Fékk smá innblástur af grein eftir lovly um ,,Hvers vegna höfundar skrifa". Þið takið eflaust auðveldlega eftir því.


Ég vaknaði, eða hafði ég einhvern tíman sofið? Þarf maður svefn þegar maður er dauður? Það var eins og ég hefði horfið inn í annan heim og komið aftur árum seinna án þess að muna eftir neinu en þarna lá ég í drullunni undir rótum fjallsins og starði á undarlega himinninn sem breyttist aldrei. Ég hefði allt eins getað legið þarna í nokkra daga, mánuði jafn vel ár. Allt tímaskyn var horfið. Það var enginn munur á degi og nóttu.
Það var heldur aldrei sólskin því það var engin sól. Aldrei rigning, skýjað eða blind bilur. Það var bara þetta dauða logn og örlítil gola sem kom upp úr þurru og strauk vanganna svo blíðlega. Eins og hönd móður að strjúka burt tár afkvæmisins.
Hvar var móðir mín? Ég var dáin svo ætti ekki mamma að birtast og leiða mig inn í himnaríki? Nema þetta væri himnaríki. Hrollur hríslaðist um mig við tilhugsunina að vera hér að eilífu en hvað var þetta?
Ég settist upp, leit í kringum mig og var engu nær. Skrýtið að himinninn var marglitaður en stofn trjánna var enn brúnn og laufblöðin græn.
Undurfallegur söngur barst til mín, á því augnabliki sá ég stórkostlegustu lífveru sem ég hef séð. Hún hafði gylltan, langann arnargogg, appelsínurauðar fjaðrir en stélið var eldrautt. Vænghafið var yfir tvo metra en búkurinn afar lítill. Fuglinn sveif yfir himinninn, tignarlegur og höfðinglegur. Kostulegur en fágaður á sama tíma. Margslungin skepna.
Fuglinn hélt áfram yfir skóginn þar til hann hvarf úr augsýn.
Ég tók á rás inn í skóginn. Ég viss ekki beint hvert ég var að fara, ég bara hljóp af stað. Stök yfir steina og holur. Ég rakst á greinar og laufblöð en tók ekkert eftir því, hélt bara áfram að hlaupa. Ég hljóp svo hratt að ég tók ekkert eftir bjargbrúninni sem var skammt undan. Hvert skref virtist gefa mér frelsi. Hvert hopp, hvert stökk færði mér svo mikla hamingju þar til ég kastaðist af bjargbrúninni. Jörðin fyrir neðan mig færðist nær og nær en ég fann engan ótta.
Svo gerðist það.
Hendur mínar lengdust og umbreyttust í gyllta vængi sem teygðu anga sína í allar áttir, fótleggir mínir urðu að eldrauðu stéli, nakinn líkaminn varð allur hulinn fjöðrum. Ég flaug hátt yfir skóginn og sá þennan skrýtna heim langt fyrir neðan mig. Ég hló af fögnuði. Hló þar til mér verkjaði í magann.
Það var alltof langt síðan ég hafði fundið fyrir slíkri hamingju.
Ef þetta var hamingja í raun og veru?
Þessi sælutilfinning hvarf þó fljótt því ég var ekki lengur fljúgandi yfir fjöll og fyrnindi heldur lá ég í mjúku rúmi bestar vinar míns, Charlie. Hann lá þarna við hlið mér og grét. Súkkulaðibrún húð hans virtist enn dekkri milli hvítra sængurfatanna. Öll þau sjö ár sem ég hafði þekkt hann, aldrei hafði ég séð hann gráta. Við kynntumst í fyrsta skipti í fimmta bekk þegar hann flutti hingað frá Afríku og höfðum verið óaðskiljanleg síðan. Við höfðum auðvitað oft rifist en alltaf sæst aftur en ég hafði aldrei séð hann falla eitt einasta tár. Hann hafði hvorki grátið þegar hann kastaðist fram fyrir sig á hjóli og fékk heilahristing, né þegar eldri strákar höfðu barið hann. Hann hafði aðeins verið þrettán ára en þeir fimmtán.
Ég hafði lent í slysi um áramótin það árið og hluti af hárinu mínu hafði brunnið. Ég þurfti að raka allt hárið af og leit út eins og örvæntingafullur aðdáandi Britney Spears. Eldri strákarnir höfðu strítt mér óeðlilega mikið en Charlie varði mig og reif kjaft við þá og fékk hnefahögg að launum. Hann vældi ekkert á meðan þeir létu höggin dynja á honum. Sýndi engin svipbrigði þegar kennararnir spurðu hann hvað gerst hafði.
Nú lá hann þarna, hjálparvana, berskjaldaður.
Mig langaði svo innilega að taka utan um hann, strjúka burt tárin en ég þorði því ekki. Mig langaði ekki að sjá hönd mína fara í gegnum hann og minna sjálfan mig á að ég var ekki til lengur, allavega ekki í þessum heimi.
,,Heba,” hvíslaði hann ofur lágt ,,ég elska þig. Ég hef alltaf elskað þig.”
Charlie horfði beint í augun á mér um leið og hann sagði þetta.
Gat hann séð mig? Hjartað hamaðist í brjóstinu á mér. Hjartað? Hafði ég eitthvað hjarta? Ekki gat þetta verið hjartað sem sló, ég var dáin. Ætli það sé von? Von um að vera ekki lengur einmana, að geta talað við einhvern, snerta einhvern. Hann snéri sér svo á hina hliðina og vonin brást.
Það hafði bara verið ímyndun að hann hefði raunverulega horft framan í mig.
