Verkefni fyrir skólann, þótti gaman af þessu :)

Sílaveiðar

Sólin skein líkt og hún hefði aldrei horfið bakvið fjöllin og ekki sást ský á himni. Hlý gola blés krullað hárið í andlit stúlkunnar og hlýtt vatnið umlauk fætur hennar alveg upp að hnjám. Drullan í botni vatnsins þyrlaðist upp þegar hún kreppti tærnar. Hún smitaðist í kjól hennar sem var hálfvegis ofan í en henni var sama. Henni líkaði hvort eð er aldrei við þennan kjól. Í hægri hendi hélt stúlkan á grænum háf í biðstöðu og skimaði ofan í grunnt vatnið eftir bráð sinni. Ljósgræn augun urðu vör við hreyfingu. Krullurnar blésust framan í hana þegar hún dýfði háfnum snögglega ofan í. Stúlkan brosti í sigursælu þegar háfurinn birtist aftur með spriklandi síli í gininu.
The word ‘politics’ is derived from the word ‘poly’, meaning ‘many’, and the word ‘ticks’, meaning ‘blood sucking parasites’.