Ég stend og horfi í eldinn, í fyrsta skipti á æfinni er ég ekki hrædd um að glóðirnar fari í augun mín, tárin eiga hvorteðer eftir að stöðva ferð þeirra.

Ég stend bara og horfi, það er líka fátt annað sem ég get gert, stend ein, en er þó í kringum fullt af fólki sem ég þykist þekkja…

“Flestir menn eru slæmir” sagði einn af þessum grísku heimsspekingum, sumir eru ósammála þessu en ég ég þó sammála þessu, sem hræðir mig, því að í leiðinni er ég að segja að ég sé slæm, þó að hann hafi sagt flestir.

Vinir eru alltí kryngum mig, fólk sem þykist þekkja mig, en í rauninni þekkir það mig ekki neitt, rétt eins og ég þekki það ekki neitt, bara svona fólk sem maður segir hæj við og hangir með á svona stundum, sannir vinir? Ó nei… Ég er slæm manneskja og það eru flestir í kringum mig líka.

Það skiptir engu máli þótt að mínúturnar hafi verið tvær eða fimmtíu, þar sem eldurinn varð einhvernvegin hluti af mér, á þessarri stundu óskaði ég þess að mínúturnar myndu verða endalausar. Það skipti engu máli þó í kringum mig væri fólk sem ég vildi þekkja, fólk sem vildi þekkja mig eða fjölskildan, ég stóð bara þarna. Föst í minni eigin geðveiki, eldurinn var ég.

Ég er veik, ekki þannig veik að það sjáist utan á mér, ekki þannig veik að þetta er ekki eitthvað sem hægt að er lækna ég er þannig veik að ég á aldrei eftir að getað lifað eðlilegu lífi, svona eðlilegu eins og fólkið á móti lifir. Það er eins og ég búi á tunglinu og allir aðrir sem ég þekki á jörðinni, hvernig í óskupunum get ég átt samleið með einhverjum? Afhverju hafa læknar og vísindamenn ekki fundið lækningu fyrir fólk sem er ófært um að elska?

Ég hef aldrei verið lamin, amk ekki þannig að það sjáist utan á mér. Mörg höggin hef ég samt fengið á mína veikustu parta innan í mér og samt stend ég alltaf bara þarna, eins og hlutirnir eigi bara að vera svona, stundum eiga þeir líka að vera svona, stundum átti ég þessi högg skilið.

Fyrirgefningin kemur samt alltaf, þrátt fyrir að ég liggi í sárum mínum, al blóðug og ósýnileg, ég leyfi engum að sjá, ég geng í læstri brynju, sem ég er löngu búin að henda lyklinum af. Ég lygg þarna, í sárunum mínum ósýnilegu og fyrirgef þeim sem gaf mér þau, stundum þakka ég auðmjúklega fyrir.

Ég stend og horfi í eldinn, í annað skiptið á æfinni er ég ekki hrædd um að glóðirnar fari í augun mín, tárin eiga hvorteðer eftir að stöðva ferð þeirra, ég græt og um leið brosi ég, þrátt fyrir allt þá er ég mannleg, það er mannlegt að gráta.



Einmanaleikinn

Finnuru það þegar kaldur vindurinn snertir kynnar þínar…
Hver rosalega ósjálfbjarga og máttlaus þú ert?

Finnuru það þegar sá sem elskar þig smellir kossi á varir þínar…
Hve heitt þú vilt getað elskað á móti?

Finnuru það þegar hálkan steypir þér niður á blauta götuna.
Hve sárt það er að hafa engan til að hjálpa manni upp?

Finnuru það þegar þú situr í myrkrinu með þegjandi gsmsíma í fanginu.
Hve heitt þú óskar þess að einhver hringi?

Finnuru það þegar þú faðmar vini og heilsar þeim…
Hve lítið þeir vita um þig í raun og veru?

Finnuru það hve sárt það er,
þegar einmanaleikinn fer í gegnum æðar þínar og sál?
__________________________________