Friday Night Lights Fyrst þegar vinur minn lét mig fá þessa þætti var ég satt að segja ekkert sérstaklega spenntur. Ég hafi ekki mikinn áhuga á íþróttinni og hélt að þetta væri svona einhvern veginn hundleiðinlegt. En einn daginn þegar ég hafði ekkert að gera ákvað ég að prófa að horfa á fyrsta þáttinn. Eftir það sat ég fastur við skjáinn fram á seinasta þátt og bíð spenntur eftir þeirri næstu seríu.
Þessir þættir eru um Amerískt gagnfræðiskóla(High-School) fótboltalið (auðvitað er þetta amerískur fótbolti). Liðið er staðsett í Dillon í Texas og heitir Panthers, í þessum bæ snýst allt um fótbolta, þar er nánast allt lokað, sjoppur og búðir og fl. á meðan leikjum stendur og eru þessir ungu drengir, hvað þá þjálfarinn, því undir mikilli pressu frá öllum bæjarbúum.
Fyrsti þáttur byrjar með smá kynningu á þessu öllu, þar kemur fréttalið frá NBC og tekur viðtal við stjörnunar í liðinu og þjálfarann og er svo hjá þeim í þessum bæ í einn dag. En þó að fréttaliðið sé þar þá er nú samt venjuleg æfing, og þar er ekkert liðið nema það að leikmennirnir gefi 110% frá sér. Það er því ekki vel liðið þegar einn byrjunarliðsleikmaður mætir þunnur á æfingu og hann fær rækilega að kenna á því. En í enda þáttarins skeður eitthvað það hræðilegasta sem gæti komið fyrir svona fótboltalið sem svo mikið er búist við af.
Allir sem ég þekki og hafa horft á þessa þætti hafa verið fastir við skjáinn og tel ég því að það sé óhætt að mæla með þessum þáttum. Þeir voru allavega nægilega góðir til að láta mig fá áhuga á amerískum fótbolta og byrja að spila Madden.
Þá er bara að vona að þessar íslensku sjónvarpsstöðvar fari að sýna þessa þætti.
Aðalpersónurnar og leikararnir:
Leikari: Kyle Chandler - Hlutverk: Eric Taylor
Þjálfarinn hjá liðinu. Líf hans snýst megnið bara um fótbolta og tekur upp mest allan hans tíma. Hann er þó ekki einhver þjálfari sem reynir að gera allt fyrir leikmennina eins og ef þeir komast í kast við lögin reynir hann ekki að reyna að koma þeim úr vandræðum, heldur refsar hann þeim frekar.
Leikari: Taylor Kitsch - Hlutverk: Tim Riggins
Þessi leikmaður er einhver sá harðasti í allri deildinni. Hann býr hjá bróður sínum og er svona týpískur “tuff-guy”.
Leikari: Gaius Charles - Hlutverk: Brian “Smash” Williams
Þessi er svona dæmigerður “mega-egó”. Hann heldur því fram að hann sé bestur, talar um sjálfan sig í þriðju presónu. Líf hans snýst eingöngu um fótbolta og ekkert annað.
Leikari: Scott Porter - Hlutverk: Jason Street
Stjönuleikmaður liðsins, það er mótað í kringum hann. Hann er þó ekkert of mikill með sig heldur hagar hann sér bara venjulega. Hann er auðvitað með yfir-klappstýrunni, Lyla Garrity.
Leikari: Zach Gilford - Hlutverk: Matt Saracen
Hann er varamaður í liðinu og er fremur feiminn. Hann býr hjá ömmu sinni og sér um hana alfarið því faðir hans er í Írak sem hermaður og móðir hans er dáin. Hann er svona persóna sem virðist ekki hægt að brjóta niður og láta gefast upp heldur tekur bara á hverju sem er.
Leikari: Aimee Teegarden - Hlutverk: Julie Taylor
Hún er dóttir þjálfarans. Hún er svona persóna sem finnst fótboltaleikmenn ekkert spennandi og einhvern veginn svona bara venjuleg unglingsstelpa.
Leikari: Minka Kelly - Hlutverk: Lyla Garrity
Hún er yfir-klappstýra og eins og er skylda í hverjum amerískum sjónvarpsþætti þá er hún auðvitað kærasta aðalgaursins í fótboltaliðinu, Jason Street.
Leikari: Jesse Plemons - Hlutverk: Landry Clarke
Þetta er besti vinur Matt Saracen en hann spilar ekki fótbolta. Hann er mjög góður námsmaður og er bara helvíti skemmtileg persóna. Hann er nýbúinn að stofna nýja speed-metal hljómsveit.
Leikari: Connie Britton - Hlutverk: Tami Taylor
Kona þjálfarans, Eric Taylor, og líf hennar mótast svolítið við það. Hún fær fljót starf sem ráðgjafi hjá skólanum, fyrir krakkana, og maður sér þar oft margt merkilegt sem skeður á þeirri skrifstofunni.
Leikari: Adrianne Palicki - Hlutverk: Tyra Collette
Stelpa sem maður veit eiginlega ekki út á hvað lífið gengur hjá. Hún er ekki góður nemandi og virðist ekki hafa nein áhugamál önnur en að líta vel út og þannig.
USA Today
This heartfelt drama is simply one of the best-acted, best written, best produced shows on television.

Um þættina:
Tegund: Drama
Staða: Verið að búa til nýja þáttaröð
Frumsýnt(í USA):3 Október, 2006
Sjónvarpsstöð í Bandaríkjunum: NBC
Lengd: 40-45 mínútur
Linkar:
Heimasíða þáttanna
Tv.com síða um þættina
Listi yfir þættina(Nöfnin gætu spoilað)
Imdb síða um þættina (Hægt að sjá leikara þar.)