Mig langaði bara að deila þessu með ykkur þeir sem fara í þennan áfanga á næstu önn því ég var í vandræðum með að finna góðar glósur yfir þennan áfanga. Ég var að klára þennan áfanga (ÍSL203) núna.
Ég fann þessar glósur hérna á hugi.is og ég bætti inn í það sem mér fannst vanta. Vona að þetta nýtist.
Þessu er skipt í kafla og afsaka stafsetningarvillur
------
Gylfaginning 

1

Gylfi er kóngur í svíþjóð. Hann gaf Gefjunni gleðikonu land. Hún var af ása ætt
og fékk öxna norðan úr jötunheimum (syni jötuns og hennar) til þess að draga upp landið en öxirnir fóru svo hratt og djúpt
að landið rifnaði og þeir drógu það vestur út á haf.
Gefjun nefndi landið selund.
Gatið sem varð eftir í svíþjóð heitir Lögurinn.

2

Gylfi er fjölkunnugur kóngur, hann er hissa á því hvað allt gengur vel hjá ásunum og áhveður
að leggja af stað í leiðangur til ásgarðs.
Hann faldi sig í dulargerfi sem gamall kall og kallaði sig Gangleri.
ásirnir sáu ferð hans fyrir. Og gerðu honum sjónhverfingar
Hann kom inn í borgina og sá háa höll.
Þak hennar var lagt gylltum skjöldum
Gylfi sá kall í hallardyrunum leika sér með 7 exir.
Gylfi sagðist heita Gangleri og kominn af refilstígum og bað um náttstað.
Inní höllinni sá hann mörg gólf og margt fólk, sumt var að leikum, annað drakk og aðrir börðust.
Hann sá þrjú hásæti.
Sá sem sat í neðsta sætinu var kóngur og hét Hár.
Þar næst var Jafnhár, þriðji hét þriðji.
“stattu meðan þú spyrð, sitja skal sá er segir.”

3

Óðinn, æðstur allra goða er líka kallaður Alföður, en í ásgarði hinum forna átti hann tólf nöfn.
Alföður, Herran eða Herjan þriðja er Nikar eða Hnikar fjórða er Nikuss eða Hnikuður fimmta fjölnir
sjötta óski sjöunda Ómi áttunda Bifliði eða Biflindi níunda Sviðar tíunda Sviðrir ellefta Viðrir tólfta
Jálg eða Jálgur.
Hann stórnar öllu ríki
Hann smíðaði himin og jörð og loftin og alla eign þeirra.
Hann gerði manninn og gaf honum sál
Ef menn voru rétt siðaðir átti sálin að lifa endalaust.
Góðir menn fara til Gimlé eða Vingólf vondir menn fara til Nifilhel (níunda heim?)
Áður en hann gerði allt var hann með hrímþursum

4

áður en eitthvað varð til var bara eitthvað Ginnungargap (tómleiki)
Í miðjum Niflheimi er brunnur sem heitir Hvergemlir, og þaðan af falla þær ár er svo heita: Svöl
Gunnþrá, Fjörm, Fimbulþul, Slíður og Hríð, Sylgur og ylgur, víð, leiftur. Gjöll er næst Helgrindum.
Fyrst var til heimur í suðurhálfu sem hét Múspell, hann var ljós og heitur. Hann er svo heitur
að það er ekki hægt að lifa þar fyrir útlent fólk.
Surtur býr í Múspel og hann á logandi sverð og hann á eftir að drepa goðin og brenna heiminn.

5

Élivogar er á sem í kom eiturkvika sem harnaði það varð að ís . ísinn fraus að hrími
norður í ginnungargapi er ís suður er eldur
Hiti fór frá niflheimi til élivogar og þá bráðnaði og draup og af þeim kvikudropum kviknaði með karfti þess er
til sendi hitann og varð manns líkandi og var sá nefndur Ymir, en hrímþursar kalla hann Aurgelmi
Þaðan eru hrímþursar
Kallarnir í hásætunum trúa ekki á þennnan kall sem guð og segja að hann sé vondur.

6

Þegar hrímið bráðnaði kom úr því einhvernveginn kýr sem hét Auðhumla. Fjórar mjólkurár runnu úr spenum hennar.
Hún fæddi Ými.
Kýrin sleikti hrímsteina og steina . Úr steininum kom mannshár annan dag höfuð
þriðja þá var allur maður.
hann hét búri
Hann var fagur mikill og máttugur
Hann átti son sem hér Bor
Kona hans hét Bestla, dóttir Bölþorns jötuns.
Og fengu þau þrjá syni.
Óðinn, vili og vé.

