Sælir Eurovision aðdáendur!

Ég setti saman til gamans mína spá um 10 efstu sætin. Mér fannst það mjög erfitt og var mjög óákveðin um þetta. Enda alltaf erfitt að dæma um Eurovision eins og sást greinilega í fyrri undankeppninni þegar Noregur komst ekki áfram þrátt fyrir að hafa verið spáð í efstu sætin. En það er alltaf gaman að pæla í þessu og hér kemur mín spá:


1. Finnland –Já, ég held að Finnland vinni! Þetta
er æðislegt lag með góðan boðskap og textin er
ekki eitthvað bull eins og svo oft. Ég held að
heimurinn sé stefndur fyrir svona lag. Ég verð
mjög sátt ef þetta lag vinnur :)

2. Írland -Ég tel einnig að það sé mjög líklegt að
Jedward vinni þetta..eins ólíkt og það er nú
framlagi finna! Margir eru rosalega hrifnir af
þessum tvíburum, þeir eru líka með skemmtilega
sviðsframkomu og eru mjög vinsælir.

3. Frakkland –Já, ég held það sé komin tími á
klassík í Eurovision! Hann gæti meira að segja
unnið EF hann syngur vel á sviði. Þannig ef hann
verður falskur tek ég þetta til baka, annars held
ég að hann muni ná svo langt.

4. Þýskaland –Ég held því miður að Þýskaland muni
ekki vinna aftur þó ég vilji það. Sumir eru svo
fúlir yfir því að Lena sé að keppa að þeir kjósa
þetta ekki út af því. Auðvitað á bara að dæma
lagið og atriðið!

5. Rússland –Ég valdi að setja Rússland frekar í
top 10 heldur en Svíþjóð. Þetta eru svipuð
framlög, flottur strákur að syngja með flotta
dansara. Mér finnst lagið sem Rússland hefur mikið
betra auk þess sem Rússland er svo stórt land að
það rakar alltaf inn stigum.

6. Eistland –Mjög sérstakt popplag og skemmtilegt
atriði hjá henni.

7. Ungverjaland –Ég spái þessu lagi ekki eins góðu
gengi og flestir. Margir segja að þetta muni vinna
og svona. Ég er sammála því að það sé mjög
sigurstranglegt enda set ég það í top 10, en ég
held það sé of „eurovisionlegt“, ég held að fólk
langi að öðruvísi lag vinni núna :)

8. Georgía –Margir eru að fíla þetta, ég hugsa að
það nái svona langt.

9. Azerbaijan –Þó þau hafi verið fölsk á sviðinu
ætla ég að setja þau hér, því Azerbaijan nær
einhvernvegin alltaf stigum og lagið er mjög
grípandi.

10. Ísland –Já, ég ætla að vera bjartsýn og setja
okkur í top 10! Þetta var svo flott hjá strákunum,
fullkomlega vel sungið og brostu svo sætt í
myndavélina. Svo eru þeir líka með mjög gott lag
:)
An eye for an eye makes the whole world blind