Þetta á að gerast eftir I. kafla http://www.hugi.is/smasogur/articles.php?page=view&contentId=7341646 en upphaflega ætlaði ég að sleppa þessum hluta en… Því lengra sem ég hélt áfram með söguna þá virtist þessi hluti skipta meira og meira máli. Ég ákvað því að senda hann inn. Þótt hann sé dálítið langur.

Allir fóru að sofa um leið og við komum heim frá fjölskylduboðinu, allir nema ég.
Klukkan var að ganga þrjú en ég gat ekki hætt að stara á tölvuskjáinn.
Hann var strax kominn á föstu aftur. Það var varla liðinn mánuður og hann var strax búinn að gleyma mér. Hjartað mitt sökk.
Mig langaði mest að henda honum út af facebook.
Nei, mig langaði að gera miklu meira. Mig langaði að eyðileggja hann.
Eyðileggja hann fyrir að halda fram hjá mér. Útrýma honum fyrir að brjóta mig. Fyrir að rífa úr mér hjartað og henda því líkt og hverju öðru drasli. Helvítis Snorri!
Ætli þessi nýja kærasta hans sé framhjáhaldið?
Ég skráði mig út af facebook, fór á youtube og setti á mig heyrnatólin. Ég hallaði mér sætinu með lokuð augun og reyndi að einbeita mér einungis af tónlistinni.
Loks tókst mér að tæma hugann svo það eina sem var eftir var söngur James Hetfields úr Mettalica. Lag eftir lag bergmálaði í höfðinu á mér.
Yfirleitt leið mér betur en nú gerði tónlistin ekkert gagn.
Ég fann allt í einu að einhver kom inn í herbergið mitt. Opnaði augun og sá útundan mér stjúpsystur mína standa í gættinni.
,,Farðu út úr herberginu mínu Ronja,” sagði ég heldur truntulega og leit varla af tölvuskjánum en hún færði sig ekki. Ég tók heyrnatólin af dæsandi og snéri mér að henni.
,,Áttu ekki að ver sofnuð. Sagði ég ekki líka að….,” þagnaði í miðri setningu þegar ég mætti stórum, tárvotum brúnum augum. Ljósbrúnt hárið stóð í allar áttir og bleiki bangsímon náttkjóllinn var rakur af nýföllnum tárum.
,,Æ, fyrirgefðu hvað ég var hranaleg. Hvað er að Ronja mín?”
Ronja sagði ekki neitt, starði bara örvæntingafull á mig. Ég stóð upp, beygði mig niður og tók hana í fangið og setti hana á rúmið mitt. Hún var létt sem fjöður. Hún var hávaxinn en afar grönn, ólíkt mömmu sinni sem var lágvaxinn og þybbin. Hún var mun líkari pabba sínum sem vildi ekkert með hana hafi.
,,Hvað kom fyrir? Þú veist að þú getur talað við mig Ronja. Við erum nú orðnar systur.”
,,Þér fannst það ekki fyrir tveimur árum. Þá vildiru ekki vera systir mín.”
Samviskubitið nagaði mig. Það virtist svo langt síðan. Það var svo margt sem hafði gerst og breyst.
,,Fyrirgefðu Ronja. Mér þykir það leitt hvernig ég hagaði mér en þá var ég bara heimskur kjáni sem sá ekki hvað þú ert yndisleg. Ég elska þig. Þú ert eina systir mín. Þú ert besta systir sem til er. Uppáhaldið mitt,” ég kyssti hana á kinnina ,Villtu ekki segja mér hvað var að?”
,,Ég fékk martröð,” sagði hún og fór aftur að skæla. Ég tók utan um hana og hún greip í mig eins og hún væri við það að drukkna. ,,Mig dreymdi að stórt tígrisdýr kom og tók þig í burtu og ég sá þig aldrei aftur.”
,,Ronja, það er ekkert tígrisdýr að fara að taka mig,” sagði ég og strauk henni um hárið.
,,Hvernig veistu það?”
,,Tígrisdýr lifa ekki á Íslandi. Þau búa í Afríku og Asíu en ekki hér. Þau myndu strax deyja úr kulda. Ég er líka svo sterk að þau gætu aldrei tekið mig í burtu. Ég myndi bara lemja þau í klessu eins og Lína Langsokkur.”
Ronja sagði ekki neitt en ríghélt í mig.
,,Villtu gista í rúminu mínu í nótt?,” spurði ég. Hún leit á mig og öll tárin virtust horfin líkt og dögg fyrir sólu.
,,Er þér alvara?”
,,Já, auðvitað. Koddu bara með sængina þína og koddann.”