7

Synir bors drápu ymi 
rann svo mikið blóð úr honum að það
drekkti allri ætt hrímþursa
einn komst af, Bergemli
Af honum eru komnar hrímþursaættir.

8

Synir búra tóku ymi og fluttu í mitt ginnungagap og gerðu úr honum jörðina.
Blóðið er sjórinn og bötn.
Jörðin úr holdi.
Björgin af beinunum.
Grjót og urðir út tönnum og jöxlum.
Hausinn er himinn
og settu hann yfir jörðina með fjórum skautum
undir hvert horn settu þeir dverg
þeir hétu Austri Vestri Norðri Suðri.

9.

Synir bors voru gangandi meðfram ströndu og fundu tvö tré. Þeir tóku trén og úr þeim sköpuðu þeir menn.
Gáfu þeir fyrsta manninum sál og líf og hreyfingar en seinni manninum sjón, mál og heyrn.
Karlinn hét Askur en konan hét Embla.
Þeim var gefið miðgarður til þess að búa á.
Synir bors gerðu sér næst borg í miðjum heiminum sem hét ásgarður. (það köllum vér trója)
Þar byggja guðin og ættir þeirra.
Þar er staður sem heitir hliðskjálf og óðinn settist þar í hásæti.
Þaðan sá hann allt.
Kona óðins hét Frigg Fjörgvinsdóttir, af þeim koma ásar
Hann hét líka alföður
Jörðin var dóttir hans og kona hans, með henni eignaðist hann sinn fyrsta son, hann hét Ásaþór. Hann var aflmikill og sterkur og sigraði öll kvikvendi.

10.

Njörfi eða Njarfi hét jötunn sem bjó í jötunheimum.
Hann átti svarta og dökka dóttur sem hét Nótt.
Hún var gift manni sem hét Naglfari. Þeirra sonum hét Auður.
Næsti eiginmaður hennar hét Annar. Þau áttu dóttir sem hét jörð.
Síðasti maður hennar hér Dellingur og hann var af ása ættum.
Þeirra sonur hét Dagur, hann var ljós og fagur.
Alföður tók nótt og dag, gaf þeim tvo hesta og tvær kerrir og setti þau á himininn og þurftu þau að ríða á hverjum tveim dögum umhverfis jörðina. nótt reið hest sem hét Hrímfaxi og döggvaði hann jörðina með méldropum sínum og Dagur reið hest sem hér Skinfaxi. Faxið hans skín.

11.

Mundilfari hét maður sem átti tvö born. Annað kallaði hann mána en dóttur sína sól og gifti hann henna(sól) manni sem Glenur hét en guðin reiddust þessu af einhverri ástæðu, settu þau þau á himininn og létu sól keyra hestakerruna sem dró sólina sem guðin höfðu skapað til að lýsa heimanna af þeirri síu er flaug úr múspellsheimi.
Hestarnir heita Árvakur og Alsvinnur. En undir bógum hestanna settu guðin vindbelgi til þess að kæla þá.
Máni stýrir tunglinu. Hann tók tvö börn af jörðu, bil og Hnjúki þegar þau gengu frá brunni sem heitir byrgir. Víðfinnur heitir faðir þeirra en þessi börn fylgja mána.
Guðin reiddust víst því hversu stoltur hann var af börnunum sínum.

12.

2 úlfar elta sól og mána, þeir heita Skoll ( á eftir sól ) En hinn Hati Hróðvitnisson ( tunglið )
Gýgur er tröllkona sem fæðir jötna í vargslíkum.

13.

Bifröst er brú á milli himins og jarðar, regnbogi.
Rauði liturinn í regnboganum er eldur.
Brúin mun brotna í ragnarökum þegar múspells herja á hana.

14.

Þegar alföður hafði klárað ásgarð setti hann stjórnarmenn til þess að dæma örlög manna
Vingólf var salur sem gyðjur áttu
Dvergar komu úr holdi ýmis


15.

Höfuðstaður og helgistaður goðanna heitir askur yggdals.
Þar eiga guðin dóma sína.
Askurinn er trjáa mestur.
Ein rót trésins er með ásum en önnur með hrímþursum
þriðja stendur yfir niflheimi, undir þeirri rót er hvergelmir
Níðhöggur er ormur sem nagar rótina.
Undir þeirri rót sem að hrímþursar eru er mímisbrunnur
Mímisbrunnur er viskubrunnur og er fullur af mannviti og vísindur.
Sá sem drekkur úr brunninum verður gáfaður.
Óðinn fékk að drekka úr brunninum gegn því að hann gæfi mími annað augað sitt
Þriðja rótin stendur á himni
Þar er urðarbrunnur og þar eiga guðin dómstað sinn
Sleipnir er hestur óðins
Eldur brennur yfir bifröst svo að þursar og drasl komast ekki upp brúnna.
Í sal nálægt uurðabrunni eru meyjar sem skapa mönnum aldur. Nornir
þær heita Urður, verðandi, skuld.

