Þetta er jólasaga sem ég skrifaði fyrir Jólasögusamkeppni í skólanum (og vann fyrstu verðlaun fyrir, I might add,) og mér langaði að senda hana hérna inn, til að sjá hvað ykkur myndi finnast um hana. Enjoy!


Hver er besta gjöfin?

Engillinn Sariel andvarpaði, og leit niður af þaki ráðhússins yfir markaðinn, þar sem mennirnir voru uppteknir í jólainnkaupum. Nokkur börn í garðinum í íbúarhúsinu til hliðar voru að búa til snjókarl, og Sariel velti því fyrir sér hvenær hann hafði síðast gert einn slíkan sjálfur.
Hann virti líka fyrir sér sjúkrabílinn, sem renndi í hlað. Hjón á fimmtugs aldri höfðu fyrir slysni keyrt á unglingsstúlku, sem hafði verið á leiðinni yfir gangbraut. Hann fylgdist með sjúkraliðunum koma stúlkunni fyrir á börum, og bera hana inn í bílinn, og keyra svo burt eins hratt og unnt var.
Virtu nú Sariel aðeins fyrir þér. Hann er með rautt hár, stutt, enn dálítið síðara að aftan, blá augu, hávaxinn og langur. Hann er klæddur í bláar gallabuxur, þrátt fyrir kuldann, og ljósbrúnann frakka.
Hann er svolítið horaður, sem gæti stafað af of mikilli kaffidrykkju, og áti á ruslfæði, í stað þess að borða eitthvað uppbyggjandi.
Hey, englar þurfa líka að borða!
Í rauninni, þá væri auðveldlega hægt að mistaka hann sem venjulea manneskju. Það er að segja, ef ekki væri fyrir gríðarstóru, hvítu vængina sem uxu út úr bakinu á honum.
Hann lét sig svífa niður af þakinu og niður á torgið, fæstir tóku eftir honum (menn sjá venjulega ekki það sem þeir halda að geti ekki staðist) nema ein unglingsstelpa, sem stóð í útjaðri þvögunnar og fylgdist með sjúkrabílnum.
Sariel lenti, og gekk til hennar.
,,Erna Lind Tómasdóttir?” Spurði hann.
,,Já?” Svaraði hún.
,,Þú þarft að koma með mér,” sagði hann.
Hún svaraði ekki í nokkrar sekúndur, fylgdist bara með stelpunni á börunum. Reyndar var þetta hún sjálf, sem lá þarna. Svo leit hún upp.
,,Ég er dáin, er það ekki?”
Sariel kinkaði kolli. ,,Ég er hér til að fylgja þér þangað sem þú vilt fara,” sagði hann.
,,Meinarðu að ég ráði því?” Spurði Erna.
,,Ó, já. Himnaríki, Paradís, Nirvana, endurfæðing… Svo getur líka verið að þú sért ekki trúuð, og ákveðir að eftir dauðann sé ekkert…”
,,Það er nú aldeilis…”
,,Segðu mér það,” sagði Sariel, og lyfti augabrún.
Erna hélt áfram að horfa á slösuðu stelpuna, eða sjálfa sig.
,,Ertu að koma?” Spurði Sariel.
Hún svaraði ekki. Svo sagði hún: ,,Það er svolítið sem ég þarf að gera.”
Sariel andvarpaði. ‘Ein af þessum,’ hugsaði hann.
,,Hey, ef þú ert að hugsa um eitthvað eins og að koma aftur sem draugur og ofsækja einhvern sem þér er illa við, eða eitthvað svoleiðist, þá get ég ekki hjálpað þér,” sagði hann.
,,Það er allt í lagi,” sagði hún. ,,Ég þarf að koma svolitlu til skila.”

