Ég vildi bara benda á þennan class úr Tome of Battle: Book of Nine Swords. Þessi class er svona það sem Fighter týpur með kast vopn langar til að verða þegar þeir verða stórir (að mínu mati).

Auðveldasta leiðin inn í þennan class er að taka 5 levels í Warblade en að sjálfsögðu eru til fleiri leiðir (þetta er leiðin sem ég tók). Bloodstorm Blade getur nefnilega gert Full attack með hvaða vopni sem hann kann á og notað það sem kast vopn, svo seinna geturu eytt swift action til að gera full attack á range með melee vopni eins og melee árás (ég veit að þetta er ruglingslegt en þar sem ég er í vinnunni þá er slökkt á heilanum á mér, jafnvel mér finnst þetta ruglingslegt).

Semsagt minn kall sem er Goliath Warblade (6) Bloodstorm Blade (10), er með large cold iron Holy great falchion of Valour og hann er með 34 í strength. Á þessu leveli get ég sem Bloodstorm Blade notað vopnið sem kast vopn (og það fær Returning hæfileikann sem extraordinary hæfileika) á range incrementi 10' (en með far shot er það 20').
Þetta virðist ekki vera merkilegt EN Bloodstorm Blade hættir ekki þar heldur getur hann gert full attack action með þessu eina vopni með því að henda því og ekki nóg með það heldur get ég notað swift action til að gera þessar kast árásir eins og þær væri melee árásir með öllum þeim feats sem tilheyra melee árásum, (löng setning, þarf að ná andanum), s.s. weapon focus, power attack o.þ.h. og þú getur mixað þeim upp t.d. gert melee og ranged (hugsaðu cleave, ræðst á gaur og droppar honum og í leiðinni hendiru vopninu, ekki viss samt hvernig það myndi ganga, but you get the idea).
Þið kannist við Whirlwind attack? Bloodstorm Blade gengur skrefi lengra, gerir eina árás á alla sem þú sérð (þ.e.a.s. þá sem þú getur mögulega hent vopninu í) á highest attack bonus, og ef þú ert í “Rain of Blood” stance þá fá þeir sem þú hittir 3 í bleed og þeir taka 3 í skaða í hvert skipti sem þú átt að gera svo fremi sem að þú ert enn í “Rain of Blood”. Rain of Blood er sérstök stance frá þessum PrC og maður verður að vera í Iron Heart Stance til að geta notað það.
Svo að lokum þá getur hann notað Martial Single Target strikes á range. Eini gallinn sem ég sé á þessum class er að maður fær ekki allan classinn á Initiator level, semsagt Warblade (6) Bloodstorm Blade (10) er initiator level 11, annars er þessi class með fullan bab, d12 HD og gott fort save.