Ég trúði samt varla að ég hefði heyrt rétt. Drengurinn sem ég hafði þekkt allan þennan tíma. Hann hafði aldrei reynt við mig eða gefið eitthvað í skyn um að hann hefði minnsta áhuga.
Öll þessi ár og nú var það of seint.
Ég starði á bakið á honum og stutt, krullað hárið sem virtist kolsvart á hvítu koddaverinu. Starði á langan hálsinn, kraftmiklu og breiðu herðarnar, tággranna mittið og vöðvastæltu handleggina. Hann var ber að ofan.
Ég hafði alltaf tekið eftir því hvað hann var velvaxinn en leit samt alltaf á hann sem vin minn. Ég færði mig nær honum en þorði ekki að taka utan um hann. Andaði að mér kunnulegri lykt af rakspíra og svita. Ég lokaði augunum og ofur varlega lagði ég aðra hönd mína utan um Charlie. Fann fyrir mjúkri, heitri húðinni og stinnum vöðvunum. Handleggurinn fór ekki í gegn!
Mig langaði að öskra af kæti.
Upp úr þurru fann ég ekki lengur fyrir mjúkri dýnu heldur litlum grasstráum. Ég fann lykt af mold og gróðri, heyrði býflugu fljúga fram hjá og fugla syngja. Meira en allt annað þá fann ég fyrir vindhviðu og hlýjum sólargeislum. Ég opnaði hægt og rólega augun og starði framan í Charlie. Hann lá á bakinu á grasinu við hlið mér og starði upp í loftið. Fallegu brúnu augun virtust skína í sólarljósinu. Hann var ekki leiður heldur var hann brosandi svo sást í mjallarhvítar tennurnar.
Ég leit upp, sá sólina skína og horfði framan í himinnbláman.
,,Hefur þér einhvern tíman fundist eins og þú værir bara sögupersóna í bók?” spurði hann.
,,Hvað meinaru?”
,,Bara, eins og allt þitt líf sé stjórnað af einhverjum öðrum? Eins og einhver sé að fylgjast með þér líkt og sögumaður í bók og hvert smáatriði sem þú gerir sé búið að sjá fyrir fram. Allt sem þú gerir í lífinu, hvert smáatriði, eru bara lítil skref í átt að örlögum þínum. Leit að þínum eigin ásetningi,” sagði hann og leit á mig.
,,Ef þú pælir í því þá eru rithöfundar eða handritshöfundar dálítið eins og Guðir, ef guðir eru til það er að segja. Þeir skapa heim og persónur frá grunnni, stjórna örlögum sögupersóna sinna, vita hvað allir eru að hugsa og hvert framhaldið verður því þeir þekkja allt verk sitt út og inn. Öðruvísi gætu þeir ekki séð hvað framundan er.
Höfundur ræður hverjir fæðast og deyja. Samt er sköpunarverk hans ekki fullkomið fyrr en sögupersónurnar fara að óhlýðnast honum. Þær verða að fá frjálsan vilja. John Fowles sagði að það er ekki fyrr en persónur okkar og atburðir fara að óhlýðnast okkur að þær fái líf.” Charlie talaði með svo miklum ákafa að maður gat ekki annað en heillast af þessum íhugunum.
,,Þrátt fyrir að rithöfundar eða guðir hafi ekki gallalausa stjórn á sköpunarverki sínu þá getur enginn forðast hlutskipti sín,” lauk hann svo loks máli sínu.
Ég þagði um stund og velti orðum hans fyrir mér.
,,Þýðir það ekki að allir rithöfundar hafa brjálæðislegt mikilmennskubrjálaði og God-complex?”
,,Reyndar,” sagði hann hlæjandi. ,,Þeir skrifa samt líka til að koma fram boðskap.”
,,Ok, þá. Ef Guð eða goð eru líkt og rithöfundar, hver er þá boðskapurinn með heiminum? Það að maðurinn er of grimmur til að geta nokkurn tíman lifað í friði með öðrum mönnum? Kannski er boðskapur í kaldhæðninni að Guð gerði okkur, mennina, að greindustu sköpun sinni en líka þá illskeyttnustu. Það eru engar skepnur sem ráðast jafn mikið á sína eigin tegund og manneskjan. Er það kannski boðskapurinn? Að tilgangur lífsins sé sú að eyða hvort öðru?”
Við sátum í þögn og horfðum á skýin liðast hjá.
,,Þetta var nú bara pæling. Þú þurftir ekki að taka þessu alvarlega,” sagði hann. Dökk brún húðin virtist glansa í sólinni.
,,Æ, fyrirgefðu að ég eyðilagði speki þína með þessu þunglyndishjali. Það bara í hvert skipti sem ég kveiki á sjónvarpinu þegar frétta tíminn er eða þegar ég fletti dagblaði þá…,” sagði ég og dæsti mæðulega.
,,Ég veit hvað þú meinar. Einmitt þess vegna verð ég að trúa að það sé eitthvað annað.”
Ég tók utan um hann með lokuð augun og þrýsti honum að mér og hann faðmaði mig á móti.
Ég gat faðmað hann? Ég fór ekki í gegn. Hvernig gat það verið?
Þetta samtal hafði líka verið svo kunnuglegt.
Eins og déjá vu.
Ég sleppti takinu á honum, opnaði augun og hann var horfinn. Ég sat alein, tré voru allt í kringum mig og fyrir ofan mig var marglitaður himinn.
Þetta hafði bara verið minnning.
Við höfðum legið þarna í grasinu og rökrætt um þetta fyrir meira en hálfu ári síðan.


Jóhanna Margrét Sigurðardótti
Why be normal, when strange is much more interesting