Furðusögur er nýtt tímarit sem mun koma út á nýju ári. Við erum að leita að skáldskap og myndlist til birtingar (þ.m.t. teiknimyndasögur). Við viljum skapa hefð fyrir fantastískum skáldskap á Íslandi, þar sem að höfundar geta birt efni á opnum vettvangi. Við viljum sjá hið óhefðbundna, hryllilega, stórkostlega og ótrúlega! Fantasíur, hryllingur, vísindaskáldskapur; allar þær bastarðsblöndur af furðuskáldskap sem hægt er að hugsa sér, það viljum við sjá! Ef að þið hafið hugmynd að sögu, skrifið hana þá! Ef við leggjumst á eitt gæti eitthvað stórkostlegt orðið úr þessu.

Skilafrestur fyrir fyrsta tölublaðið er til 4. janúar, sendist á furdusogur@furdusogur.is . Endilega addið okkur á feisbúkk og dreifið út fagnaðarerindið!

www.furdusogur.is

www.facebook.com/furdusogu