16.

Það situr örn í askinum og hann veit mikið, á milli augna hans situr haukur sem heitir veðurfölnir
íkorni sem heitir ratatoskur hleypur upp og niður askinn og ber öfundarorð(kjaftasögur) milli arnarins og níðhöggs.
Fjórir hirtir sitja í limum asksins og bíta barr, þeir heita dáinn dvalinn dinreyr og duraþrór.
Nornir ausa yfir rót asksins svo þær fúni ekki

17.

Í álheim búa ljósálfar
dökkálfar búa niðri í jörðu
Breiðablik er fegursti staður á himni
Þar er glitnir og veggir hans er rautt gull
þak úr silfri
himinbjörg er endi himna og þar er brúarsport
valaskjálf á óðinn
þar sitja guðin í hásæti
sunnanverðum á himni er salur sem heitir gimlé
hann á eftir að vera til eftir að himin og jörð fara
Þangað fara góðir menn.
annar himinn heitir andlangur
þriðji heitir vílbláinn, þar eru ljósálfar

18.

Vindur kemur frá hræsvelg, hann hefur arnarham og vængir hans búa til vind.

19.

Svásuður er faðir sumars
Vindlóni er faðir vetrar

20.

12 æsir eru guðir sem að mönnum er skylt að trúa á
Óðinn er elstur og æðstur, einnig nefndur alföður.
Kona hans heitir Frigg og hún getur spáð fyrir örlög manna.
Þeir sem deyja í stríði fara til valhallar og verða
einherjar óðins.
ATH visa 29 á bls. 36 eru öll nöfn sem Óðinn er kallaður

21.

Þór er sterkastur af öllum.
Hann á ríki sem heitir þrúðvangar.
Höll hans heitir bilskirnir. Það eru fimm hundruð gólf og fjórir tigir
Hann á tvo hafra sem heitir tannhnjóstur og tanngrisnir
hann ríður þeim þegar hann ekur.
*
Þór á þrjá gripi
Hamarinn Mjölnir en Hrímþursar og Bergrisar bjuggu hann til.
Megingjarðir (Belti) Gerir honum kleyft að tvöfalda afl sitt þegar hann ber það á sér 
Járnglófar (hanskar) sem hann notar við hamarinn.
*

22.

Annar sonur óðins heitir baldur
Hann er fallegastur af öllum ásunum
Það sem hann skipar fyrir helst aldrei.

23.

Njörður heitir ás sem býr á himni á stað sem heitir nóatún.
Hann ræður gangi vinds og sjávar.
Hann á mikið af klinki og lausafjár.
Hann var fæddur í vanaheimum
Honum var skipt fyrir kall sem hér Hænir.
Kona hans heitir skaði, dóttir Þjassa jötuns.
Skaði vill búa á fjöllum en njörður á sjó svo þau sættust á að búa í 9 mánuði í senn á hverjum stað.

24.

Njörður gat síðan tvö börn.
Sonur heitir freyr, dóttir freyja.
Freyr ræður regni og skini sólar
Freyja býr á stað á himni sem heitir fólkvangur.
Hún drepur alltaf helming af her, en óðinn hinn.
Hún á sal sem heitir sessrúmnir.

25.

Einn ás heitir týr, hann er djarfur og hugrakkur
Úlfurinn gleipnir beit af honum hendina þegar týr og fleiri ásar voru að reyna að binda úlfinn niður.
Týr var mikilvægur guð í Danmörku (ekki í bókini) eins og Þór á Íslandi

26.

Bragi heitir einn. Hann er góður með orð. Kona hans er Iðunn
Iðunn varðveitir epli sem gefa endalaust líf
Bragfræði er skírt eftir Braga

27.

Heimdallur. Kallaður hvíti ás.
Hann á 9 mæður, allar hreinar meyjar
Hann er með gulltennur
hestur hans heitir gulltoppur
Hann býr á himinbjörg við bifröst
hann er vörður goða og situr við enda himinsins og gætir Bifröst fyrir bergrisum.
Hann sér nótt og dag vel og heyrir allt, líka gras að vaxa.

28.

Hörður heitir einn ás.
Hann er blindur.
Hann er mjög sterkur.
Hann drap Baldur.

29.

Viðar.
Þögli ás.
Hann er næstum því jafn sterkur og Þór.

30.

Áli er sonur óðins og rindar.

31.

Ullur, sonnur syfjar, stjúpsonur þórs
Hann er góður á boga.
Ullur var mikilvægur guð í Svíþjóð (ekki í bókini) Eins og Þór á Íslandi

32.