Hún stökk af stað og kom aftur að vörmu spori og stökk upp í rúmið til mín. Hún kúrði sig upp að mér. Ég tók utan um hana og strauk henni blíðlega um hárið.
,,Heba, væriru til í að segja mér sögu?”
,,Æ, Ronja ég er frekar þreytt.”
,,Gerðu það svo mig dreymi ekkert ljótt aftur. Geeerðu það. Plís,” hún starði á mig þessum ómótstæðilegu stóru augum.
,,Þá það, um hvað á hún að vera?”
Hún ískraði af kæta og svaraði: ,,Segðu söguna um smalann og álfkonuna.”
,,Ég er búin að segja þér hana svo oft Ronja.”
,,Já en þú breytir henni alltaf. Hún er aldrei eins hvort eð er.”
,,Allt í lagi, allt í lagi,” sagði ég og dæsti.,,Eitt sinn var ungur smaladrengur. Hann var enginn venjulegur smaladrengur heldur var hann snillingur á flautu en með henni gat hann dáleitt bæði menn og dýr. Í hvert sinn sem smaladrengurinn var búinn að leika á flautuna gerðu kindurnar allt sem hann skipaði þeim.
Hann var svo klár á flautuna að hann hefði getað dáleitt allan heiminn og gerst keisari yfir öllu mannkyninu. Hafði hann áhuga á því?
Nei, aldeilis ekki. Smaladrengurinn, þrátt fyrir hæfileika sína, vildi bara lifa í friði og ró uppi í sveitinni með kindunum. Hann elskaði að liggja í sólinni og taka rólega á móti deginum og öllu sem náttúran hafði upp á að bjóða.
Hann var ekki mannblendinn heldur leið best í félagsskap kindanna og kyrðar náttúrunnar.
Einn dag er hann var á gangi með kindunum heyrði hann undurfallegan söng. Ekkert, hvorki á jörðu né himni, gat komist í hálfkvisti við þessa yndislegu rödd. Ekki einu sinni flautan hans sem heillaði alla upp úr skónum.
Það var líkt og allri þeirri fegurð sem heimurinn hefði upp á að bjóða hefði verið tekin saman og umbreytt í söng.
Hann leitaði raddarinnar það sem eftir var af deginum. Sama hversu hratt hann hljóp og stökk alltaf færðist söngurinn jafn óðum í burtu svo hann komst aldrei nær. Hann hljóp í marga daga. Hann stökk yfir fjöll og fyrnindi en ekkert gekk.
Hann var næstum búin að missa vitið þegar hann kom að tjörn, dúpt inn í dimmum skógi þar sem enginn maður hafði stigið fæti áður. Sólin var að ganga til viðar. Síðustu sólargeislarnir laumuðu sér á milli trjánna og dönsuðu í tjörninni og léku við mjúkt hörind gullfallegrar stúlku sem baðaði sig í tjörninni og söng um leið.
Útlit söngkonunnar var ekki síðra en yfirnáttúruleg röddin hennar. Síðir dökkir hárlokkar hoppuðu um í ljúfri golunni en á milli hárlokka gægðust oddhvöss eyru. Hún var álfur.
Þrunginn af ást steig hann ofan í tjörnina en þá fyrst tók álfkonan eftir honum. Hún þagnaði og starði óttaslegin á hann. Starði á hann með fögrum kolsvörtum augum.
Smaladrengurinn sagði henni að óttast ekki að hann ætlaði henni ekkert illt en hún væri svo falleg. Mætti hann horfa, þótt ekki væri nema stundarkorn, á hana og hlusta á hana syngja.
Hún sagði ekki neitt heldur starði bara áfram á hann.
Smaladrengurinn tók þá upp flautu sína og byrjaði að spila. Þá brosti hún. Dásamlegasta brosi á jarðríki.
Hann steig eitt skref nær og svo annað en þá hvarf brosið og hún hljóp af stað inn í skóginn og hann á eftir. Hann hljóp hraðar en sem aldrei fyrr. Loks tókst honum að nálgast hana. Hann var næstum búin að grípa í hana þegar hún stökk fram af bjargbrún og ofan í djúp gil. Hann rétt svo náði að stansa í tæka tíð og horfði á eftir henni hrapa.
Hann glápti á hana hrapa í svartholið og hjartað hans og lífsvilji sökk með.
Dýpra og dýpra.
Gilið var jafn djúpt og sorgin sem nýsti hjarta hans.
Jafn djúpt og holan sem hjartað skildi eftir.
Smaladrengurinn stóð upp við bjargbrúnina og bjó sig undir að stökkva á eftir henni en þá umbreyttist álfkonan hans í mörgþúsund fiðrildi í öllum regnboganslitum.
