Endirinn á þessu er dáldið klunnalegur, var hreinlega ekki viss hvernig hann ætti að vera.
—————————————————

Það var komið að því!
Núna var það spurningin um að duga eða drepast, ef hann myndi ekki renna til í hálkunni úti á bílaplani og detta á andlitið svo að varnirnar myndu springa og hann fengi glóðurauga eftir kannsteininn; jafnvel nefið skekkjast og hann yrði svo illa útlítandi að vitavörður á Svalbarða yrði ekki einu sinni graður við tilhugsunina um hann…
Óskar náði einhvernveginn að hrista þesar hugsanir burt og andaði djúpt.
Hann var örfáum metrum frá 1011 búðinni og stoppaði aðeins til að virða hana fyrir sér.
Þessi verslun átti að verða til þess að kvöldið myndi enda fullkomlega; ekki eins og helgina áður þegar hann hljóp dauðstressaður inn á bensínstöð og greip fyrstu pakkninguna sem var merkt Durex, fékk glott frá afgreiðslumanninum og mætti pabba sínum í dyrunum, eldroðnaði og hljóp út í myrkrið, klessti á rafmagnskassa og fékk marblett á lærið og síðan – loksins þegar hann og Halldór komu í partyið, þá sá hann að hann hafði tekið sleipiefni í stað smokka. YEESSS! Frábært!
Þá var kannski einhverskonar lán í óláni að hún beilaði á partyinu, og ekki bara hún heldur allar stelpurnar nema ein og það kom í ljós þegar hann fór til hennar og daðraði létt að hún var snarsamkynhneigð, fannst rassinn á systur hans flottara en allt og bauð honum í vörina.
Hehehhööö ég hérna jáá þarf eiginlega að pisssa…og beinustu leið inn á bað með lásinn á og grátstafinn í kverkunum. BAAHHH.
Þetta skipti yrðu allt öðruvísi. Núna yrði hún þarna, vonandi í flegnum bol og þröngum buxum og mjög jákvætt ef hún væri smá drukkin. Bara rétt nógu mikið svo henni fyndist það fyndið ef hann myndi slá í rassinn á henni og tæki ekki eftir því að hann væri rennandi sveittur og röddin jafnvel eins og versti fermingardrengur.
Hann myndi reyta af sér brandarana og vera hrókur alls fagnaðar; hún myndi hlæja langmest og færa sig nær og nær honum. Þau myndi kannski dansa; hann myndi nota the crazy eye og hún myndi get all sexy yah know. Það myndu fljúga neistar þegar líkamar þeirra myndu mætast og hún fyndi fyrir því sama og hann. Allt í einu myndi hún blikka hann og benda honum á að elta sig inn í herbergi, og hann myndi gefa frá sér kynæsandi , tælandi hljóð og elta hana.
Inn í herbergi myndi hún læsa hurðunum, henda honum á rúmið og byrja hægt að tína af sér spjarirnar; hann myndi horfa upp og hvísla “Takk!“ en fatta svo að hann væri bara að tala við sjálfan sig, myndi byrja sjálfur að færa sig úr og síðan myndi hún skríða upp á hann og…
Hann hrökk upp úr fantasíunum sínum og mundi eftir því hversvegna hann var staddur þarna.
Gekk í rólegheitum með hendur í vösum á stað en snarstansaði rétt við dyrnar.
Í glugganum sá hann sjálfan sig speglast og tók eftir því að hann var orðinn blýstífur af hugsunum sínum. FOOOOKKK!
Félaginn var stóð ekkert eitthvað smávegis út í loftið, heldur flagsaði hann frekar og alveg grjótharður í þokkabót, tilbúinn í hvað sem er.
Óskari tókst einhvernveginn að halda höndunum fyrir klofinu á sér meðan hann gekk inn um dyrnar og reif til sín Moggan í von um að finna eitthvað sem myndi láta hann síga niður.
Til allra hamingju fletti hann beint á blaðsíðu þar sem var grein um nýja sundlaug sem verið var að opna út á landi og stór mynd af gömlu fólki fylgdi með.