Forseti heitir sonur baldurs og nönnu.
Hann á sal á himni sem heitir glitnir.

33.

Loki (kallaður rógberi (baktalari))
Móðir er laufey og faðir er Fárbauta jötun
bræður eru býleistur og helblindi
loki er fagur en illur í skaplyndi og fjölbreytinn að háttum.
kona hans heitir Sigyn, sonur nari.
Hann getur breytt sér í fjölda vera (dýr og fólk og svona)

34.

Loki átti fleiri börn með gýgur.
Þau heyta fenrisúlfinn, miðgarðsorminn og Hel(kvk).
Óðinn kastaði orminum út í sjó
Hel setti hann niður í niflheim.
Til hel voru sendir sóttdauðir og ellidauðir menn.
Hungur er diskur Heljar, Sultur er hnífur hennar. Élúðnir salur hennar. Ganglati þræll hennar, Ganglöt ambótt hennar
Úlfinn fæddu æsin heima
týr var sá eini sem þorði að gefa úlfinum mat.
Úlfurinn var orðinn mjög sterkur og ásarnir tóku eftir því.
Þeir fengu sterkt band að nafni læðingur og reyndu að binda úlfinn niður. en það virkaði ekki.
Næst gerðu þeir band að nafni dróma sem virkaði ekki heldur.

Þeir létu dverga í svartálfaheim búa til band sem hér gleipnir.
Gert úr:
Dyn kattarins
skeggi konunnar
og rótum bjargsins
sinum bjarnarins
anda fisksins
fugls hráka.

Fjötnarnir = Læðingur, Drómi og Gleipnir

Týr lofaði úlfinum að setja upp í hann hægri hönd sína ef þeir fengju að binda hann niður.
Úlfurinn beit af honum hægri hendina.
Þeir stungu hann í munninn með sverði.

35

Ásynjur,

frygg er æðst hún á fensali (hálsmen)
Sága býr á Sökkvabekk
Eir er góður læknir
Gefjun er mær og henni þjóna meyjar sem andast.
Fulla ber eski friggjar og gætir skóklæða hennar og veit launráð með henni
Freyja er tignust mer Frygg
Hún giftist manni sem hér ÓÐUR 
dóttir þeirra heitir hnoss
hún er fögur
tár hennar er gulrautt
Sjöfn er ástarguðinn.
Lofn gerir eitthvað með öllum.
Vár hlustar á væl og einkamál manna
Vör er vitur og spurul
Syn gætir hurða í höllinni
Hlín passar upp á fólk sem Frygg vill passa
Snotra er vitur og látprúð
Gná, Frygg sendir hana í erindi
sól og bil 

36.

Valkyrjur eru sendar til orustu af Óðni til þess að ráða útkomu orustunnar
Þær heira Gunnur, Rota og yngsta er Skuld

37.

Freyr læddist í Hlíðskjálf (hásæti Óðinns) og sá heima alla
hann sá konu sem var svo fögur í norðri að hann gat ekki borðað né sofið
njörður lét skírni, skósvein freys fara til hans og spyrja hverjum hann væri svona reiður
Freyr biður Skírni um að fara að ná í konuna en Skírnir fær galdrasverð að launum sem berst sjálft.
Freyr drap belja með hjaltarhorni því hann hafði látið sverðið sitt frá sér

38.

Þeir sem fara til óðins í valhöll borða gölt á hverju kvöldi sem heitir sæhrímnir
óðinn þarf engan mat, vín er honum bæði matur og drykkur
Geri(gráðugur) og Freki eru úlfar Óðinns hann gefur úlfum sínum matinn sinn.
Huginn og munin eru hrafnar sem sitja á herðum hans og hvísla honum tíðinda.


39.

Geit sem heitir heiðrún og bítur barr af limum trés(léræður) uppi á Valhöll er léraður beitir úr spenum hennar rennur bjór sem gerir alla einherjana fulla.
Einherjar = hermennirnir í valhöll. Þeir drekka bjór í Valhöll en ekki vatn

40.
Einherjarnir geta farið og komið hvenar sem þeir vilja, dyrnar eru svo margar og stórar
540 dyr í valhöll, 800 einherjar ganga um hverja dyr þegar þeir fara út að berjast. Þeir berjast á hverjum degi. Berjast þegar þeir vakna og fara svo í mat og drykki.

41.

Einherjarnir berjast til skemmtunar.
Seinni vísan segir hvað er stæðst af hverju, t.d. askur yggdrasils er mestur trjáa

42.

