Jamboree Flestum skátum vita um alþjóðamótið Jamboree en það er haldið á fjagra ára fresti. Þessi grein er ætluð þeim sem ekki þekkja þennan stóra viðburð og ég reyni að svara flestum spurningum sem koma upp hér fyrir neðan.

Hvað er alheimsmót?
Orðið „Jamboree“ er sagt vera úr indíánamáli og þýðir „fjöldi stríðsmanna frá mörgum ættbálkum saman kominn til friðsamlegrar keppni“. Baden - Powell stofnandi skátahreyfingarinnar valdi að nota þetta orð yfir Alheimsmót skáta, en hugmynd hans með mótinu var að koma á beinum kynnum einstaklinga af ólíkum uppruna. Þannig mætti stuðla að friði í heiminum.

Alheimsmót skáta (e. World Scout Jamboree) er haldið fjórða hvert ár eins og kom fram áðan.

Hvað kostar að fara á Jamboree?
Það kostar um það bil 200.000 kr

Innifalið er mótsgjald, heimagisiting, ferðir til og frá flugvelli á erlendri grundu, matur, dagskrá, einkenni, sameiginlegur búnaður, fararstjórn og fleira.

Það kemur oft spurning hjá fólki hvort 200.000 kr séu ekki of mikið en af reynslu annara þá ertu að fá alltof mikið úr því að fara og ég veit í dag um fólk sem sér eftir því að hafa ekki farið af þessari ástæðu þótt að það séu 10 ár síðan.

Hvar verður mótið?
Mótið er haldið í Rinkaby, sem er rétt fyrir utan Kristianstad sem er í suður hluta Svíþjóðar en hann kallast Skánn og er tæplega tveggja tíma lestarferð frá Kastrup (Kaupmannahöfn) sem er næsti alþjóðlegi flugvöllur sem flogið er á frá Íslandi.

Önnur mót hafa verið haldin í Rinkaby til undirbúnings fyrir Alheimsmótið, meðal annars hið vel heppnaða Jiingiijamborii árið 2007.

Á mótssvæðinu eru grænir akrar, gamlir hleðsluveggir og trjágróður. Þú gætir líka séð villt dýr í greniskógum sem umlykja mótsstaðinn.

Hvenær er mótið og fyrir hverja?
Mótið sjálft hefst 27. júlí 2011 og lýkur 7. ágúst 2011.

Foringjar sem hafa náð 18 ára aldri þann 25. júlí 2011 hafa þrjá möguleika á að sækja mótið:
Starfsmaður mótsins (IST)
Sveitarforingi
Fararstjórn Íslands (NSO) (þurfa að hafa náð 20 ára aldri).

Hvar verður mótið á næstu árum?
2015 » Kína.
2019 » Ítalíu.

Ég tek það sérstaklega fram að greinin er byggð á reynslusögum en ekki minni eigin reynslu.

Heimildir frá skátavefnum
Sviðstjóri á hugi.is