Núna var fyrsta þætti af Allri leið að ljúka, en mér fannst hann bara mjög fínn. Hera Björk og teymi hennar olli mér miklum vonbrigðum í fyrra, en núna voru allir dómarar mjög reyndir og álit þeirra fannst mér vera áhugavert. Reynir var náttúrulega mjög skemmtilegur með Eurovision perlurnar sem hann var að deila og athugasemdir Selmu voru mjög áhugaverðar, enda getur hún sem þrælreynd söngkona gefið betri yfirlit á lögum heldur en flestir. Gísli Marteinn fannst mér vera sístur af dómurunum fjórum, þó að hann hafi verið mjög skemmtilegur líka. Ég held að Felix muni standa sig mjög vel sem kynnir og nýtt snið þáttarinns er mjög frískandi enda var þetta orðið frekar þreytt í fyrra. Yfirhöfuð er ég ekki viss um hvort ég sé sammála dómurunum um Austurríki og Holland, en austurríska lagið hafði mér fundist nokkuð gott þangað til Selma fór og talaði aðeins betur um það og þá fór ég að skipta um skoðun en samt held ég það komist áfram. Hollenska lagið hinsvegar finnst mér vera með betri lögum keppninnar og ég varð fyrir vonbrigðum með Reyni þegar hann talaði ekki um hversu vel því hefur gengið í veðbönkum, en ég tel það pottþétt það komist áfram. 

Yfirhöfuð var þetta mjög skemmtilegur þáttur, en hvað fannst ykkur?