Það kom smiður(Borgarsmiðurinn(jötun)) sem bauðst til að gera vegg í kringum miðgarð til þess að halda bergrisum úti gegn því að hann myndi eignast freyju og vildi hann fá sól og mána líka fyrir að byggja höllina
Guðin sættust á það ef hann gæti gert vegginn á einum vetri og ef hann myndi af engum manni lið þiggja
Hann mátti ekki fá hjálp frá öðrum mönnum en máti nota hestinn sinn
Hesturinn hans (Svaðilfari) var svo sterkur að byggðin gekk hratt
Guðin kváðust myndu drepa Loka ef hann reddaði þessu ekki.
Loki breitti sér í hest(kvk) og tældi hest smiðsins, svaðilfara með sér út í skóg
Smiðurinn varð svo reiður að guðin sáu að þetta var bergrisi svo þau kölluðu á Þór sem braut hausinn á smiðinum með hamrinum Mjölni.
Loki eignaðist grátt folald með átta fætur. Hét Sleipnir.

43.

Dvergar smíðuðu skipipð Skíðblaðnir og gáfu freyr það.
Kostir skipsinns;
Það er alltaf meðvindur
Alla hermenn er hægt að koma á skipið
Skipið má brjóta saman sem dúk og geima í pokanum sínum.

44.

Þór hefur lent í aðstæðum sem hann réð ekki við.
Þór og Loki gistu hjá bónda
Þór tók hafra sína og eldaði þá og sagði heimamönnum
að ekki mætti brjóta beinin í kjötinu
Þjálfi (Sonur bóndans hét Þjálfi) braut beinið í lærinu á öðrum hafrana með hníf til að komast í merginn
Daginn eftir tók þór eftir því að annar hafranna var haltrandi
Þór brjálaðist og í hræðslu sinni gaf bóndinn son og dóttur sína
(dóttir bóndans hét Röskva) til Þórs.
Hafrarnir er hægt að lífga við svo lengi sem að beinin og skinnið sé í lagi.

45.
Ferðalagið sem þeir fara í eftir þetta í K.44;
Þór skildi annan hafrana eftir hjá Bónda
Gengu um stóran skóg
Þegar nótt var kominn fundu þau sér stóran skála til náttstaðar
Um miðja nótt varð jarðskjálfti mikill.
Þór og föruneiti hans færðu sig til afhúss hægri handar í skálanum
sat þór í dyragátt afhússins.
Þau heyrðu ym og mikinn gný.
Daginn eftir gekk þór út og sá risastórann mann liggjandi á jörðinni. 
hann svaf og hraut sterklega, þá skildi þór um hvað lætin hefðu verið
yfir nóttina. 
Þór slær hann með beltinu sínu en ekkert gerist, Risinn kvaðst heita Skrýmir.
þór áttaði sig á að hann og föruneiti hans höfðu gist í hanska risans yfir nóttina.
næstu nótt sofnar skrýmir með nestisbaggan um hálsinn
Þór ætlar að leysa pokan af hálsi risans en getur það ekki
hann varð reiður og sló mjöllni í haus risans
Skrýmir vaknar og spyr hvort laufblað hafi fallið á haus hans
þór slær Skrýmir aftur í hausinn og hann vaknar og spyr hvort köngull
hafi fallið á höfuð hans
hann slær aftur og Skrýmir spyr hvort kvist hafi fallið á höfuð hans úr trénu
Þór ætlar að hitta útgarða-loka

46.

Þeir gengu inn í borg og sáu höll mikla
Þeir koma fyrir kónginn, útgarða-loka og kvöddu hann
Útgarða loki kveður það vera að engin má vera í borginni
án þess að vera umfram aðra menn í einhverri list eða íþrótt
Loki segist geta étið mat hraðar en allir
svo hann keppir við mann að nafni Logi
Loki tapaði
Þjálfi keppir við Huga í kapphlaupi
Þjálfi tapaði
Þór segist geta drukkið meira en allir
útgarða-loki gefur honum horn til þess að drekka úr 
Þór tapaði
Þór fer í annan leik
að grípa kött-------------------------------------------------------------r eru svo margar og st
Þór tapaði
Elli(gömul kona) barðist við Þór
Þór tapaði

47.

Útgarða-loki útskýrir að þetta hafi verið sjónhverfingar
Nestisbagginn hafði verið bundinn með gresjárni(eh. Töfrajárn)
Þegar þór hafði slegið í höfuð Skrýmis höfðu myndast djúp hamrshögg
við höll útgarða-loka í jörðini
Hann setti setberg fyrir höggin
Loki keppti á móti villield í átkeppninni (kveikti í kjötinu)
Þjálfi fór í kapphlaup við huga útgarða-loka
Þór var að drekka sjóinn (hann drakk svo mikið að það er þegar er flóð og fjara)
Þór ætlaði að reyna að lyfta miðgarðsorminum þegar hann hélt hann væri að lyfta kettinum
þegar hann barðist á móti elli var hann að berjast á móti öldrun, sem enginn kemst hjá því að tapa fyrir. (Hann var að berjast við ellina en hann deyr ekki úr elli)
Útgarða-loki er tilbúinn að verja borgina sína með brellum eða göldrum.
þegar Þór heyrði þetta ætlaði hann að slá útgarða-loka með hamrinum
en í því leiti hvar útgarða-loki höllinn hans með

48.

