Og mikil lifandi ósköp langaði mig að verða vinur þinn, kanski ef þú hefðir talað við mig undir öðrum kringumstæðum.

Ég lá í fanginu á þér, nakin, bæði á líkama og sál, búin að upplifa mest rómantíska andartak lífs míns.Ekki það að þau hafi verið mörg, þetta var bara svo öfga falleg stund.

Með lokuð augun brosti ég, þú leist á mig, horfðir á mig í töluverða stund og sagðir við mig að þú héldir að hugsanlega ættum við bara að vera vinir.

Jú, sannleikurinn felur sig ekki, það er samt vitað að við verðum aldrei vinir, saklaust vinalegt kúr breytist einhvernvegin alltaf í eitthvað sem er kanski ekki eins saklaust og als ekki vinalegt.

Og hvað ég hataði þig á þeirri stundu, þegar þú hélst utan um mig og sagðir við mig að það væri í lægi að gráta.

Hvað fékk þig til að halda að ég myndi eyða tárum mínum í þig, þegar ég hef eytt svo mörgum stundum grátandi vegna þín? ég hef merkilegri hluti til að gráta vegna.

Og hvernig þú leist á mig, með stóru bláu augunum þínum sem ég elska svo undurblýtt, augun sem fyrir svo stuttu lýstu þrá og yfirmáta mikilli hrifningu sýndu nú bara vorkunn.

Ó, hve ótrúlega niðurlægð ég varð.

Og þegar þú sagðir mér að þér þætti svo undur vænt um mig, þá sá ég rautt, ég varð svo ofboðslega reið.

Hvað helduru eiginlega að þú sért? Þú ert ekki virði tára minna, og þú ert alls ekki þess virði að mér fynnist ég þurfa væntumþykju þína,hvað þá vorkunn.

Áttaðiru þig kanski alltíeinu á því, eftir að hafa haft ár í að meðtaka það, að þú ræður ekki við að elska manneskju með svo djúp sár í hjartanu, vegna atburða sem hún aldrei vildi gera, og vegna þeirra sömu atburða hefur þú haldið utan um mig og tárin mín langt frameftir nóttu, huggað mig.

og þegar ég leit í augun þín, datt mér ekki í hug að gráta, öskra eða hlægja, ég þagði bara, sagði þér að stein halda kjafti, og fór að sofa.

Hve lifandi ósköp var ég því fegin að ég hafði lært að slökkva á tilfinningum mínum.

dagin eftir hélstu enþá utanum mig, helvítans hvað það var gott.

Ég klæddi mig og gekk út, helvítis fífl ertu að elska mig ekki.



Ástar þakkir fyrir eldamennskuna


Hve lifandi ósköp
langar mig til að semja ljóð
um þennan tilfinningalega hrærigraut
sem þú eldar handa mér með stakri prýði
__________________________________