Hann einbeitti sér að því að stara á loðnar geirvörtur, sygin brjóst, hrukkótt andlit og krumpaða rassa og fann að sem betur fer var félaginn að linast smátt og smátt.
Standpínan var orðin minni og hann andaði léttar og hann byrjaði að muldra með sjálfum sér ,,Ohh yeahh amma, komdu til afa og sýndu hvernig það var gert í gamla daga..“
Hann var svo niðursokkinn í blaðið að hann tók ekki eftir því að gamli íslenskukennarinn hans úr grunnskóla gekk framhjá honum og starði furðulostinn á hann og stansaði.
Hann leit snöggt upp og það alveg jafn mikill skelfingarsvipur á þeim; hún leit til skiptis á standpínuna og myndina af hálfnöktu gömlu fólki sem hann hélt á, og hann gat hvorki hreyft legg né lið.
,,Þee..ÞETTA ER EKKI EINS OG ÞAÐ LÍTUR ÚT FYRIR AÐ VERA!“ ætlaði hann að hrópa en röddin brast svo það var dáldið erfitt að greina hvað hann hafði sagt.
Íslenskukennarinn var enn jafn skelfd, snerist á hæli og gekk beint út án þess að versla nokkuð.
Hann horfði á eftir henni, með blaðið í höndunum og fann að hann var orðinn eldrauður í framan. Síðan leit hann niður og sá sér til mikillar gleði að hann var dottinn niður.
Óskar skilaði blaðinu og gekk síðan að áfangastað.
Hann skoðaði smokkana um stund en fann síðan það sem honum leist best á, eftir að hafa gengið í skugga um að það innihéldi ekki einungis sleipiefni.
Hann greip pakkann og rölti rólegur að afgreiðsluborðinu.
Það var ungur strákur að afgreiða og hann var greinilega djúpt sokkinn í neyslu.
Strákurinn tók smokkapakkann, handfjatlaði hann og sagði síðan: ,,Ertu viss um að þetta sé rétt?“
,,Hvað meinarðu?“ spurði Óskar hikandi.
,,Nei bara, heldurðu að þetta sé það rétta fyrir þig?“
Strákurinn horfði á hann rauðum augum og virtist ekki vera alveg andlega staddur.
Svitinn fór að spretta úr enninu á Óskari og hann fann stressið koma. Hvað átti gaurinn við með “það rétta?“ Var hann að meina tegundina eða…?
Allt í einu fylltist Óskar skelfingu, sama tilfinningin og þegar hann hafði verið að pissa og séð svo að amma hans var í baði, hrjótandi og helvítis hurðin stóð eitthvað á sér svo það leit út fyrir að hann yrði læstur með naktri, hrjótandi ömmu sinni þangað til mamma hans eða systir kæmi loksins heim:
….voru stærðir á smokkum?!
,,Ehhmm…er þetta ekki bara S, M og L?“ spurði hann hikandi, byrjaður að skjálfa.
Strákurinn varð eitt spurningarmerki. ,,Ha?“
,,Svona eins og á fötum….?“
Strákurinn starði á hann eins og hann væri svart barn með hvítt súkkulaðistykki.
Óskar kyngdi. Núna var hann í djúpum skít; hann gat ekki farið að viðurkenna það fyrir framan afgreiðslumanninn og hugsanlega aðra viðskiptavini sem voru að hlusta að hann vissi ekki hvaða stærð af smokkum typpið á honum þyrfti.
,,Ehhhhhmmm….ég nota skó númer 45…dugar það?“ spurði hann vongóður.
Afgreiðslustrákurinn sprakk úr hlátri.
,,Um hvað ertu að tala?!“ náði hann að koma úr sér.
Óskar fann að fæturnar á honum titruðu og hann vissi að það var aðeins einn möguleiki eftir til að reyna að halda virðingunni.
,,Hann er svona 14 cm linur, veit ekki hvað hann er í stand…“
Strákurinn hætti að hlæja og virtist hálf hræddur á svipinn.
