Mér datt í hug að skrifa grein um útivistartísku, þar sem ég er nú einu sinni aðal útivistartískulögga landsins. Með greininni ætla ég mér að útskýra útá hvað útivistartíska gengur, fara í helstu orð og skilgreiningar og taka hvað er inn og hvað er út.

En byrjum á því útá hvað útivistartíska gengur. Til að vera sem flottastur er best að allur gallinn sé frá sama merki, en það verður þó að vera merki sem er hot. Einnig gengur að hafa rétt þema í litum, ég geng t.d. nánast eingöngu í svörtum og bláum fötum. En það þykir einnig mjög töff að brjóta það upp með furðulegum húfum og vetlingum. Þá má t.a.m. nefna að einkennishúfur skátafélaga og sveita ganga auðvitað við allt, ef þær eru nógu furðulegar. Svo sem eins og Landnemahúfan sem er einkar rauð og áberandi.
Hinsvegar verður fólk að passa sig á því að vera ekki að rugla með liti á jökkum og hlífðarbuxum. En samt ekki vera í jakka og hlífðarbuxum í sama lit, það þykir frekar ófrítt. Sérstaklega að vera í svörtum jakka við svartar hlífðarbuxur.

En nú skulum við aðeins ræða helstu orð útivistarfræðanna.
Gore-Tex á aðeins við um hið eina sanna Gore-Tex, ekki aðrar öndunarfilmur.
Power-strech er teygjanlegt fleece.
Windstopper er vindheld (95-98%) filma, gjarnan notað með þunnu fleece.
Soft-shell er vatns og vindheldur fatnaður með mjúkt ytra birði.
Rip-stopp, nylon sem er með rifvörn.
Frotte á aðeins við um hið eina sanna Ullfrotte frá Svíþjóð, önnur ullarnærföt eru bara ullarnærföt, frotte stendur fyrir vefnaðin á efninu, ekki innihaldið.
3-laga öndunarfatnaður saman stendur af ytrabirgði, innrabirgði og öndunarfilmu sem er á milli. Þetta er svo ‘límt’saman svo það virðist vera eitt lag. Það eru EKKI 3 öndunarfilmur í 3 laga fatnaði.
2-laga öndunarfatnaður saman stendur af ytrabirgði og öndurnarfilmu sem er innan á ytrabirgðinu, og svo lausu fóðri eða neti sem er innan í fatnaðinum.
1.5-laga öndunarfatnaður er stundum notað fyrir léttan öndunarfatnað sem er í raun bara með ytrabirgði og öndunarfilmu og svo íblönduðum styrkingarefnum til að vermda filmuna.

Þetta eru svona þau helstu hugtök sem fólk fer rangt með, ég er samt örugglega að gleyma alveg helling af þeim.

En hvað er inn?

Gore -Tex XRC - alltaf besta vatnsheldni í öndunarfatnaði.
Soft - shell jakkar
Ull - hvort sem er sokkar eða nærföt.
Merino - ull í sokka
Windpro fleece - 80-90% vindhelt fleece án filmu
Tevur – verða alltaf inn
Loðhúfur – eru samt á undanhaldi
Aðsniðnar fleece peysur – sérstaklega 66North
Tvískiptar göngubuxur
Ullarvetlingar
Boxer og naríur úr gerviefnum
Oklay sólgeraugu
Göngustafir
Telemark
Dúnúlpur
Dún svefnpokar
GPS

Hvað er út?

Windstopper – er á mörkum þess að vera dottið úr tísku
Power-strech nærföt – heldur svitanum ekki nógu vel úti
Skíðahanskar
Samfestingar
Hlífaðarbuxur í skærum litum
Rússkinsskór
Gallabuxur
Lopapeysur – kannski í tísku, en alls ekki í útivistartísku
Snjóbretti – engir alvöru útivistarmenn stunda bretti.
Fóðraður utanyfir fatnaður
Flíssokkar
Illa sniðnar flíspeysur
Bómull – bara eins og hún leggur sig
2-laga öndunarföt – ágætt innanbæjar

Og svo að lokum ef við tökum aðeins fyrir hvaða merki eru inni í dag, þá eru það einna helst:

Fatnaður:
Mountain Hardwear – bara gæði og performance
North Face – gæði og mjög þekkt merki, lúkkar vel
66North – geðveikur fleece fatnaður
Marmont – fín gæði
Mountain Equitment CoOp – gæði og gott verð

Skór:
Teva
Scarpa
Garmont
Salomon
Trezeta

Tjöld
Mountain Hardwear
North Face
ForceTen

Bakpokar:
Karrimore
Vango

Ætli þetta sé ekki nóg í bili, en hafið í huga, að ef dótið úr efnum frá Gore, Scholler, Polartech og fleiri þekktum efnum, þá er dótið venjulega gott. En ég bendi líka á http://www.outdoorreview.com ef þið eruð í vafa um gæði og flottleika dótsins.
Baldur Skáti