Jæja… ég er í 10. bekk og er að fara að byrja í menntaskóla næsta haust.
Ég veit það vel að ég þarf ekkert að vera búin að ákveða í hvaða framhaldskóla ég ætla í, en ég er alveg svakalega óákveðin.
Ég þekki ekki mikið af krökkum sem eru í menntaskóla og þess vegna veit ég voða lítið hvern ég á að velja.
Ég er líka búin að kynna mér þetta frekar vel, og ég er búin að þrengja valið niður í 3 skóla. (Sem að fyrir algera tilviljun eru þessir 3 helstu skólar.) MH, MR og Versló.
Ég á eftir að skoða skólana og líka eftir að kynna mér þetta allt betur, en það væri gott ef að það væri einhver (mögulega á huga) sem gæti allaveganna hjálpað mér að velja, og segja hvað þeim finnist vera rétti kosturinn fyrir mig.
Ég vil líka segja að sama hvert ég fer, verð ég ekki ein úr vinahópnum mínum. Það eru allir að fara svo vítt :/ Þannig að það hefur engin áhrif.

Ókei, ég skal segja kosti og galla um skólana frá mínu sjónarhorni :)

MH:
Kostir:
* Áfangakerfi (Áfangakerfið heillar mig soldið en eiginlega bara námslega séð. Ég er búin að taka nokkrar einingar í fjarnámi í 10. bekk, og þá myndu þær einingar gilda.

* Auðveldur kostur ef að ég ætla í skiptinám(Ég hef hugsað mér að fara út sem skiptinemi og þá er lang auðvildast að vera í áfangakerfi.)

Gallar:

* Áfangakerfi (Áfangakerfi hentar mér engan veginn félagslega séð.)

MR:

Kostir:

* Ég er frekar klár, og ég á ekkert erfitt með að læra þannig séð. Og ég veit að námið í MR er krefjandi, sem að myndi henta mér bara ágætlega.

* Ef að ég ætla í lækninn, væri það langskynsamlegast að fara í MR.

* MR er með bestu náttúrufræðibrautina. (Ég ætla á náttúrufræðibraut.)

* Bekkjarkerfi. (Hentar mér betur félagslega.)

Gallar:

* Ég veit að námið í MR er krefjandi og ég veit ekki hvort að það sé auðvelt að eiga sér líf, vera í MR OG æfa íþróttir. (Hérna myndi koma sér vel að vita um einhvern hugara sem að gæti sagt mér hvernig það væri.)

* Ég er ekki viss um að MR væri skynsamlegur kostur ef að mig langar út sem skiptinemi í 6 mánuði en samt ekki vera mikið eftirá. (Ég gæti unnið mér inn einingar í t.d. MH.)


Versló:

Kostir:
* Ég er búin að taka 6-9 einingar í Versló, fjarnámi. (Veit ekki hvort að það skiptir einhverju máli, en gæti verið kostur ;))

* Ég get farið út sem skiptinemi í hálft ár, en samt útskrifast á sama tíma og flestir á mínum aldri.

* Auðvelt fyrir mig að fara á hverjum einasta degi.

* Hef heyrt að það sé ágæt náttúrufræðibraut í Versló.

* Mér finnst bara einhvernveginn rosalega auðvelt að hugsa til þess að ég sé að fara í Versló. (Það var kosturinn minn í mörg ár, en síðan einhvernveginn fór mig að langa líka í hina skólana.)

* Bekkjarkerfi. (Eins og áður, þá hentar það mér betur félagslega.)

Gallar:

* Ég veit að þetta sé svaðalegur “skinku” og “hnakka” skóli. (Þó að þetta sé alls ekki alhæfing.) Og veistu, ég er engin sérstök skinka sko… ég veit ekki alveg hvernig ég myndi passa inní þennan hóp.

* Kannski ekkert það spes ef að ég ætla að verða læknir :/

* Kannski ekkert endilega góður skóli líka ef að ég ætla á félagsfræðibraut. (Sem að er smá kostur líka, en enginn sérstakur samt :/)

Jæja, ef að þið hafið nennt að lesa þetta allt saman… hvað finnst ykkur að ég ætti að gera. Ég er ekkert að treysta á þetta, en það væri gott að vita aðeins hvað öðru fólki finnst vera rétti kosturinn fyrir mig.

Þannig… endilega svarið :)
Lastu Þetta?..