Óskar varð orðinn mjög örvæntingafullur.
,,ÉG GET MÆLT HANN!“ hrópaði hann, með fermingardrengjaröddinni og reif til sín málmband sem lág á borðinu.
FOOOOKK, standpínan var auðvitað horfin..
Allt kringsnerist í höfðinu á honum og hann vissi ekki hvað hann átti til bragðs að taka…
,,Ééég…ÉG GET BARA EKKI ORÐIÐ GRAÐUR Í ÞESSUM AÐSTÆÐUM!“ hrópaði hann.
Síðan lét hann sig detta á gólfið, grúfði andlitið í skítugt gólfið, óskaði sér að hann gæti gufað upp og fann snjóinn klínast í kinnarnar á sér. Gulur.
Mmmmm, frábært. Akkúrat það sem vantaði…
Hann lág í smástund, þar til strákurinn gekk að honum og togaði hann til sín.
,,Ég var nú bara að stríða þér,“ tautaði hann og gekk síðan aftur að afgreiðsluborðinu.
Óskar fékk kipp. ,,HA?!“
Strákurinn leit á hann eins og hann væri snarvangefinn.
,,Ég var bara að meina að ríða með smokk, sko. Það er eins og að kaupa snickers og borða það í bréfinu eða bora í nefið á sér með latexhanska. Not good.“
Óskar fann sólskin og birtu skyndilega streyma inn í hjartað sitt og fann bros læðast yfir andlitið á sér.
,,Svo…svo það eru engar stærðir á þeim?“ spurði hann varlega.
Strákurinn hristi hausinn.
Óskar fann gleðitár renna niður augnkrókinn, fór innfyrir afgreiðsluborðið og rauk á strákinn, faðmaði hann að sér eins og hann væri týndi sonurinn loksins kominn heim.
Síðan henti hann pening á borðið og gekk út, kallaði á eftir sér:
,,Eigðu afganginn!“
Hann gekk út á bílaplanið og leið eins og þunga hefði verið af honum létt.
Andaði djúpt og leið eins og hann hefði þroskast og elst eftir þessa kjánalegu verslunarferð; hann var án efa ekki lengur kjánin og unglingshvolpurinn sem hann hafði verið, loksins var hann kominn yfir barnæskuna og stiginn inn á fullorðinsárinn, og það eitt skipti máli að hann var kominn með verjur og á leið í party þar sem hún – kynþokkinn sjálfur, yrði.
Hann hló létt með sjálfum sér eins og hommalegur breti í teboði, og var svo niðursokkinn í hugsanir um það hversu mikið hann var búinn að eldast, að hann tók ekki eftir kanntsteininum sem var framundan með þeim afleiðingum að hann rann til og steyptist beint á andlitið.
Í miðju fallinu sá hann smokkana renna úr greipum sér og fljúga hægt og rólega meter frá og heyrði sjálfan sig öskra FUUUUUUU þegar hann datt kylliflatur, með andlitið á undan ofan í snjóinn. Gulan. Þarna lág hann um stund. Dauðaþreyttur. Baahhh.
Hann fann snjóinn bráðna í andlitinu á sér, en var alveg sama.
Bara lág og fann bleytuna sýgast í gegnum buxurnar og pissulyktina af snjónum og hugsaði um það af hverju þetta þyrfti alltaf að gerast við hann. Baahhh.
Þetta var samt örlítið þæginlegt. Mjúkt og þögn…
Fljótlega var þögnin rifin með símanum hans. Halldór.
Hann teygði sig í símann og lagði við eyrað á sér. ,,Sup crancka?“
,,Hæ, hvar ertu?“
Óskar leit upp.
,,Ég ligg á gangstéttinni á móti 1011.“
Það kom örlítið þögn en Halldór leiddi þetta hjá sér.
,,Heyrðu, partyinu er frestað þangað til næstu helgi.“
,,WHAAT!?“
Pirringurinn gaus upp í Óskari og hann sparkaði létt í jörðina.
