Í Maí fór ég í sjálfboðavinnu í Gilwell Park í Englandi og ég ætla að segja ykkur frá vinnu, lífinu og ævintýrum úr Gilwell Park.

Lífið í Gilwell Park er yndislegt, það er frábært að vakna á hverjum morgni og vita það að þú ert á stað þar sem er fullt af skátum og þú ert að fara að gera það sem þér finnst skemmtilegast, og gera daginn hjá fólki og krökkum hvaðan að úr heiminum skemmtilegann og það gerir daginn manns skemmtilegann samt er lífið í Gilwell Park ekkert ósvipað því að búa á heimavist í skóla nema þú þarft að kaupa í matinn og elda fyrir alla sem búa í sama húsi og þú og bera virðingu fyrir því að það er annað fólk þarna. Í sumar var fólk frá Mexíkó, Chile, Austurríki, Ástralíu, Þýskalandi, Wales og Englandi. Andinn í húsinu var góður þrátt fyrir að fólk var frá mismunandi löndum og með tímanum verðið þið fjölskylda.
Vinnan í Gilwell Park er frekar góð, jújú þú þarft að byrja hvern einasta dag á að þrífa klósett en með þessu yndislega fólki verður það bara skemmtilegt og svo ferðu annað hvort að sjá um tjaldsvæðið eða sjá um “leiktækin” sem eru þarna. Í Gilwell Park eru þrír klifurveggir og svona eins og Adrenalín Garðurinn ásamt kayak, flekagerð hjólabílum og margt fleira.

Cup and Beaver Fun Days
Um miðjan Júní var Cup and Beaver Fun Days sem er frekar furðulegt drekaskátamót með fullt af skrýtnum hlutum eins og tívolí tækjum eldvarnarkennslu og búð þar sem þú valdir ávexti og bjóst til djús, frekar töff allt saman og það voru 6500 krakkar sem komu í garðinn, 800 foringjar og 250 starfsmenn fyrir utan þessa 23 sem bjuggu í Gilwell Park svo eftir 17:00 var hreinsað svæðið og farið svo á ball með öðrum starfsmönnunum og þar hitti ég fólk sem er frekar skrýtið en ótrúlega skemmtilegt og sniðugt þau mynduðu hóp sem kallar sig stiff and stillts og þau fara á milli stór móta í Englandi og kenna fólki að ganga á stultum og ganga um mótið á stultum með vatnsbyssu og sprauta á fólk og hrekkja það á einhvern hátt, við kölluðum þau trúðana í Gilwell Park þetta ár. Ég var sjálfur með einhverja pælingu um svona hóp áður en ég fór út og á vonandi einhvern tímann eftir að stofna svona hóp.


Gilwell 24.
Í byrjun Júlí var svo annað aðeins minna skátamót, nema fyrir dróttskáta í Gilwell Park sem heitir Gilwell 24, það er geðveikt mót sem byrjar á föstudegi á grillveislu og diskóteki svo klukkan 9 á Laugardagsmorgni byrjaði dagskráin og þá var mótið sett og dagskráin er opin alveg til 9 á Sunnudagsmorgunninn og krakkarnir reyna að halda sér vakandi allan tímann. Gilwell 24 er ótrúlega skemmtilegt mót fyrir Gilwell Park starfsfólkið, af því að við nutum þeirra fríðinda að fá frítt í leiktæki sem mótsstjórnendur Gilwell 24 komu með. Það sem starfsfólkið gerir þarna á þessu móti er að sjá um tækin sem eru þarna, þegar tækin loka halda þau sjoppunni gangandi, fylla á sjálfsalana, halda kvöldvöku, og stofna og hafa tjaldsvæðis stemningu svo enginn geti sofnað. Ég hélt kvöldvöku, sem 700 manns mættu á, svo fórum við, á vaktinni minni að sofa.
Ég hvet alla til að prufa að fara í sjálfboðavinnu á vegum Skátanna í öðrum löndum þetta er ótrúleg upplifun og gífurleg reynsla og skemmtun þú kynnist fullt af frábæru fólki sem munu verða vinir þínir að eilífu.
stjórnandi á /skátar