Þór dulbjó sig sem ungur drengur og gisti hjá manni að nafni Hymir
Hann fór með honum út á sjó
þeir fóru að veiða og þór náði í Miðgarðsorminn með uxahöfuð sem beitu 
Hymir varð hræddur og sleit á bandið, Miðgarðsormurinn slapp
Þór óð til lands.

49.

Baldri fór að dreyma illa, dreymir fyrir dauða sínum
Frigg bað allt um að passa að Baldur myndi ekki særast
en gleymdi að tala við Mistiltein
Loki komst að því
Loki lét Höður, blinda ásinn skjóta ör með mistiltein í Baldur þegar að goðin voru að leika sér að því að meiða Baldur
Baldur dó.
Hermóður hinn hvati, sonur Óðins fór í ferð til heljar til þess að reyna að koma Baldri til lífs aftur
Nanna, kona Baldurs dó úr sorg
Hel sagðist myndu koma Baldri aftur til lífs ef allir hlutir myndu grenja fyrir hann. Og þá myndi hann lífgast við.
Þökk (skessa) neitar að gráta Baldur úr heljum, og Baldur lífgaðist ekki við.
Talið er að Þökk sé Loki

50.

Loki faldi sig í fjalli í vatni sem lax
Æsirnir gerðu net til að ná honum, en hann komst undan og faldi sig á milli steinum.
Þór fann hann og greip laxinn og kreisti hann þess vegna eru laxar afturmjóir
afturmjór = las mjókkar sem aftar maður kemur að sporðinum
Þeir nota 3 steina og Narfa til að binda Loka
Sygin(kona Loka) er með skál til að eytrið úr Loka dropar ekki niður en stundum fyllist skálin og þá dropar niður

51.

Í ragnarökum mun koma Fimbulvetur (harður vetur)
þrír vetrar í röð, ekkert sumar þrjú ár í röð
Mikil stríð um Fimbulvetrana
Úlfurinn gleypir Sólina og hinn Úlfurinn tekur Tunglið
jörðin skelfur
Fenrisúlfur gengur laus, Með svo stóran kjaft að neðri gómur er á jörðu og efri á himni, hann myndi opna hann meir ef hann gæti
Miðgarðsormur snýst í jötunmóð og sækir upp á landið
Ákáli blæs í gjallarhorn = komið að ragnar rökum
Naglfar losnar, skip múspellsbræðra
Það er gert úr nöglum dauðra manna
Hrymur heitir sá sem siglir á Nagldari
Himininn klofnar og ríða þaðan Múspellssynir
surtur ríður fyrst
þeir munu sækja á þann völl er vigríður heitir
þar munu koma hrymur og fenrisúlfurinn
Loki kemur með her úr heljum
Týr mun berjast bið hundinn Garmur og munu þeir báðir deyja
Úlfurinn gleypir Óðinn
Þór deyr af miðgarðsormurinn
Víðar mun stíga öðrum fæti í kjaftinn á Úlfinum og glenna upp gin hans og drepur Úlfinn
Loki og heimdallur berjast og deyja þeir báðir
Surtur slyngir eldi yfir jörðina og brennir allan heim

52.

Eftir ragnarök er best að vera á Gimli
í þeim sal sem heitir Brimir, hann stendur á Ókólni.
á náströndum mun vera salur gerður úr ormahryggjum
eitraður og illur salur.
en í hvergelmi er verst.

53.

upp úr sjónum kemur ný jörð
Víðar og Váli lifa og byggja þeir á Iðavelli
þar sem fyrr var ásgarður
þar koma synir Þórs, Móði og Magni og hafa þar Mjöllni
Baldur og Höður koma svo frá hel
svo finna þeir gulltöflur í grasinu sem Æsirnir áttu
Dóttir Sólar tekur við af móðir sinni

54

Höllin hvarf og Gangleri fór og sagði öllum frá því sem hann hafði heyrt.


 
Skáldskaparmál
 
1.
 