,,Æji, mamma Steinunnar er lasin eða eitthvað og þau fara ekki fyrr enn næstu helgi.“
Ómannlegt urr barst djúpt úr haturssvæði Óskars og hann blótaði.
Halldóri leið greinilega illa að tala við hann svo hann flýtti sér að segja að hann sæi hann á eftir og skellti á.
,,Helvítis andskotans djöfulsins fokking shit!“
Óskar sparkaði í gangstéttina og tók að berja hana líka eins og brjálæðingur.
,,TUUSSA!!!!“
Öskrið bergmálaðist um allt hverfið en honum var alveg sama.
,,Óskar?“
Kvenmannsrödd.
Hann leit upp og honum til skelfingar sá hann að þetta var hún.
,,Hanna…“ hvíslaði hann óttasleginn.
Núna eldroðnaði hann aftur. Hún var eitt spurningarmerki.
Þarna var hann búinn að liggja á miðri gangstétt, með andlitið ofan í snjó sem búið var að pissa yfir, sparkandi og lemjandi í gangstéttina að bölva öllu í sand og ösku og stutt frá lág smokkapakki.
,,Er ekki allt í lagi?“ spurði hún.
Hann rykkti hálsinum til að geta séð hana almennilega.
,,Nei,“ sagði hann vælulega.
,,Ég ætlaði að hafa geðveikt kvöld með þér og öllum og ætlaði að vera save og redda smokkum og íslenskukennarinn sá mig með bóner yfir örugglega systkinum hennar og afgreiðslugaurinn lét mig næstum mæla á mér skaufann í búðinni og svo ég bara gafst upp.“
Það var ein skeifa á honum.
Hún virti hann fyrir sér og brosti síðan.
,,Komdu,“ sagði hún og rétti honum höndina.
Hann brosti á móti, tók í höndina á henni og stóð upp. Greip síðan smokkana.
,,Þú ert yndislegur,“ sagði hún og brosti. Svo fallegt bros…
,,Þú líka,“ sagði hann og tók í höndina hennar. Mjúka, mjúka hönd..
,,Get ég sagt þér eitt í trúnaði?“ spurði hún.
,,Hvað sem er,“ svaraði hann og horfði dreyminn á andlitið á henni.
,,Gott, ég veit að ég get treyst þér Óskar.“
,,Aha.“ Hann var hugfanginn.
,,Ég er með kynfæravörtur.“
,,Hmm?“ Hann starði á hana.
,,Kynfæravörtur, Óskar.“ Hún varð alvarleg.
Hann áttaði sig og sleppti höndinni á henni.
,,WHAAT, HVERNIG?!“ Hrópaði hann og fór með hendurnar í snjóinn til að hreinsa hugsanlegar vörtur ef hún hefði verið að fitla við sig.
,,Ég tók sénsinn á að ríða þessum svarta sem gerði mig ólétta í fyrra aftur og hann smitaði mig.“
Hún dæsti og hristi hausinn.
Það kom ógeðissvipur á Óskar.
,,Segðu eitthvað,“ sagði hún og horfði biðjandi á hann.
Hann starði á hana með æluna í hálsinum, snerist á hæli og hljóp burt.
Honum til mikillar furðu rann hann ekkert til í hálkunni, nánast flaug áfram og spretti alveg að húsinu sínu. Þarf strunsaði hann inn, reif upp herbergisdyrnar, í tölvuna, á ja.is og fann númerið.
Reif upp símann, stimpalaði það inn og hringdi. Beið.
,,Halló?“
,,Já halló, er þetta mamma hennar Steinunnar?“
,,Já?“
,,Ég vildi bara þakka þér fyrir að hafa komið í veg fyrir að ég fengi kynsjúkdóm. Vonandi verðurð kvefuð sem lengst.“
Síðan skellti hann á.
,,Farið hefur fé betra,“ hafði hann beint eftir Anitu Vestmann og skælbrosti, laus við allar vörtur og mosa.