„Þið gætuð álitið sem svo að höfundar vinni ætíð eftir fyrirfram gerðri áætlun þannig að framtíðin sem ákvarðast af fyrsta kafla verði ófrávíkjanlega að veruleika í þeim þrettánda. En höfundar skrifa skáldsögur af óteljandi mismunandi ástæðum: fyrir peninga, fyrir frægð, fyrir gagnrýnendur, fyrir foreldra, fyrir vini, fyrir ástvini; af hégómagirnd, af hroka, af forvitni, til skemmtunar: eins og snjallir húsgagnasmiðir hafa gaman af að smíða, drykkjurútar að drekka, dómarar að dæma, eins og Sikileyjarbúar njóta þess að tæma haglabyssu í bakið á óvini sínum. Ég gæti fyllt heila bók af ástæðum og allar væru þær sannar, en ekki í öllum tilvikum. Við eigum bara eina sameiginlega ástæðu: okkur langar að skapa veröld sem er öðruvísi en samt jafn raunveruleg og sú sem er. Eða var. Þess vegna getum við ekki gert áætlanir. Við vitum að heimur er lífheild, ekki vél. Við vitum líka að vel sköpuð veröld verður að geta staðið óháð skapara sínum; fyrir fram tilsniðin veröld (veröld sem ber utan á sér áætlanirnar) er dauð veröld. Það er ekki fyrr en persónur okkar og atburðir fara að óhlýðnast okkur að þær fá líf.“

John Fowles, Ástkona franska lautinantsins, 13. kafli.

Forever is such a long, long time and most of it hasn't even happened yet.