Næsta mót verður 15.-17. oktober í Húsinu, Akureyri.

Spilað verður 12:00-20:00 laugardag og sunnudag en við höfum húsið frá kl 22:00 á föstudag svo hægt verður að spila bæði föstudags- og laugardagsnótt ef áhugi er á slíku. Einnig verður svefnloft.
Þó verður húsinu sjálfu læst eftir “fasta” spilun og börn yngri en 18 verða þá að yfirgefa svæðið (Þau geta þó verið áfram komi þau með undirskrifaðan miða - er á heimasíðu okkar: rpgak.tk - frá forráðamanni með leyfi um að dvelja yfir nóttina).

Skráning stjórnenda er hafin og þarf að senda inn eftirfarandi upplýsingar á rpg_ak@hotmail.com : Fullt nafn, heimilisfang, kennitala, netfang og símanúmer. Kerfi sem stjórna á (tegund spils), aldurstakmark (ef einhvað er) og hvort eigi að stjórna annað eða bæði sessionin.

Skráning spilara hefst síðan 4. Okt. Hún fer fram á sama máta og skráning stjórnenda á rpg_ak@hotmail.com Og þarf að senda : Fullt nafn, heimilisfang, kennitölu, netfang og símanúmer. Einnig skal tekið fram hjá hvaða stjórnenda óskað er eftir á hvoru tímabili fyrir sig.

Megin reglur mótsins eru þær að allir eiga að mæta í góðu skapi, vímuefnalausir og hegða sér vel *bros*

Nánari reglur og aðrar upplýsingar má finna á heimasíðu mótsins rpgak.tk

Mótsgjald er, sem fyrr, 0,- kr.

Jón Pétur - 8235928
Rósa Dögg - 8638445
Sigurður - 6945120
Þóra Margrét - 8644849