Ægir eða Hlér bjó í Hlérseig. Hann fór til Ásgarðs og Óðinn setti sjónhverfingar fyrir honum. Þurfti ekki ljós því að sverðin voru svo björt.
12 æsir sátu í háseti
veggir voru coveraðir með fögrum skjöldum
óðinn sagði Ægi frá alskins sögum
óðinn og loki fóru að heiman í eyði (skóg) Þeir sáu naut, tóku hann og suðu hann en vatnið sauð ekki.
Örninn stjórnaði.
Ef þeir lofa erninum síður vatnið, það gerðu þeir
Þá var loki reiður og reif stöng og lemur örninn
Stöngin festist á baki arnarinns
Örninn neiðir loka til að lofa sér að koma með Iðunni í skóginn með eplin sin.
Loki lofar því, svo lengi sem hann verður laus.
Æsir urðu gráir og gamlir þegar Iðunn fór.
Þá er Loki tekinn og færður á þing
Hann er neiddur til að sækja Iðunn í jötunheima
Hann setti hana í hnotalíkju (í hnetu)
Þeir kveiktu í viðarspæni við borgarvirkið og þá komst Örninn ekki yfir.
Þeir drápu Örninn á heilögum stað ( þar sem má ekki drepa )
Iðunn fékk að velja sér mann en fékk bara að skoða fæturnar en hún valdi ekki Baldur heldur Njörð. Þau skildu því að hún gat ekki búið við sjóinn
Augun úr Þjasa kastaði Óðinn á himinn og úr þeim urðu 2 stjörnur
 
2.
 
Hvaðan kemur skáldskapur? Bragi segir frá því
“Frásögn Braga um upphaf skáldskaparins er á þessa leið. Æsir og Vanir höfðu átt í stríði um skeið en friður var kominn á. Til að innsigla þennan frið spýttu bæði Æsir og Vanir í ker og úr hrákanum gerðu þeir mann. Maður þessi kallaðist Kvasir og var hann svo miklum gáfum gæddur að hann vissi svör við öllum spurningum. Kvasir fór út um allan heim til að kenna en þegar hann kom heim til tveggja dverga, Fjalars og Galars, drápu þeir hann og blönduðu blóði hans við hunang. Sú blanda varð að skáldskaparmiði því hver sem myndi drekka af miðinum varð skáld eða fræðimaður. Skáldskaparmjöðurinn komst svo í hendur á jötni að nafni Suttungur en hann vildi engum lofa að dreypa á miðinum. Með klækjum komst Óðinn yfir mjöðinn og kom honum til ása.”
Són og Boðn=ker Óðreðir=ketill með skáldskaparmjöðinn
-    Kvasir var búinn til úr hrákanum sem æsir hræktu.
-    Fjalar og Galar drápu Kvasi og settu blóðið í tvö ker og einn ketil.
-    Fjalar og Galar drápu líka Gilling og konu hans.
-    Suttungur fær allan bjórinn (blóð Kvasis) í skaðabætur fyrir foreldra (Gilling og konu) sína.
-    Óðinn fréttir þetta og dulbýst sem Bölverkur.
-    Þrælarnir skáru hver annan á háls við það að ætla að ná í brýnið sem Óðinn kastaði til þeirra.
-    Óðinn vinnur níu manna verk fyrir sopa af bjórnum.
-    Óðinn selur sig Gunnlöðu (þrjár nætur) fyrir sopa af hverjum bjór (hann drekkur allt).
-    Suttungur sér örn koma fljúgandi niður af fjallinu (Óðinn í dulargervi).
-    Suttungur breytir sér í örn og eltir Óðinn.
-    Óðinn spýtir bjórnum í ílát í Ásgarði, en hluti bjórsins gengur aftur úr honum og lendir utan borgarhliðsins léleg skáld hafa drukkið af honum.
 
5.
 
Loki var í leiðindum eða svikum og klippti hár Sifjar konu Þórs (Haddur Sifjar)
Hann lofar Þór að hann fái svartálfa til að búa til nýtt hár úr gulli
Loki vað við þá að haddurinn væri alldrey jafnt gott og skíðblaðnir og galdrasverðið sem þeir smíðuðu. Ef svo væri þá mætti þór taka af honum höfuðið
Svartálfarnir Ívaldarsynir bjuggu til nýtt hár
Bjuggu til gullinbursta af gullkamb af svíni, gullhring sem heytir draupnir, Spjótið Gúmnir, Mjölnir hamar Þórs
 

 
6.
 