***
,,Erna,” sagði Sariel. ,,Ég veit að þú telur þetta mikilvægt, ég veit að þar sem þú ert dauð, þá ert þetta síðasti sénsinn þinn, og ég veit að þú vilt ekki sleppa þessu, en það þíðir ekki að það réttlæti það að brjótast inn í hús!”
,,Suss! Ekki tala svona hátt! Það getur einhver heyrt í þér!”
,,Þú ert dauð, og ég er… Eitthvað annað. Auðvitað heyrir enginn í okkur!”
,,Þetta er hvort sem er mitt hús,” sagði hún, án þess að hirða um það sem hann sagði. ,,Ég ætti ekki að þurfa að brjótast inn, ég hélt að dáið fólk ætti að geta gengið í gegnum veggi?”
,,Það ertu afturgöngur,” svaraði Sariel. ,,Það er ekki það sama.”
,,Æi, hvað um það. Nú þarf ég bara að komast upp í herbergið mitt… Fyrrverandi herbergið mitt… Og finna gjöfina.”
Sariel hleypti brúnum. ,,Gjöf?”
,,Þetta er jólagjöfin til foreldra minna,” sagði Erna, án þess að líta á hann. ,,Mér langaði að minsta kosti að þau fengju hana.”
Sariel sagði ekkert, en elti hana bara þegar hún fór upp stiga hússins, og inn í herbergið hennar. Þetta var ósköp venjulegt herbergi. Ekkert sérlega stórt, og ekki mikið í því.
Erna kraup við rúmið, og dró snyrtilega innpakkaðan jólapakka undan því, ekki stærri en venjulegur kaffipakki.
Hún virti hann fyrir sér. ,,Þetta er uppáhalds kaffið þeirra. Það kostar alveg heil ósköp, einn pakki, en það er náttúrulega…”
Hún þagnaði. Svo leit hún niður á sjálfa sig. Hún virtist vera að dofna.
,,Hvað er að gerast?” Sagði hún, og hvarf svo með lágum hvelli, og tók pakkann með sér.
Sariel horfði á staðinn sem hún hafði staðið á nokkru fyrr. Svo tók hann upp farsímann sinn.
,,Rafael, er þetta það sem ég held að þetta hafi verið?”
,,Jamm,” svaraði tækniengillinn. ,,Svo virðist sem sálin hafi kastast úr líkamanum, þegar hún lenti í árekstrinum, og nú sé líkaminn að toga í hana.”
,,Þýðir það?..” Spurði Sariel, án þess að klára setninguna.
,,Jamm, það lítur út fyrir að hún hafi hreint ekki verið svo dauð.”

***
Erna opnaði augun. Hún lá í mjúku rúmi, og hana verkjaði um allann skrokkinn.
‘Hvar er ég,’ hugsaði hún. ,Er þetta kannski Himnaríki? Nei, það getur ekki verið svona sárt, að fara til himna…”
Hugsanir hennar fóru ekki lengra, því að hún heyrði einhvern snökta við hliðina á sér. Hún snéri höfðinu að grátnum, sem vakti athygli mömmu hennar, sem sat á stól við hliðina á rúminu og snökti, með hendurnar fyrir andlitinu. Pabbi hennar sat við hliðina á henni, og hélt utan um axlirnar á henni.
,,Mamma, er allt í lagi?” Spurði Erna hana áhyggjufull á svipinn.
,,Þú ert vöknuð,” stamaði mamma hennar loks út úr sér. ,,Guði sé lof, við vorum svo hrædd um þig!” Svo brast hún aftur í grát.
,,Svona, svona, Sísí mín,” sagði pabbi hennar, og reyndi að hugga konuna sína, þó að honum tækist ekki að leyna því, að hann var álíka hrærður sjálfur. ,,Læknirinn sagði að það yrði í lagi með hana, hún verður útskrifuð af spítalanum eftir tvær vikur.”
Það var næstum hægt að sjá ljósaperu birtast fyrir ofan höfuðið á Ernu.
,,Þá komumst við heim í tíma fyrir jólin,” sagði hún. ,,Sem minnir mig á það, ég…” Svo þagnaði hún. Það hafði líklega bara verið draumur hvort sem er, eða bara einhverskonar nær – dauða – reynsla.
Þá tók mamma hennar eftir einhverju á sænginni hennar. ,,Hvað er þetta,” spurði hún, og lifir upp jólapakka á stærð við kaffipakka, snyrtilega innpökkuðum. ,,Ég hefði geta svarið að þetta var ekki þarna áðan.”
Erna starði bara í smástund. Svo sagði hún: ,,Þetta er jólagjöfin frá mín til ykkar. Hún er ekkert rosalega stór, eða dýr, eða neitt, en…”
Pabbi hennar tók fram fyrir í henni. ,,Vina mín, við þurfum ekki neina aðra gjöf. Sú gjöf, að þú skulir vera heil á húfi er besta gjöf sem við hefðum nokkurn tímann geta fengið.”

***
Tveimur vikum síðar fylgdist engillinn Sariel með Ernu og foreldrum hennar ganga út úr sjúkrahúsinu, og brosti út í annað. Svo flaug hann á brott, og fór að gera hvað svo sem englar gera þegar þeir eru í jólafríi.
Þegar Erna leit upp, sá hún rétt í hvítar fjaðrirnar á honum, áður en að hann hvarf úr augsýn. Svo brosti hún líka.