Sökum gífurlegs þrýstings á mig að skrifa grein inn á þetta áhugamál ákvað ég að láta undan og skrifa grein um eftirminnilegustu skákir sem ég hef telft.

1. Sumardaginn fyrsta árið 2004 tefldi ég á kjördæmamóti Suðvesturkjördæmis. Ég náði ágætisárangri og lenti í 2 - 3 sæti á mótinu. Þar sem allt leit út fyrir að sá sem vann mótið kæmist ekki á landsmótið urðum ég og sá sem var jafn mér að vinningum að tefla uppá sæti á landsmótinu. Ég held ég hafi aldrei einbeitt mér jafnlítið og í þessum skákum. Við tókum þrjár skákir og í öllum vorum við bara að segja brandara og vera með læti. Svo mikil að áhorfendurnir voru farnir á sussa á okkur jafnvel þótt þetta væri eina skákin sem var í gangi þá stundina. Ég vann einvígið 2 - 1 og komst á landsmótið. Ekki fer miklum sögum af árangri hjá mér á því móti.

2. Í 6. bekk tók ég þátt í skólaskákmóti í skólanum mínum. Ég var álitinn lang sigurstranglegastur. Ég hafði unnið allar mínar skákir og þegar kom að næstsíðustu umferð lenti ég á léttum anstæðing og ég var nánast öruggur um sigur. En þegar ég var kominn í mun betri stöðu rak ég peysuna mína í kónginn sem sveiflaðist til. Skákstjórinn var mjög strangur og sasgði að mér bæri að hreyfa kónginn í næsta leik. Þá tapaði ég drottningunni minni og náði aðeins jafntefli. Lyktir mótsins urðu svo þannig að strákur úr fjórða bekk vann mótið. Hann var líka með fullt hús en ég var mun betri en hann.

3. Á Skákævintýrinu í eyjum í fyrra var ég þátttakandi í norskri nískák. Það var rosa stuð en tvær klukkur voru brotnar eftir skákina.

4. Þegar ég var að keppa á einhverju sveitamóti í fyrra var ég mátaður með heimaskítsmáti af strák sem var 9 ára. Það sem var enn verra var að ég var á fyrsta borði og allir hinir unnu.

5. Ég var að tefla við ákveðinn mjög erfiðann einstakling og bauð honum jafntefli sem hann hafnaði. Ég mátaði hann svo nokkrum leikjum seinna. Hann fær enn að heyra það á viku fresti að hann hafi tapað fyrir mér.

Þetta voru mínar 5 eftirminnilegustu skákir. Ég hvet alla til að skrifa grein um sínar eftirminnilegustu skákir.
Allt hefur enda, pylsa hefur tvo.