 
-    3 æsir (Óðinn, Hænir og Loki) voru á ferðalagi og voru orðnir matarlitlir.  Þeir sáu sofandi otur éta lax.
-    Loki drepur otur og lax í einu kasti með grjóti.
-    Þeir fara til Hreiðmars bónda sem heimtar skaðabætur.  Hann vill að þeir flái oturinn, stoppi hann upp með gulli og hylji hann með gulli.
-    Loki sér dverg og heimtar allt hans gull.
-    Dvergurinn leggur álög á gullhringinn: Eigandinn mun drepast.
-    Óðinn setur hringinn í vasann en Hreiðmar sér hár sem ekki er hulið.
-    Óðinn setur hringinn á hárið.
-    Reginn og Fáfnir drepa föður sinn, Hreiðmar, af því að hann vildi ekki borga þeim skaðabætur fyrir bróður sinn.
-    Reginn og Fáfnir deila um gullið.
-    Fáfnir breytir sér í orm og leggst á gullið.
-    Reginn tekur að sér að fóstra Sigurð konungsson (seinna Fáfnisbana).
-    Sigurður á hestinn Grana
-    Reginn smíðar sverð í mörg ár.  Hann smíðar sverð sem heitir Gramur (mjög beitt sverð).
-    Reginn gefur Sigurði Gram.
-    Reginn biður Sigurð að koma með sér og drepa Fáfni.
-    Sigurður ristir Fáfni á kvið en Reginn verður óánægður.
-    Sigurður grillar hjarta Fáfnis og bragðar óvart á blóðinu og skilur fuglamál upp frá því.
-    Sigurður heyrir tveggja fugla tal.
     Fuglarnir segja að Reginn muni drepa Sigurð en Sigurður ákveður að verða á undan og drepur Regin Sigurður eignast gullið.
 
-    Sigurður, Gunnar og Högni ákveða að gerast fóstbræður.
-    Brynhildur hefur heitið því að giftast þeim er ríður í gegnum vafurlogann umhverfis höllina
-    Sigurður aðstoðar Gunnar:
     -      Gunnar og Sigurður skiptu útlitum og „Gunnar“ fór á Grana.
     -      „Gunnar“ gefur Brynhildi hring (ekki álagahringinn).
     -      „Gunnar“ og „Sigurður“ skipta aftur útlitum.
-    Gunnar og Högni fá Guttorm til að drepa Sigurð af því að þeir voru fóstbræður (og máttu ekki drepa hann sjálfir).  Sigurður kastar sverði sínu í Guttorm sem drepst.
-    Gunnar og Högni drepa son Sigurðar og Brynhildur fremur sjálfsmorð.
-    Guðrún Gjúkadóttir giftist Atla Buðlasyni (Húnakonungi).  Atli er bróðir Brynhildar.
-    Gunnar og Högni hirða gullið.
-    Atli biður Gunnar og Högna að koma í heimsókn og taka gullið með.
-    Gunnar og Högni földu gullið í ánni Rín á leið til Atla.
-    Gunnar sagðist vilja segja hvar gullið væri ef hann fengi hjarta Högna, bróður síns.  Hann fær hjartað en segir þó ekki frá því.  Atli lét kasta Gunnari í eiturslöngugryfjuna.  Gunnar spilar á hörpuna með tánum og svæfir allar eiturslöngurnar nema eina, hún hékk í lifur Gunnars þar til hann dó.
-    Guðrún drepur syni sína og Atla og matreiðir þá og hefur þá í matinn.
-    Guðrún segir Atla hvað hann hafi étið og Atli verður reiður.
-    Um nóttina kveikir Guðrún í höllinni og allir deyja, þ.m.t. Atli.
-    Guðrún ætlar að fyrirfara sér og stekkur í sjóinn / vatnið en rekur að landi hinum megin í firðinum.
-    Guðrún giftist á ný:
-    Jörmunrekkur vill fá Svanhildi Sigurðardóttur (dóttir Guðrúnar og Sigurðar):
Jörmunrekkur ~ Svanhildur
-    Jörmunrekkur sendir Randvér, son sinn, til að fá Svanhildi til sín.
-    Jörmunrekkur lætur hengja Randvé af því að sumir sögðu að Randvér og Svanhildur ættu betur saman.
-    Randvér sendir föður sínum hræið af fálkanum sínum (plokkað).
-    Jörmunrekkur sér að sér og ákveður þá að láta menn sína ríða yfir Svanhildi á hestum sínum.  Svanhildur deyr.  Jörmunrekkur segir að dauði Randvés sé Svanhildi að kenna.
-    Guðrún biður Erp, Sörla og Hamdi (syni hennar og Jónakurs) að fara og drepa Jörmunrekk.
-    Guðrún lagði þau álög á syni sína að þeir yrðu ekki vopnbitnir.
-    Sörli og Hamdir drepa Erp.
-    Sörli og Hamdir hjuggu fætur og hendur af Jörmunrekki og hann kallar á lífverði sína, sem berja Sörla og Hamdi grjóti í hel.  Jörmunrekkur deyr.  Sörli og Hamdir deyja einnig.
---

Takk fyrir
Thor