Mér datt í hug að deila með ykkur útbúnaðarlista sem ég var að grafa upp. Þetta miðar við vetrarferðir hjá dróttskátum. Njótið vel:

Þessi listi er í röð eftir mikilvægi, það eftsta er mikilvægast. Athugið að við förum EKKI á fjöll á Íslandi án þess að vera í ullarnærfötum, það er lífshættulegt að sleppa þeim. Ég hef allavega aldrei heyrt um að maður hafi orðið úti á Íslandi og verið í ullarnærfötum. Þessi listi er ekki tæmandi, það er til alls kyns sniðugt og þægilegt dót sem hægt er að taka með, en munið að því meira sem þið takið með því þyngri verður pokinn! Ég held að ég taki persónulega ekki annað með en er á þessum lista.

Mætið klædd í:

Ullarnærföt
Ullarsokka (göngusokka)
Vatnshelda skó (td. Gönguskóm eða svipað)
Vetlinga (ull eða vatnshelda)
Húfa (sem nær alveg niður fyrir eyru)
Utanyfir buxur (með öndunarfilmu er betra)
Utanyfir jakka (með öndurnarfilmu er betra)
Flís/ullarpeysu (ef er kalt)
Flísbuxum (ef er kalt)
Áttaviti (ef þú átt)
Göngustafir (ef þú átt)
(Snjóflóðaýlir (ef þú átt))

Í pokanum:
Dýna (ef sofa á úti)
tjald/bivak (ef sofa á úti)
Svefnpoki
Sólgleraugu og/eða skíðagleraugu (tökum skíðagleraugun frekar)
Flísbuxur (ef maður er ekki í þeim)
Auka ullarsokka
Auka vetlinga (einfalda prjónaða frá ömmu td.)
Auka nærföt (venjuleg. stelpur; takið silkinærfötin með eða polyester)
Léttar buxur (úr polyester/polamid/nylon, ekki bómull)
Sjúkrabúnaður (allvega heftiplátur, hælsærisplástrar, plástrar)
Nesti
ljós
Sólarvörn
Varsalvi
Lambhúshetta (flís/ull)
Buff/had/….
sími

Annað í pokan ef til: (ekki raðað eftir mikivægi)
Dúnúlpa
talstöð
GPS
Kort
Legghlífar
Hitabrúsi (með heitu vatni)
Exi (ís eða göngu)
Nett skófla
Snjóflóðastöng
gríma

Ef um gönguskíðaferð er að ræða:
Skíði, skó og stafi (auðvitað)
Skinn
Áburð (ef maður er ekki á riffluðum skíðum)
Gott að hafa vírbút, snæri, duct-tape og fleira sniðugt til viðgerða ef bindingar klikka
aukastaf eða 2 fyrir hópinn (td göngustafi sem fe
Baldur Skáti