Fiðrildinn flugu upp úr gilinu og hrintu honum á jörðina.
Hann heyrði óm af rödd álfkonunnar í vængslætti þeirra.
Fiðrildin flugu hátt upp í loftið en en tvístruðust svo í allar áttir.
Hann horfði á eftir þeim fljúga burt.
Líkt og hamingjan hvarf sólin bakvið sjóndeildarhringinn um leið og síðasta fiðrildið hvarf úr augsýn. Sólinn þó, ólíkt hamingjunni, myndi snúa aftur morgunin eftir.
Aðrir dagar myndu koma og fara en hann myndi hvorki sjá né heyra í álfkonunni sinni framar.
Í hvert sinn sem smaladrengurinn sá fiðrildi á göngum sínum með kindunum var honum hugsað til hennar.”
Ég strauk Ronju blíðlega um vangann. Yfirleitt var hún steinsofnuð í lok þessarar sögu en núna var hún glaðvakandi. Brúnu augun hennar voru galopin og virtust stara á eitthvað langt í burtu.
,,Heba,” spurði hún en leit ekki á mig heldur starði upp í loftið með þessu fjarrænu augnaráði.
,,Já, Ronja. Álfurinn minn.”
,,Ef smaladrengurinn gat dáleitt allan heiminn af hverju gerði hann það ekki?”
,,Hvers vegna spyrðu að því?,” spurði ég forviða.
,,Jú, ef hann myndi dáleiða alla í heiminum gæti hann þá ekki stöðvað öll stríð og komið í veg fyrir að börnin í Afríku myndu svellta og… Gæti hann ekki gert heiminn að betri stað?”
Hún var bara sjö ára kríli og strax orðin svona skörp. Ég brosti af aðdáun.
,,Ég veit að það verður erfitt fyrir þig að skilja þetta Ronja en þar sem þú spyrð,” ég tók djúpt andan og reyndi að finna leið til að orða þetta á sem einfaldasta hátt. ,,Sjáðu til, með því að dáleiða allan heiminn myndi smaladrengurinn fá völd og völd breyta fólki. Þau breyta skoðunum, hugsunarhætti og jafnvel persónuleika. Völd, nefnilega, gefa þér aðgang að ýmsum upplýsingum sem gætu breytt lífi þínu og viðhorfi til frambúðar. Ekki bara það heldur…,” ég dróg djúpt andan. Ronja starði á mig og virtist vera að reyna að skilja.
,,Málið er Ronja að völd gerbreyta fólki á ýmsan hátt. Smaladrengurinn var sáttur með sig og sinn stað í lífinu. Hann vildi ekkert meira. Þú þarft líka að bera svo mikla ábyrgð og berjast við allskyns vandamál þegar þú hefur einhver völd. Sá sem myndi ráða yfir öllum heiminum aleinn fengi aldrei að vera í friði. Hann væri í sífelldri baráttu við það að halda völdunum og lífinu. Skiluru?”
Hún kinkaði hægt kolli en sagði svo: ,,En ef hann var svona sáttur við sitt. Af hverju vildi hann álfkonuna? Skil heldur ekki af hverju hann gat ekki bara dáleitt hana.”
Ég setti hönd undir kinn og vissi ekkert hvað ég átti að segja við þessa sjö ára gömlu systur mína. Hún hafði mig algjörlega skák og mát. Niðurlægjandi en aðdáunarvert á sama tíma. Hún hélt áfram að stara á mig þessum ásakandi augum sem kröfðust svara.
,,Hann gat nú ekki dáleitt hana því hún er álfur. Það er miklu erfiðara að dáleiða þá en menn. Ástæðan fyrir því að hann vildi álfkonuna var af því að hann var yfir sig ástfanginn af henni. Þú kemst að því þegar þú ert orðin eldri,” sagði ég og fitlaði við hrokknu hárlokkana hennar.
,,Einhvern daginn munt þú hitta myndarlegan, yndislegan strák sem þú átt eftir að elska. Þá veistu hvernig smaladrengnum leið.”
,,Eins og þú varst hrifin af Snorra?,” spurði hún.
Það var eins og rakvélablöðum hafi verið stungið í brjóstið á mér.
,,Nú átt þú að fara að sofa unga dama. Ég er búin að segja þér sögu og klukkan er orðin alltof margt.”
,,Allt í lagi þá,” sagði hún, ,,góða nótt Heba.”
,,Góða nótt álfkonan mín.”

Eftir Jóhönnu Margréti Sigurðardóttu
Why be normal, when strange is much more interesting