti:

STAR WARS( D6 )
Stjórnandi: Birkir
Aldurstakmark:15
Reykingapásur: Fáar
Lýsing: Fyrir longu síðan í vetrarbraut langt,langt í burtu… nú er tími borgarastýrjaldar. Í hinnu mikla Keisaraveldi eru hópar hugrakra frelsisbarátumanna að kljást við öfl einræðis og kúgunar. En barátan gegn hinum illa keisara Palpatine er bara rétt að byrja.


EXALTED 2ed.
Stjórnandi: Bjarni
Aldurstakmark:16
Reykingapásur: Fáar
Lýsing:
"Það er mannsöld hin önnur, og holskefla blóðs og ófriðar ríður yfir Vestrið. Sjóræningjarnir hafa öðlast nýjan konung, og sá er ekki mennskur. Frá óvígu virki sínu á Svartfjallsey stýrir hann blóðþyrstum flota sínum, og hann eyrir engu. Friðelskandi íbúar eyjanna í kring sjá fram á að verða hnepptir í ánauð af ófreskjunni og illþýði hans, eða farast ella.

Þeir kusu þriðja kostinn. Þeir kölluðu á hjálp, og kallinu var svarað. Útvaldar hetjur Sólarinnar sigla nú til móts við ósigrandi her sjóræningja og fúlmennið sem þeir þjóna. Þeir eru vígfimustu kappar sköpunarverksins, meistarar bardagalistanna, seiðkarlar sem eiga engan sinn líka, óttalausir með öllu. Þeir eru hinir Upphöfnu. Hvaða sögur verða sagðar af afrekum þeirra.


GURPS Cyberpunk ( 3ed.)
Stjórnandi: Jens
Aldurstakmark:15
Reykingapásur: Fáar
Lýsing: Undirheima Málaliðar taka að sér verkefni sem virðist einfalt en í einræðis ríki bráðabyrgðarstjórnar norður ameríku er ekki allt sem sýnist.

Skráningarlistinn verður kominn í Nexus á morgunn.

Magnoliafan.