Það er oft sem fólk fær mig til að finnast ég ekki mikilvæg og það breytir sjálfsmynd minni. Þá tók ég til ráða að byrja skrifa dagbók og skrifa niður hvernig mér liði. Dagbókin er minn staður til að skrifa niður það sem mig langar til. Með því að skapa sjálfsmynd mína á blað, bjó ég til eitthvað sem sýnir hver ég er. Ástæðan fyrir því að ég velti mér upp úr því hverja tilfinningar mínar eru til sköpunarverksins sem ég hafði búið til var sú að guð skapaði mig nákvæmlega eins og hann vildi að ég væri og þegar ég refsaði sjálfri mér fyrir hvernig ég lít út er ég að senda þau skilaboð til guðs að ég sé að gagnrýna það sem hann hefur skapað. Í rauninni er ég núna að setja mig í spor guðs með því að horfa á sjálfsmyndina mína sem ég hafði málað á blað og hugsa hvernig mér myndi líða ef einhver gagnrýndi listaverkið mitt. Það er oft sem ég gagnrýndi útlit mitt og á þessari stundu langar mig að bæta guði upp fyrir það með því að nefna hluti sem ég er þakklát fyrir í fari mínu. Á hverju kvöldi krjúpi ég við hliðina á rúminu og fer með þrjár þakkarbænir meðan ég held að óskasteininum mínum sem ég hafði málað bleikan. Ég þarf ekki endilega innst í hjarta mínu að vita guð sé til heldur að ég þarf bara trúa. Að trúa hjálpar þér sama hvort það sem þú trúir á sé til eða ekki.