Það er mikið af pilotum sé ég er búin að rekast á á netinu að undanförnu í fínum gæðum. Ég held að framleiðendur þáttana leiki þeim sjálfir á netið til að fá umfjöllum um þættina og skapa eftir væntingu. Í þessari grein ætla ég að fjalla um tvo þætti. Þeir eiga það sameignilegt að vera sci-fi þættir. Enn ég flokka þætti sem erum um vísindaskáldsap sem Sci-fi. Enn greining hérna á huga er sci-fi er það sem gerist í geimnum. Því heroes á heima hérna, held ég að þessir þættir eigi það líka

Bionic Woman (2007):
Mér skilst að þetta sé endur gerð á þáttum, en ég hef ekki nennt að sökkva mér inn í þá sögu. Heldur ælta ég að fjalla um hvað þátturinn er og hvnerig mér lýst á hann.

Þættirnir fjalla um unga konu,Jamie Sommers leikin af Michelle Ryan. Hún sem var í háskóla að mennta sig, enn eftir að foreldara hennar dóu af slysförum flutti 16 ára heyrnlaus systir hennar til hennar,(Becca Sommers leikin af Lucy Hale). Það verður til þess að Jamie hætti í skóla til að fara vinna fyrir sér og systur sinni. Hún vinnur á Bar á kvöldi.
Hún á í ástarsambandi við kennara í háskólanum sem hún var í enn hann kennir siðfræði í læknavísindum.

Þátturinn byrjar á því að þau fara út að borða þar sem hún segir honum að hún sé ólétt, og þá biður hann hana að giftast sér. Á leiðinni heim af veitingarstaðnum lenda þau í slysi, þar sem trukkur keyrir á bílinn þeirra. Hann er óslasaður, en hún er mjög mikið slösuð. Hann fer með hana strax á afskertan stað þar sem ofur sjúkrahús, einvherskonar tilraunarstöð þar sem kemur í ljós að hún mundi missa annað augað aðra höndina og fl. Eins og nafnið á þáttunum gefa til kynna veður þessu redda með vélrænum hlutum, lífræðilegum vélum. Ekki er að sjá á henni eftir þessa ígræðslu að hún hafi vélhluti heldur lítur hún út eins og hún gerði fyrir slysið.

Eins og í öðrum svipuðum þáttum og myndum er það herinn sem stendur á bak við svona þróun og líta á “sökupnarverkið” sem sitt eigið. Og hún þarf að berjast fyrir því að komast í sitt eigið líf.

Með þessum nýjum líkamshlutum kemur máttur sem hún er ekki vön og þarf hún að læra á þessa krafta. Einnig þarf hún að syrgja sitt gamla líf og sætta sig við breytt ástand.

Mér leist ágætlega á þenna pilot, hlakka til að sjá fleiri þætti af Bionic woman. Þar sem þeir virðast gera ráð fyrir hvernig flestir mundu bregðast við því að vera komin með lífræðinlegan vélar hendi án þess að hafa valið það.

Hinn þátturinn sem ég ætla að fjalla um er Chuck. Þessir þættir eru mikið auglýstir út, sé það á öðrum þáttum sem ég er að fylgjast með.

Þættirnir byrja mjög skemmtilega á atrið þar sem tveir nördar eru að reyna að flýja afmælsiveislu Chuck, þar til systir hans kemur og bendir Chuck á að það er ekki gáfulegt að flýja úr eigin afmæli.

Chuck vinnur í búð sem selur tækni vörur, og hann er yfirnörd. Í búðinni er upplýsingar borð sem heitir “nörda hjörðin” og hann fær bíl frá fyrirtækinu merktur sem slíkur. Hann fær sendan póst frá fyrrum skólafélga úr Standford, kvöldið sem parýið er og til að opna póstinn þarf hann að muna lykilorð úr leik sem þeir bjuggu til. Hann nær að opna póstinn og fær sendar fullt af myndum, hann horfir á þetta stjarfur alla nóttina. Hann rankar við sér þegar vekjar klukkan hringir morguninn eftir.

Eftir þetta fer margt að beytast hjá honum, hann veit ýmislegt, eins og hvenær stjórnmála maður kemur í bæinn og hvaða fólk hann þarf að varst. Þessa myndir sem hann sá var saman safn af upplýsingum sem CIA og NSA (mig minnir að það sé skammstöfunin, fyrir innanríkis njóstnadleildina í USA)og hefst þá eltingar leikur milli þessa tveggja stofnnna um að ná aftur gögnunum.

Án þess að fara út í smátriði þá skemmist tölvan hans Chucks og því er hann sá eini sem hefur séð þessar myndir.

Niðurstaða: Já það er margt sem meikar ekki sens í þessum þætti, eins og hversu stór var þessi póstur, til að inn halda öll leindarmál NSA og CIA. Einnig hvnerig mann hann allar þessar myndir og hvernig getur hann lesið úr þeim. Enn ef við lítum fram hjá því, þá er þetta ágætis afþreing. Það er sætur nörd sem fer oft í sturtu, og gella sem er alltaf á nærfötunum (svo augn konfekt fyrir bæði kyninn ;)). Þetta er fyndir þættir sem hægt er að hafa gaman af. Svo ég ælta að gefa þeim séns.

Þar sem ekki er búið að sýna þessa þætti enn í sjónvarpi var erfitt að fá nárai upplýsingar til að láta fylgja með greinninni. Eins og hver leikur hvern, nennti ekki að fletta því upp fyrir Chuck.

Hvet ykkur til að skrifa grein um pilot sem þið hafið rekist á til að benda okkur á þætti sem við hefðum annars misst af.